NÚ ER ER BRJÁLUÐ!!!!!

Ég var að fá inn um lúguna greiðsluseðilinn vegna bílsins sem ég keypti fyrir ári síðan og ég fékk áfall um leið og ég varð ösku-þreifandi vond!!!! Afborgunin af bílnum hækkaði um tæð 11 þúsund.............já ellefu þúsund á milli mánaða. Svo eru matvælin að hækka, bensínið er upp úr öllu valdi, verðbólgan tæp 9% og þar kemur annar glaðningur þegar húsnæðislánin hækka. Hefur einhver ráð hvernig hægt er að segja upp galónýtri ríkisstjórn og mannskapnum sem stýrir óábyrgri frjármálastefnu hér á skerinu???? Ég er viss um að það hafi ansi margir fengið flogakast af þessu tagi í dag. Devil

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiður

Sigurlaug mín, skoðaðu hvað lánið þitt hækkaði ..það er áreiðanlega slatti. Ég gerði 8 ára áætlun, svona eins og ráðstjórnarríkin hérna áður fyrr, og ætla að borga upp lánin mín og ekkert að kaupa nema eiga aurinn.

Þessu nenni ég ekki

Ragnheiður , 28.3.2008 kl. 22:08

2 Smámynd: Sigurlaug B. Gröndal

Nákvæmlega, það er skelfing. En svona fer þegar maður neyðist til að fara þessa leið þegar gamla druslan gefur sig og maður þarf að aka yfir fjall daglega til vinnu. Við vorum ekki einu sinni að kaupa nýjan bíl heldur notaðan.

Sigurlaug B. Gröndal, 28.3.2008 kl. 22:17

3 Smámynd: Björg Árnadóttir

Sammála! Ég var einmitt í gær að fá líka svona seðil inn um lúguna. Sá hafði hækkað um 90.000 frá síðustu mánaðamótum. Reyndar rukkun á fyrirtækið en það munar nú um minna! Ég sé ekki að það hafi í raun og veru neitt gerst nema að einhverjir karlar færðu aurana sína á milli vasa og það kostar okkur sem ekki eigum neitt gríðarlegar fjárhæðir!! ARGG!!!! 

Björg Árnadóttir, 29.3.2008 kl. 12:09

4 Smámynd: Eiríkur Harðarson

Silla mín þú átt aldrei að blogga bálreið, hins vegar er þetta GRAFALVARLEGT hvernig við (hinn almeni borgari) eigum eftir að fara út úr þessu. Seðlabankastjórinn (þó ekki einn) hefur náð að gera svo mikinn óskunda í efnahagsmálum að maður er barasta alveg yfir sig hneykslaður.

Eiríkur Harðarson, 29.3.2008 kl. 15:15

5 Smámynd: Sigurlaug B. Gröndal

Þetta er alveg rétt hjá þér Eiríkur minn. Maður á kannski ekkert að vera að blogga þegar hugurinn er heitur af reiði. Það eru víst ábyggilega margir sem sitja í þessari súpu og ef til vill miklu verri. Hvernig hefurðu það annars Eiríkur minn, það er svo langt síðan ég hef heyrt frá þér?

Sigurlaug B. Gröndal, 29.3.2008 kl. 21:43

6 Smámynd: Eiríkur Harðarson

Hef það mjög gott er ekki í neinni vinnu í augnablikinu, hef samt haft nóg fyrir stafni þó öryrki sé. Fer trúlega á fund Halims Als þarna í Tyrklandi þegar sumarið fer að nálgast. Þú veist hvar þú finnur mig svo ekki er það nú vandamál að við skulum ekki hittast lengur hjá þeim á Sunnlenska.

Eiríkur Harðarson, 30.3.2008 kl. 00:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sigurlaug B. Gröndal
Sigurlaug B. Gröndal

Hef einlægan áhuga á öllu sem snertir manneskjuna,lífið og tilveruna. Ég er verkefnastjóri hjá Mími-símenntun ehf. Er hamingjusamlega gift Rafni Gíslasyni, húsasmiði. Við eigum 4 börn og 7 barnabörn og einn hund. 

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ...palli
  • ...jol2008_030
  • ...jol2008_016
  • ...jol2008_012
  • Sumar2008 068

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband