Kjör vaktavinnufólks þarf að bæta!!!

Nú eru að hefjast samningaviðræður milli BSRB og ríkisins. BSRB reyndi í vetur að fá ríkið að samningaborðinu vegna endurskoðunar á vaktavinnukerfi heilbrigðisstéttanna meðal annars. Því miður gekk ríkið ekki að því borði.  Vaktavinna er mjög erfið og rannsóknir sýna að þeir sem vinna  vaktavinnu hafa minni lífslíkur en þeir sem vinna reglubundna dagvinnu. Vaktavinna reynir mun meira á heilsufar, fyrir utan svo það að fólk er í vinnu á rúmhelgum dögum þegar aðrir eru í fríi. Það er ekki eftirsóknarvert að vinna í vaktavinnu í dag. Tími fólks er dýrmætur og kostar því meira. Greiðslur vegna vaktavinnu  hafa ekki fylgt þeirri þróun og er það kerfi sem fyrir er í dag afar flókið og erfitt í keyrslu svo ekki sé talað um greiðslur á vaktaálagi fyrir starfsmenn í vaktavinnu. Hér má gera betur og verður. Það er ekki bara lág laun sem fæla fólk frá vaktavinnu heldur vinnutíminn líka. Það kostar að fá fólk til að vinna á aðfangdag, jóladag, gamlársdag og fleiri slíka daga, en það kostar alltof lítið í dag. Baráttukveðjur til BSRB og Eflingar sem og til allra félaga innan ASÍ sem standa í sömu sporum.
mbl.is Viðræður SFR og ríkisins hafnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sigurlaug B. Gröndal
Sigurlaug B. Gröndal

Hef einlægan áhuga á öllu sem snertir manneskjuna,lífið og tilveruna. Ég er verkefnastjóri hjá Mími-símenntun ehf. Er hamingjusamlega gift Rafni Gíslasyni, húsasmiði. Við eigum 4 börn og 7 barnabörn og einn hund. 

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ...palli
  • ...jol2008_030
  • ...jol2008_016
  • ...jol2008_012
  • Sumar2008 068

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 5855

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband