10.10.2008 | 13:00
Ábyggilega vel meint en...........
Ég var að hlusta í morgun eins og ég geri hvern morgun á leið minni til vinnu á morgunútvarp Rásar 2. Þar voru við hljóðnemann Hrafnhildur og Guðrún Gunnarsdóttir. Í lok þáttarins rétt fyrir kl. 9.00 þegar þættinum er að ljúka þá hvöttu þær fólk til að njóta samvista, gera eitthvað saman, sem er mjög gott en jafnframt fólk til að sækja menningarviðburði svo sem að fara í leikhús, tónleika og að sækja kvikmyndahús. Þetta er allt mjög fallegar tillögur, en þannig er það nú að þetta er það fyrsta sem fólk hættir við þegar harðnar í ári. Leikhúsferð foreldra með t.d. 1 barn eða ungling kostar að meðaltali ríflega 11 þúsund krónur. Bíóferð kostar fyrir jafnmarga kostar 3 þúsund krónur og tónleikar í það minnsta 4.500 krónur en miðaverð á tónleika er algengt kr. 1.500 á pr. einstakling. Þetta er alltof dýr póstur fyrir fjölskyldu sem á í fjárhagserfiðleikum. Reyndar kom Hrafnhildur með í blá-lokin aðra tillögu að það væri að horfa saman á mynd í sjónvarpinu og poppa. Það er nærri lagi. Einnig var önnur góð hugmynd og það var að fjölskyldur hittust og borðuðu saman. Ég og elsta systir mín gerðum það þegar börnin okkar voru lítil og við unnum aðeins hluta úr degi (n.b. sem var yndislegt) vorum reglulega með "rúnnstykkjadag". Þannig var að önnur hvor okkar bjó til súpu eða graut og hin mætti á staðin með sín börn og rúnnstykki eða nýtt brauð meðferðis og áttum við yndislega hádegisstund með krökkunum saman. Ekki er mikið mál að gera ódýra og góða súpu og baka brauðbollur. Taka síðan upp spil eða leiki og gera sér glaðan dag. Morgunútvarp Rásar 2 er frábær þáttur og hlusta ég hann á hverjum morgni á leið til vinnu. Alveg ómissandi en gæta þarf aðeins betur hvað sagt er. Ég veit að þetta var vel meint en passaði ekki alveg.
Bloggvinir
- arh
- asthildurcesil
- austurlandaegill
- axelthor
- baenamaer
- baldurkr
- baldvinj
- barattan
- bene
- birnamjoll
- bitill
- bjarnihardar
- bjorgarna
- bokakaffid
- brim
- credo
- doggpals
- drifakristjans
- dullari
- ea
- esv
- fjola
- fullvalda
- gattin
- gudnim
- hafstein
- hector
- heg
- heimssyn
- hildurhelgas
- hjolagarpur
- hross
- ingibjorgstefans
- jensgud
- jonaa
- jonvalurjensson
- juliusvalsson
- kht
- kjarninn
- kokkurinn
- konukind
- krist
- larahanna
- leitandinn
- logos
- lucas
- malacai
- manzana
- oddgeire
- omarragnarsson
- overmaster
- palmig
- photo
- prakkarinn
- rafng
- ringarinn
- saedis
- siggagudna
- slartibartfast
- steinalind
- steingerdur
- thjodarheidur
- thorha
- torfusamtokin
- toshiki
- valgerdurhalldorsdottir
- vest1
- vglilja
- vilhelmina
- zeriaph
- thorhallurheimisson
Eldri færslur
- Apríl 2014
- September 2012
- Nóvember 2011
- Október 2011
- Febrúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Apríl 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég hjó einmitt líka eftir þessu og hugsaði nákvæmlega það sama og þú!
Var líka að rifja upp gamaldags spilaklúbba. Einu sinni var algengt að nokkur hjón hittust einhvern tiltekinn dag, ýmist viku-, eða mánaðarlega og sumir spiluðu á spil og allir spjölluðu og svo var auðvitað eitthvað gott með kaffinu. Held það sé snilldarhugmynd að fara að taka upp einhverjar svona gamlar venjur.
Björg Árnadóttir, 10.10.2008 kl. 19:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.