Á eftir að versna

Nú eru ríflega 8.000 manns án atvinnu í dag og erum við að sigla inn í mesta atvinnuleysi sem verið hefur síðustu áratugi. Þetta á hins vegar eftir að versna. Í janúar og febrúar munu fjölmargar verslanir loka sem hafa verið keyrðar áfram til að ná jólasölunni. Á sama tíma eru fjöldamargir að ljúka sínum uppsagnarfresti vegna uppsagna sem tóku gildi fyrir áramótin. Á árunum 1993 til 1998 starfaði ég hjá Starfsmannafélaginu Sókn og meðal annars var ég í Úthlutunarnefnd atvinnuleysisbóta fyrir hönd félagsins og síðar hjá Dagsbrún/Framsókn. Á þessum árum, sérstaklega 1993-1996 var mikið atvinnuleysi sem fór yfir 4% og við upplifðum þá langtímaatvinnuleysi sem hafði ekki þekkst síðan á kreppuárunum hér áður fyrr. Þjóðfélagið var ekki viðbúið þessu og miklir fordómar voru í garð þeirra sem ekki höfðu vinnu. Einnig þeir sem misstu vinnu sína, lífsviðurværi sitt höfðu einnig fordóma gagnvart atvinnuleysisbótum. Margir lokuðu sig inni og vildu ekki skrá sig atvinnulausa. Fullorðnir karlmenn sem þekktu ekki annað en að skaffa sinni fjölskyldu vel og af kostgæfni áttu einna erfiðast. Oft var sagt af öðrum að þessi eða hinn væri að misnota bæturnar og þessi eða hinn væri bara að leika sér að því að vera atvinnulaus. Við sem störfuðu við afgreiðslu bóta vissum betur. Það vona ég að hugað verði vel að andlegri heilsu fólks sem misst hefur vinnuna og að ekki heyrist raddir fordóma gagnvart fólki í þessari stöðu. Í  dag eru tímarnir miklu verri og eiga eftir að hafa meiri langtímaáhrif. Sýnið aðgát í nærveru sálar og styðjið hvert annað.
mbl.is Yfir 8 þúsund á atvinnuleysisskrá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björg Árnadóttir

Ég þurfti að kyngja oftar en einu sinni áður en ég fór um daginn og skráði mig atvinnulausa. Á dauða mínum átti ég von en því að það ætti eftir að koma fyrir mig að þyggja bætur! En hvílíkur léttir það var að fá þessa líka fyrirmyndarafgreiðslu hjá atvinnumiðluninni hérna á Suðurnesjum. Ég kom hvílíkt léttari á andlega sviðinu út frá þeim aftur!

Ég var líka farin að finna fyrir þessum doða sem ég hef heyrt að leggist á atvinnulaust fólk. Fyrstu dagana hamaðist ég við að gera allt mögulegt en smám saman var ég að uppgötva að ég gerði ekki einu sinni það sem þurfti að gera. Sérkennilega mannskemmandi að vera ekki matvinnungur!

En best af öllu er þó að ég er búin að fá vinnu. Ráðningin er reyndar í tímabundið verkefni fram í apríl, en er á meðan er!

Björg Árnadóttir, 15.12.2008 kl. 23:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sigurlaug B. Gröndal
Sigurlaug B. Gröndal

Hef einlægan áhuga á öllu sem snertir manneskjuna,lífið og tilveruna. Ég er verkefnastjóri hjá Mími-símenntun ehf. Er hamingjusamlega gift Rafni Gíslasyni, húsasmiði. Við eigum 4 börn og 7 barnabörn og einn hund. 

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ...palli
  • ...jol2008_030
  • ...jol2008_016
  • ...jol2008_012
  • Sumar2008 068

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband