Marley og ég......frábær bók!

Ég var svo heppin að fá í jólagjöf bókina, Marley og ég  eftir  John Grogan, Bandarískan blaðamann. Þessi skemmtilega og einlæga frásögn manns og hunds snertir mann á svo margan hátt. Sérstaklega mig sem hundaeiganda. Þessi bók fjallar um það þegar John Grogan og eiginkona hans fá sér hvolp, sem er af Labrador kyni, svokölluðum Bandarískum-Labrador. Höfundur lýsir honum sem vonlausum hundi sem ekki er hægt að ala upp með góðu móti, er með athyglisbrest á háu stigi, ómælda orku, skemmdafýsn og sá eini sem hann vissi um sem rekinn var af hlýðninámskeiði! Ég er búin að hlægja mig máttlausa í einrúmi yfir lestur þessarar bókar. Fyrir það fyrsta eru frásagnirnar af afrekum þessa skemmtilega og fjöruga hunds, Marleys með eindæmum lifandi og skemmtilegar og að auki er margt líkt með ýmsu sem hann afrekar og hundinum mínum, henni Tinnu. Hún er nú að verða þriggja ára í vor og er enn algjör hvolpur með athyglissýki á háu stigi. Reyndar hefur hún ekki skemmt eins margt og Marley en stríðnin og uppátækin eru mjög svipuð um leið og orkan og gleðin skín úr þessum brúnu fallegu augum sem blikka mann upp úr skónum og maður fær engan veginn staðist. Ég mæli eindregið með þessari bók, þá sérstakleg þeir sem eiga hund lesi hana. Ég sá allavega hundinn minn í nýju ljósi. Reyndar er Tinna blanda af Labrador og Border collie en margt líkt með þeim eigi að síður. Þessi bók er í senn, skemmtileg, fyndin og einlæg.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hildur Helga Sigurðardóttir

Þarf að ná mér í þessa, enda veit ég fátt skemmtilegra en góðar bækur um dýr.   Fjölskylda mín átti svarta labrador tík, sem alltaf var eins og hvolpur, þangað til hún lést fjörgömul.

Held að það sé einkenni á labradorum að vera svona "ungir í anda".

Hildur Helga Sigurðardóttir, 4.1.2009 kl. 01:42

2 identicon

Já ég er sammála!

Bókin er góð.. ég á sjálf gulann Labrador hund sem er alltaf til í stuð og fjör.. þeir eru yndislegir þessir hundar og gaman að lesa svona bækur!!

Njótum að vera til.

Arnheiður Björg Harðardóttir (IP-tala skráð) 4.1.2009 kl. 02:05

3 Smámynd: Ragnheiður

Sigurlaug mín, þú átt einfaldlega að vera inni hjá mér...vegna leiðinda þá setti ég hvern og einn einasta bloggvin út í haust og hef bara ekki náð að koma öllum inn aftur..

hjá mér áttu að vera - það er alveg ljós

Gleðilegt ár og kærar þakkir fyrir bloggvináttu og stuðning á erfiðum tímum

Ragnheiður , 6.1.2009 kl. 00:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sigurlaug B. Gröndal
Sigurlaug B. Gröndal

Hef einlægan áhuga á öllu sem snertir manneskjuna,lífið og tilveruna. Ég er verkefnastjóri hjá Mími-símenntun ehf. Er hamingjusamlega gift Rafni Gíslasyni, húsasmiði. Við eigum 4 börn og 7 barnabörn og einn hund. 

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ...palli
  • ...jol2008_030
  • ...jol2008_016
  • ...jol2008_012
  • Sumar2008 068

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 5855

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband