16.10.2008 | 14:45
Til hamingju!
Ávaxtabíllinn er vel af verðlaununum kominn. Það frumkvöðlastarf sem þeir hafa unnið er athyglisvert. Það hefur verið mér og svo mörgum öðrum nauðsynlegt að nálgast heilsu sinnar vegna hollrar og fitusnauðrar fæðu, ferskri og án aukaefna. Ég er ein af þeim mörgu sem hafa notið framleiðslu þeirra og er hún ósvikin, ómenguð og fersk. Það að geta komið við á bensínafgreiðslustöð á leið til vinnu og keypt brakandi ferska ávexti niðurskorna og flotta til neyslu, brauð með fersku nýju grænmeti og alls kyns hollustu er frábært! Tími fitumikils skyndibita og "olíumengaðra" fæðu er liðinn. Það er líka æðislegt að getað pantað flottan ávaxtabakka og borið fram á fundum og námskeiðum. Takk fyrir mig.
Ávaxtabíllinn hlýtur Fjöreggið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggvinir
- arh
- asthildurcesil
- austurlandaegill
- axelthor
- baenamaer
- baldurkr
- baldvinj
- barattan
- bene
- birnamjoll
- bitill
- bjarnihardar
- bjorgarna
- bokakaffid
- brim
- credo
- doggpals
- drifakristjans
- dullari
- ea
- esv
- fjola
- fullvalda
- gattin
- gudnim
- hafstein
- hector
- heg
- heimssyn
- hildurhelgas
- hjolagarpur
- hross
- ingibjorgstefans
- jensgud
- jonaa
- jonvalurjensson
- juliusvalsson
- kht
- kjarninn
- kokkurinn
- konukind
- krist
- larahanna
- leitandinn
- logos
- lucas
- malacai
- manzana
- oddgeire
- omarragnarsson
- overmaster
- palmig
- photo
- prakkarinn
- rafng
- ringarinn
- saedis
- siggagudna
- slartibartfast
- steinalind
- steingerdur
- thjodarheidur
- thorha
- torfusamtokin
- toshiki
- valgerdurhalldorsdottir
- vest1
- vglilja
- vilhelmina
- zeriaph
- thorhallurheimisson
Eldri færslur
- Apríl 2014
- September 2012
- Nóvember 2011
- Október 2011
- Febrúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Apríl 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Alveg sammála! Á mínum fyrri vinnustað fengum við sendingu frá Ávaxtabílnum einu sinni í viku og það var augljóst hvað sjoppuferðum og slíku fækkaði. Frábær þjónusta.
Nú er komin hálkutíð svo farðu endilega varlega, varlega, varlega á leiðinni í bæinn!!
Björg Árnadóttir, 16.10.2008 kl. 17:11
Sniðugt, ég hef ekki heyrt um Ávadtabílinn, ætli það sé eitthvað sambærilegt hér ? Annars er í dag miklu meira um grænmetissnakk, en góðu gömlu kartöflurnar. Og maður saknar þeirra ekkert.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 21.10.2008 kl. 11:15
Takk allar fyrir kommentin og kveðjurnar. Ég held, Ásthildur að enginn sé með svona starfsemi annarsstaðar eins og Ávaxtabíllinn er með. Þeir byrjuðu á því á sínum tíma að heimsenda ávaxtakörfur og nýbökuð brauð heim til fólks sem hafði þá pantað áður á netinu. Þeir voru líka með pastarétti og fleira mjög gott. Þeir breyttu starfsemi sinni og keyra með ávaxtabakka til fyrirtækja sem panta og hefur m.a. Mímir sem ég starfa hjá pantað ávaxtabakka fyrir námskeiðslit og fundi. Það eru þeir girnilegustu bakkar sem hægt er að hugsa sér. Flott skornir ávextir, brakandi ferskir á fallegum bökkum og skreyttir listilega. Nú hafa þeir verið með framleiðslu á fersku ávaxtasalati í boxum á bensíafgreiðslum og víðar. Það eru sömu brakandi fersku gæðin og keypti ég oft slík box áður en ég fór til vinnu seint í sumar. Var mjög gott í hitanum. Einnig eru þeir með heilsusamlokur og brauðsneiðar með því ferskarsta grænmeti sem ég hef kynnst og nánast ekkert af sullandi feitum sósum. Allt mjög bragðgott og girnilegt. Engin aukaefni eða neitt sem ekki er heilsusamlegt. Einnig hafa þeir verið með nokkurskonar "búst" sem hægt hefur verið að kaupa á þessum stöðum og ég veit um marga sem kaupa það sem morgunverð eftir að vera búnir að fara í sund eða ræktina fyrir vinnu. Það minnir dálítið á skyrbúst. Mjög hollt. Þetta er svona eiginlega það sem ég veit um ávaxtabílinn og ég mæli með heilsubitanum frá þeim. Sem betur fer hefur þetta breyst með snakkið. Hollari og betri biti kominn í staðinn. Knús og kveðjur á ykkur allar.
Sigurlaug B. Gröndal, 21.10.2008 kl. 21:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.