Páskafrí - bara yndislegt!

Ţađ hefur veriđ mikiđ ađ gera hjá mér undanfariđ og hef ţví lítiđ bloggađ.  Í síđustu viku var ég á mjög skemmtilegum ársfundi trúnađarmanna hjá AFLI starfsgreinafélagi á Höfn í Hornafirđi. Var mér bođiđ ađ halda erindi ţar. Ţetta var mjög skemmtilegur fundur og alveg frábćrt framtak hjá félaginu og glćsilegur fundur í alla stađi. Ţetta var ţriđja áriđ í röđ sem slíkur fundur er haldinn. Hluta af hópnum hafđi ég veriđ ađ kenna fyrr í vetur og var einstaklega skemmtilegt ađ hitta ţau. Ég vona ađ öll stéttarfélög landsins taki sig saman og haldi međ reglulegu millibili ţing trúnađarmanna, ţar sem allir trúnađarmenn geti hist og boriđ saman bćkur sínar. Trúnađarmenn stéttarfélaganna gegna mjög veigamiklu hlutverki á vinnumarkađnum  sem er óeigingjarnt hugsjónastarf fyrst og fremst og unniđ af miklum eldmóđ um allt land. Krafturinn í ţessum hópi fólks er međ ólíkindum og mjög vanmetinn  af vinnumarkađnum.

Viđ gömlu ćskuvinkonurnar Linda mín og ég ákváđum ađ setjast niđur á kaffihúsi á föstudaginn. Viđ erum iđulega alltof uppteknar í vinnu okkar og tíminn ţví lítill. Samt er ţađ nú ţannig međ okkur ađ ţađ er alltaf eins og viđ hefđum veriđ ađ talast viđ deginum áđur. Vinátta okkar hefur varađ frá ţví viđ vorum 10 og 11 ára ađ hjóla saman og syngja saman í stigaganginum í Eskihlíđinni, ţar sem viđ bjuggum. Viđ hittumst á Kaffi Milano og svo skemmtilega vildi til ađ ég hitti ţar gamlan ćskufélaga úr fimleikunum hér í den. Bróđir hans var skólafélagi vinkonu minnar. Viđ höfđum ekki sést í jah, vel yfir 20 ár allavega! Ţetta var óvćnt ánćgja. Erum viđ Linda ákveđnar ađ hittast ţarna reglulega og eiga okkar "qualitytime" í lok vinnudags.

Nú er langţráđ páskafrí hafiđ. Ţó er ég ađ syngja viđ fermingarmessur og páskamessu sem er fastur liđur hjá mér. Ţađ er hluti af páskahelginni og ómissandi. Hjá  mér hefur ţađ alltaf veriđ hápunktur páskanna ađ vakna snemma á páskadagsmorgun, gera sig klára, fara út í kyrrđ morgundagsins upp í kirkju, hita upp fyrir messuna, drekka morgunkaffi međ kórfélögunum og syngja páskamessuna. Betra getur ţađ varla orđiđ. Nú er um ađ gera ađ njóta hátíđarinnar međ familíunni en krakkarnir koma í mat á páskadag. Sá yngsti verđur reyndar á fjöllum međ Hjálparsveitarfélögunum en kemur ţađan á páskadagskvöld. Í dag verđur fermt hjá mági mínum í Kópavoginum og hlakka ég til ađ sjá elstu prinsessuna fermda. Ţađ verđur gaman ađ hitta alla á ţessum hátíđisdegi.  

Ég óska öllum bloggvinum sem og öđrum gleđilegra páska međ ósk um ađ ţeir eigi góđa daga yfir hátíđarnar.  


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steingerđur Steinarsdóttir

Gleđilega páska Silla mín og skemmtu ţér vel međ voffanum ţínum.

Steingerđur Steinarsdóttir, 22.3.2008 kl. 21:00

2 Smámynd: Björg Árnadóttir

Góđ hugmynd ađ hitta gamla vini reglulega. Annars eiga tengsl ţađ til ađ rofna - ekki satt?

Gleđilega páska til ţín og allra ţinna!

Björg Árnadóttir, 23.3.2008 kl. 13:19

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Sigurlaug B. Gröndal
Sigurlaug B. Gröndal

Hef einlægan áhuga á öllu sem snertir manneskjuna,lífið og tilveruna. Ég er verkefnastjóri hjá Mími-símenntun ehf. Er hamingjusamlega gift Rafni Gíslasyni, húsasmiði. Við eigum 4 börn og 7 barnabörn og einn hund. 

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ...palli
  • ...jol2008_030
  • ...jol2008_016
  • ...jol2008_012
  • Sumar2008 068

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annađ

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband