Græðgi byggingaverktaka hafa ekki átt sér nein takmörk.

Í sumar var ég í endurhæfingu á Reykjalundi og var oft á göngu þar og í tækjasal við æfingar, þar sem blöstu við mér hlíðarnar fyrir ofan Álafosskvosina. Þar blasti við mér forljótt nýtt fjölbýlishús (blokk) í þessum kalda kassalaga fúnkís-stíl með rauðum svölum. Ef eitthvað hefur öskrað á móti manni í þessu annars fallega landslagi þá var það þessi blokk. Því í ósköpunum er ekki hægt að byggja þannig að það falli inn í landslagið. Ég skil vel íbúða þessa svæðis að vilja standa vörð um þetta svæði og forða því frá skemmdum. Eitt annað svæði sem ég tel hafa verið eyðilagt með einmitt þessum kassahúsum, gráum og köldum er svæðið umhverfis Elliðaárvatn. Þetta fallega svæði umhverfis vatnið þar sem lágreist byggð með einbýlishúsum og hesthúsum hefði átt að fá að halda ákveðinni mynd sem þar var fyrir. Hús með 45° halla á þaki sem féll vel inn í það gróðurland sem fyrir var. Ég hef alltaf verið ósátt við hvernig sallað var þar niður eins mörgum íbúðum og hægt var. Græðgin réði þar ríkjum, svo mikið er víst.
mbl.is Vilja að hætt verði við Helgafellsveg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sigurlaug B. Gröndal
Sigurlaug B. Gröndal

Hef einlægan áhuga á öllu sem snertir manneskjuna,lífið og tilveruna. Ég er verkefnastjóri hjá Mími-símenntun ehf. Er hamingjusamlega gift Rafni Gíslasyni, húsasmiði. Við eigum 4 börn og 7 barnabörn og einn hund. 

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ...palli
  • ...jol2008_030
  • ...jol2008_016
  • ...jol2008_012
  • Sumar2008 068

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (9.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 32
  • Frá upphafi: 5726

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 32
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband