Bloggfærslur mánaðarins, desember 2008

Stórkostlegur efniviður!

Þessi drengur er alveg stórkostlegur! Hann á eftir að ná langt. Það eru ekki margir hér á landi sem geta leikið sér að munnhörpunni af þvílíkri snilld eins og þessi ungi piltur.  Það þarf að styðja við bakið á ungu og efnilegu fólki og ég vona að hann sé með gott stuðningslið á bak við sig. Gangi þér vel, Þorleifur og haltu áfram að auka þekkingu þína og færni. Þú átt eftir að ná langt!
mbl.is Sextán ára blúsari
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Á eftir að versna

Nú eru ríflega 8.000 manns án atvinnu í dag og erum við að sigla inn í mesta atvinnuleysi sem verið hefur síðustu áratugi. Þetta á hins vegar eftir að versna. Í janúar og febrúar munu fjölmargar verslanir loka sem hafa verið keyrðar áfram til að ná jólasölunni. Á sama tíma eru fjöldamargir að ljúka sínum uppsagnarfresti vegna uppsagna sem tóku gildi fyrir áramótin. Á árunum 1993 til 1998 starfaði ég hjá Starfsmannafélaginu Sókn og meðal annars var ég í Úthlutunarnefnd atvinnuleysisbóta fyrir hönd félagsins og síðar hjá Dagsbrún/Framsókn. Á þessum árum, sérstaklega 1993-1996 var mikið atvinnuleysi sem fór yfir 4% og við upplifðum þá langtímaatvinnuleysi sem hafði ekki þekkst síðan á kreppuárunum hér áður fyrr. Þjóðfélagið var ekki viðbúið þessu og miklir fordómar voru í garð þeirra sem ekki höfðu vinnu. Einnig þeir sem misstu vinnu sína, lífsviðurværi sitt höfðu einnig fordóma gagnvart atvinnuleysisbótum. Margir lokuðu sig inni og vildu ekki skrá sig atvinnulausa. Fullorðnir karlmenn sem þekktu ekki annað en að skaffa sinni fjölskyldu vel og af kostgæfni áttu einna erfiðast. Oft var sagt af öðrum að þessi eða hinn væri að misnota bæturnar og þessi eða hinn væri bara að leika sér að því að vera atvinnulaus. Við sem störfuðu við afgreiðslu bóta vissum betur. Það vona ég að hugað verði vel að andlegri heilsu fólks sem misst hefur vinnuna og að ekki heyrist raddir fordóma gagnvart fólki í þessari stöðu. Í  dag eru tímarnir miklu verri og eiga eftir að hafa meiri langtímaáhrif. Sýnið aðgát í nærveru sálar og styðjið hvert annað.
mbl.is Yfir 8 þúsund á atvinnuleysisskrá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggleti á aðventu og kuldakast

Já, mikið skelfingar bloggleti er þetta á bænum! Ég hef ekki nennt þessu með nokkru móti síðustu daga. Ég hef þó rennt yfir færslur hjá bloggvinum mínum og sett inn komment hér og þar. Ég held að ég sé bara orðin svo leið á fréttaflutningi undanfarið og krepputalið er alveg niðurdrepandi í meira lagi svona á aðventunni. Við hjónin brugðum okkur í leikhús á laugardagskvöldið að undangengum kvöldverði á ágætu veitingahúsi í bænum. Við fórum að sjá Fólkið í blokkinni. Alveg snilldaruppfærsla finnst mér. Það er magnað að sitja nánast í miðri leikmynd og vera hluti af henni. Ég mæli eindregið með því að fólk skelli sér og hlægi svolítið og hafi gaman af. Í gær var svo yndisleg aðventustund í kirkjunni hjá okkur. Okkar kór, kirkjukórinn söng aðventu og jólalög ásamt kór eldri borgara "Tónar og trix", kór eldri barna í grunnskólanum og lúðrasveit Þorlákshafnar. Kirkjan var smekkfull og kakó og smákökur í lokin.  Kuldinn var þvílíkur úti fyrir að ég hélt að mér myndi aldrei hitna þegar ég kom út í bíl. Í bílnum var -10°c frost! Héla hafði myndast bara á meðan á æfingu og athöfn stóð. En veðrið var undurfallegt og stillt, blankalogn. Kuldinn og hálkan í morgun á leið til vinnu  var líka mikil. Vegurinn frá Þorlákshöfn og Þrengslin út á Suðurlandsveg var eitt gler! Frekar hvasst var og það var eins gott að aka varlega. Vonandi slær eitthvað á þennan kulda á næstunni. Ég reikna ekki með að blogga einhver ósköp á næstunni frekar en síðustu daga. Nú er aðventan, jólaljósin eiga eftir að koma upp og fleira sem bíður. Ef róleg stund verður hendi ég kannski inn einni og einni færslu. Góðar stundir.

Höfundur

Sigurlaug B. Gröndal
Sigurlaug B. Gröndal

Hef einlægan áhuga á öllu sem snertir manneskjuna,lífið og tilveruna. Ég er verkefnastjóri hjá Mími-símenntun ehf. Er hamingjusamlega gift Rafni Gíslasyni, húsasmiði. Við eigum 4 börn og 7 barnabörn og einn hund. 

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ...palli
  • ...jol2008_030
  • ...jol2008_016
  • ...jol2008_012
  • Sumar2008 068

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband