3.6.2009 | 16:09
Ökum hægar-spörum eldsneytið!
Nú hefur orðið gífurleg hækkun á bensíni og olíu. Við stöndum frammi fyrir miklum þrengingum í þjóðfélaginu og erum við rétt að sjá toppinn á ísjakanum.
Við eigum eftir að sjá hækkanir á fleiri neysluvörum fyrir heimilin. Hversu sárt sem það er þá verður ekki komist hjá því, þjóðfélagið er nánast gjaldþrota.
Við getum þó aðeins haft áhrif á okkar eigið neyslumynstur til að draga saman og gæta sparnaðar.
Eitt dæmi um slíkt er ökuhraði. Ég gerði smá tilraun sjálf á eigin akstri, en ég ek rúmlega 100 km á dag til og frá vinnu. Umferðarhraðinn á þessari leið er iðulega 105 til 115 km hraði sem er vel fyrir ofan lögleg hraðatakmörk. Í mikilli umferð er ákveðinn þrýstingur af öðrum ökumönnum, bæði stórra og lítilla ökutækja um að aka hraðar. Fram úr mér hafa farið stórir flutningabílar þó ég hafi sjálf verið á um 100 km hraða.
Við það að aka á 105 -110 km hraða eykst bensíneyðsla allt að 1 lítra á hverja 100 km miðað við að aka á 90-95 km hraða. Við það að aka á löglegum hraða spara ég í hverjum mánuði ríflega 3.800 krónur sem á ársgrundvelli eru rúmlega 46.000 krónur. Til að ég eigi eftir ríflega 3.800 krónur til að eyða eftir skatta og gjöld, þarf ég að vinna mér inn um 6.300 krónur og það þýðir á ári 75.600 krónur!!! Það munar um minna.
Ökum hægar, ökum á jöfnum hraða. Forðumst spyrnur og óþarfa hraðaaukningu á stuttum vegaköflum. Við spörum stórar upphæðir með því, auk þess að stunda öruggari akstur. Gefum okkur bara aðeins meiri tíma. Aksturinn verður afslappaðri og líkur á slysum minnkar.
Bloggvinir
- arh
- asthildurcesil
- austurlandaegill
- axelthor
- baenamaer
- baldurkr
- baldvinj
- barattan
- bene
- birnamjoll
- bitill
- bjarnihardar
- bjorgarna
- bokakaffid
- brim
- credo
- doggpals
- drifakristjans
- dullari
- ea
- esv
- fjola
- fullvalda
- gattin
- gudnim
- hafstein
- hector
- heg
- heimssyn
- hildurhelgas
- hjolagarpur
- hross
- ingibjorgstefans
- jensgud
- jonaa
- jonvalurjensson
- juliusvalsson
- kht
- kjarninn
- kokkurinn
- konukind
- krist
- larahanna
- leitandinn
- logos
- lucas
- malacai
- manzana
- oddgeire
- omarragnarsson
- overmaster
- palmig
- photo
- prakkarinn
- rafng
- ringarinn
- saedis
- siggagudna
- slartibartfast
- steinalind
- steingerdur
- thjodarheidur
- thorha
- torfusamtokin
- toshiki
- valgerdurhalldorsdottir
- vest1
- vglilja
- vilhelmina
- zeriaph
- thorhallurheimisson
Eldri færslur
- Apríl 2014
- September 2012
- Nóvember 2011
- Október 2011
- Febrúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Apríl 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Tek algjörlega undir þetta með þér og takk fyrir góðan pistil til umhugsunar.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 9.6.2009 kl. 14:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.