Ævintýralandið - Sandskeið og svifflugið

Þetta er  bara alveg frábært! Í mínum huga og minningum var þessi staður algert ævintýraland. Við yngri systikinin ólumst upp við það að farið var iðulega þegar vel viðraði yfir sumartímann upp á Sandskeið. Pabbi var í Svifflugfélaginu ásamt mörgum öðrum sem mættu þarna hvern góðviðrisdaginn sem kom til að fljúga eða til að vinna og dytta að. Þarna voru þessar fjölskyldur meira eða minna að bardúsa í kringum svifflugið. Þarna fór mikið hugsjónastarf fram og uppbygging. Það var oft á vorin sem við krakkarnir fengum það hlutverk að aðstoða við að sópa skýlin. Mamma og fleiri konur úr félaginu, Þóra, Elsa, Anna og fleiri komu og þrifu skálann út að dyrum. Þær komu oft með bakkelsi að heiman eða slógu í pönnukökur handa mannskapnum. Þarna var Gísli Sigurðsson, sem nú er látinn, en hann sá um viðgerðir og viðhald auk þess að vera á "spilinu". Þarna mættu nánast allar helgar, Þórmundur Sigurbjarnason, pabbi (Páll Gröndal), Hörður Hjálmarsson, Garðar Gíslason, Andrés Sigmundsson og fleiri. Svo voru nokkrir af yngri kynslóðinni sem voru að byrja í bransanum þá, þeir bræður, Georg og Ásgeir Bjarnasynir, báðir læknar í dag, Sigurbjarni Þórmundsson og fleiri sem ég man ekki nöfnin á.  Þetta var spennandi heimur, sérstaklega þegar verið var að keppa í langflugi. Þá var beðið við radíóið og fylgst með hvert hver var kominn.  Með þessu fylgdi  líka Landsmót Svifflugfélags Íslands á Hellu. Þá var gist í tjöldum og heilu fjölskyldurnar voru þarna í um vikutíma.  Kom fyrir að mótin "drukknuðu" og var það helst (að mati margra) þegar fór saman Landsmót hestamanna á sama tíma. Þá var flugveður með versta móti eða alls ekkert flugveður og þá var að hafa ofan af okkur krökkunum og skaranum í blautum tjöldum. Það kom fyrir að tjöld fuku og rifnuðu. Fyrirtækið Tjaldborg á Hellu var því oft bjarvættur mótsgesta sem og Grillskálinn á Hellu sem veitti fólki skjól og afnot af snyrtingum og fleiru. Þetta voru alltaf ævintýri og þarna fór stór hópur fólks, fullorðinna og barna sem mynduðu rammann um þetta stórskemmtilega sport, svifflug.  Bróðir minn stundaði svifflugið lengi en sneri sér að vélfluggdrekum.  Enn gerast ævintýr!


mbl.is Ný flugbraut á Sandskeiði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steingerður Steinarsdóttir

Gaman að lesa um þetta.

Steingerður Steinarsdóttir, 23.5.2008 kl. 14:50

2 Smámynd: Björg Árnadóttir

Þetta hafa verið mikil ævintýri. Verst er að ég held að "nútíma börn" upplifi ekki svona ævintýri. Alla vega ekki á sama hátt.

Björg Árnadóttir, 23.5.2008 kl. 23:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sigurlaug B. Gröndal
Sigurlaug B. Gröndal

Hef einlægan áhuga á öllu sem snertir manneskjuna,lífið og tilveruna. Ég er verkefnastjóri hjá Mími-símenntun ehf. Er hamingjusamlega gift Rafni Gíslasyni, húsasmiði. Við eigum 4 börn og 7 barnabörn og einn hund. 

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ...palli
  • ...jol2008_030
  • ...jol2008_016
  • ...jol2008_012
  • Sumar2008 068

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband