Þessir andf#&%"!%&/ flugeldar!

Mikið skelfing hafa þessir flugeldar sem skotið hefur verið upp af ungmennum daga, kvöld og nætur undanfarið eða frá því flugeldasala hófst verið hvimleiðir. Sjálf hef ég gaman af því að skjóta flugeldum kl. 00:00 á gamlárskvöld. En hundurinn minn hún Tinna er búin að þjást núna í bráðum tvær vikur. Hún er svo skelfilega hrædd við flugelda og allar sprengingar. Þegar fyrstu flugeldarnir eru sprengdir, hættir hún að þora að fara út að gera þarfir sínar og þarf miklar kúnstir við það að fá hana til þess. Hún heldur í sér í allt að 12-14 tíma sem er mjög slæmt! Ég fór með hana út eldsnemma í morgun og gekk það ágætlega. En ekki fékkst hún til að fara í hádeginu né síðdegis og tókst loks rétt fyrir kl. 22:00 að fá hana út, þar sem enn var verið að sprengja. Augnablikshlé varð á sprengingum og gekk þetta í fyrstu nokkuð vel. Á leið heim hófust sprengingar og hún varð viti sínu fjær og var vart við hana ráðið í taumnum.  Sem dæmi um viðbrögð hennar hér heima, þá við sprengingar urra hún og geltir og skríður bak við gardínur. Sem ég var að elda matinn í kvöld, standandi við eldavélina með svuntu framan á mér kemur einn hvellurinn og mín vinkona flýtti sér fram fyrir mig, tróð sér þar og stakk hausnum undir svuntuna og hreyfði sig ekki þaðan. Það verður að segja það í orðsins fyllstu merkingu að hún "flæktist fyrir mér" við eldamennskuna því hún vildi helst sitja ofan á fótum mínu eða undir svuntunni. Vona ég að þessari and#$%&$*$# Angry skotgleði fari að ljúka svo blessað dýrið geti farið að anda rólega. Lifið heil!

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiður

Ég kannast við svona ofsahræðslu. Keli var þó með skásta móti þetta árið, fékk kæruleysislyf hjá dýró og ákvað svo að liggja hjá syninum í kvöld. Hann sat alveg uppi við strákinn en var samt ekki bilaður af hræðslu eins og oft áður.

Ragnheiður , 7.1.2009 kl. 00:38

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Æ blessuð dýrin á þessum tímamótum það er slæmt fyrir þau öll þessi læti, sem þau skilja auðvitað ekkert í.  Gleðilegt ár og takk fyrir gamla

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 7.1.2009 kl. 13:22

3 Smámynd: Björg Árnadóttir

Erfiður tími fyrir dýrin og reyndar okkur líka! Ég vakna oftar en ekki á einhverjum fáránlegum tímum nætur við heljar hvelli! Vona að fólk fari að verða uppiskroppa með sprengiefni.

Björg Árnadóttir, 7.1.2009 kl. 23:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sigurlaug B. Gröndal
Sigurlaug B. Gröndal

Hef einlægan áhuga á öllu sem snertir manneskjuna,lífið og tilveruna. Ég er verkefnastjóri hjá Mími-símenntun ehf. Er hamingjusamlega gift Rafni Gíslasyni, húsasmiði. Við eigum 4 börn og 7 barnabörn og einn hund. 

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ...palli
  • ...jol2008_030
  • ...jol2008_016
  • ...jol2008_012
  • Sumar2008 068

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 5855

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband