3.2.2009 | 09:32
Nú er frost á Fróni, frýs í æðum blóð........................
Já, mikið assgoti var kalt í morgun. Sem ég var að setja bílinn í gang í morgun varð mér litið á hitamælinn inni í bílnum sem sýnir á víxl hitann úti fyrir og hitann inni í bílnum. Ég vissi að mikið frost væri úti, því það marraði og ískraði í snjónum þegar ég gekk að bílnum. Inni í bílnum mældist -11°c og út fyrir mældust -10,8°c. Það var ekkert skrítið þó gírstöngin væri stíf, þykkt hélulagið ætlaði aldrei að víkja af framrúðunni. Mesti kuldinn sem mældist á leið til vinnu í morgun var rétt neðan við Sandskeiðið eða -15°c! En fallegt var veðrið! Svona froststillur eru alveg einstakar. Heiður himininn, stjörnubjart og fjöllin koma eins og svartir skuggar í dimmblárri birtunni. Gerist ekki fallegra. Góðan dag til ykkar allra og klæðið ykkur vel í kuldanum.
Bloggvinir
-
arh
-
asthildurcesil
-
austurlandaegill
-
axelthor
-
baenamaer
-
baldurkr
-
baldvinj
-
barattan
-
bene
-
birnamjoll
-
bitill
-
bjarnihardar
-
bjorgarna
-
bokakaffid
-
brim
-
credo
-
doggpals
-
drifakristjans
-
dullari
-
ea
-
esv
-
fjola
-
fullvalda
-
gattin
-
gudnim
-
hafstein
-
hector
-
heg
-
heimssyn
-
hildurhelgas
-
hjolagarpur
-
hross
-
ingibjorgstefans
-
jensgud
-
jonaa
-
jonvalurjensson
-
juliusvalsson
-
kht
-
kjarninn
-
kokkurinn
-
konukind
-
krist
-
larahanna
-
leitandinn
-
logos
-
lucas
-
malacai
-
manzana
-
oddgeire
-
omarragnarsson
-
overmaster
-
palmig
-
photo
-
prakkarinn
-
rafng
-
ringarinn
-
saedis
-
siggagudna
-
slartibartfast
-
steinalind
-
steingerdur
-
thjodarheidur
-
thorha
-
torfusamtokin
-
toshiki
-
valgerdurhalldorsdottir
-
vest1
-
vglilja
-
vilhelmina
-
zeriaph
-
thorhallurheimisson
Eldri færslur
- Apríl 2014
- September 2012
- Nóvember 2011
- Október 2011
- Febrúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Apríl 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.4.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Gerist ekki fallegra. Frost, stilla, bjartviðri. Svo andlegu málin til hamingju með Ríkisstjórnina Silla. Maður hefur á tilfinningunni að farið verði í vinnu núna og málin verði rannsökuð. Bestu kveðjur.
Tryggvi Marteinsson (IP-tala skráð) 3.2.2009 kl. 10:32
Takk fyrir kveðjuna Tryggvi minn. Já, nú hefst moksturinn. Það gleyma því margir að þetta er fyrst og fremst starfsstjórn sem hefur ákveðin verkefni að vinna á mjög skömmum tíma. Fólk er að setja fram allskyns kennisetningar um starfshætti þeirra sem nú taka við. Við erum allavega í góðum málum eins og er hvað það varðar. Guð forði okkur frá hægri stjórn aftur. Sömuleiðis til hamingju Tryggvi minn.
Sigurlaug B. Gröndal, 3.2.2009 kl. 10:36
Veðrið er búið að vera dásamlega fallerg undanfarið. En þetta eru aldeilis vetrarhörkur hjá þer Sigurlaug mín, hér hafa þetta verið um 2 - 3° En það er allt svo fallegt í svona veðri.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 3.2.2009 kl. 10:53
Sæl mín kæra. Já veðrið er dásamlegt svo framarlega sem maður á góða húfu og vettlinga! Bíllinn minn sagði -14°C á heimleið minni í gærkvöldi svo ég er ekki hissa þó þinn segi ívið hærra uppi á Sandskeiði. Kosturinn við svona mikið frost er líka að þá er sárasjaldan hálka.
Samt skulum við öll fara varlega á vegunum og í pólitíkinni á næstunni!
Björg Árnadóttir, 5.2.2009 kl. 20:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.