Bloggfærslur mánaðarins, maí 2008
12.5.2008 | 22:45
Vor í Vestmannaeyjum
Nú er nokkuð liðið frá því ég bloggaði síðast. Það hefur mikið að gera og var ég m.a. að kenna í Vestmannaeyjum 8. og 9. maí. Á fimmtudeginum 8. maí skörtuðu Eyjarnar sínu fegursta. Það var yndislegt í lok dagsins að fara um allar Eyjarnar og njóta veðurblíðunnar. Ég læt fylgja hér nokkrar myndir sem ég tók þennan dag til að festa vorið og náttúrufegurðina á "filmu".
Farið að grænka og sumarið í nánd.
Horft ofan af Stórhöfða
Eiðið og innsiglingin.
Í Gaujulundi var vorið komið og blómin farin að gæjast upp úr moldinni.
Gaujulundur er með þeim yndislegri stöðum sem ég kem á. Þessi gróðurvin gömlu hjónanna úti í hrauninu er augnayndi og griðarstaður. Það var gott að koma þarna og njóta veðurblíðunnar.
Íslenska þrenningarfjólan blómstraði sínu fegursta í hraunsprungu í Gaujulundi. Ótrúlega fallegar andstæður.
Ótrúleg litbrigði í náttúrunni, samspil gróðurs og bjargs í fjarska og rauða litarins í nýja hrauninu. Íslensk náttúra er ótrúlega fögur í sinni hrjóstrugu mynd.
Ég tók milli 50- og 60 myndir en læt þessar duga. Það var frábært að heimsækja Eyjarnar og þakka ég fyrir mig. Pálmi! Það var gaman að hitta ykkur þarna við morgunverðarborðið, vonandi hafið þið komist heil heim á föstudeginum með fluginu. Ferðin hjá mér gekk vel með Herjólfi þarna síðdegis. Takk fyrir mig. Kveðja til allra sem voru á námskeiðinu. Sérstök kveðja til Unnar hjá Stavey frá mér.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
1.5.2008 | 12:46
Allir launþegar - gleðilega hátíð á baráttudegi verkalýðsins 1. maí!
Í dag er 1. maí, baráttudagur launþega. Slagorð þessa dags í ár er "Verjum kjörin". Af hverju? Á þessu ári, þann 11. júní næstkomandi eru nákvæmlega liðin 70 ár frá því að lög um stéttarfélög og vinnudeilur voru samþykkt á alþingi og tóku gildi. Þessi lög eru ramminn utan um stéttarfélögin, verkföll og vinnudeilur, rétt launþega til að stofna stéttarfélög og vera í stéttarfélögum. Þau halda einnig utan um starf trúnaðarmanna á vinnustöðum. Það er búið að taka áratugi að öðlast þann rétt sem við höfum í dag. Fyrri kynslóðir börðust harðri baráttu til þess að öðlast þau. Sumir af yngri kynslóðinni halda að þetta hafi alltaf verið til staðar. Það er ekki ýkja langt síðan að laugardagur var vinnudagur eða að sumarleyfisdagar urðu 24 dagar. Það hefur margt gerst á þessum 70 árum, en við erum líka enn að berjast þessum 70 árum seinna. Baráttan meðal annars felst í því að verja þau kjör sem við höfum. Með einstaklingssamningum við einkafyrirtæki er reynt að fá launþega til að semja sig undan einstökum ákvæðum kjarasamninga gegn aðein hærri greiðslum og má þar nefna orlof og veikindarétt. Staða trúnaðarmanna ætti að vera mun sterkari á vetvangi en hún er eftir öll þessi ár. Enn eru fyrirtæki að gera starfsmönnum sínum erfitt með að kjósa sér trúnaðarmann og eru oft lífdagar þeirra ekki langir innan sumra fyrirtækja. Trúnaðarmenn gegna mikilvægu hlutverki á hverjum vinnustað og fyrir sína samstarfsmenn. Þeir eru upplýsingaveita um réttindi og skyldur. Þeir koma oft í veg fyrir að ágreiningur verði að óleysanlegum deilum. Er það eitthvað til að forðast? Ég hef það oft á tilfinningunni að þau fyrirtæki sem hafa neikvætt viðhorf til starfs trúnaðarmanna hafi sitthvað óhreint í pokahorninu.
"Verjum kjörin" er einmitt það sem við stöndum frammi fyrir á hverjum degi. Baráttunni er hvergi lokið. Ungt fólk verður frekar fyrir barðinu á skertum kjörum, þar sem ákvæðum kjarasamninga er ekki fylgt eftir. Ég hvet foreldra ungmenna að fylgjast með kjörum barna sinna og vera vakandi fyrir því að farið sé eftir þeim samningum sem í gildi eru.
Brot á kjarasamningum er brot á lögum. Þeir byggja á landslögum og má þar nefna að ákvæði um orlof er bundið í lög, uppsagnarfrestur, greiðslur vegna veikinda og slysa, skylda atvinnurekenda að greiða í sjúkrasjóð stéttarfélaganna, réttindi fólks í hlutastörfum, bann við uppsögnum vegna fjölskylduábyrgðar og fleira má telja.
Hvet alla til að skoða vef Félagsmálaráðuneytisins þar sem flest þau lög sem snúa að vinnurétti eru þar á einnig síðu.
http://www.felagsmalaraduneyti.is/malaflokkar/vinnumal/log/
Skoðið einnig vef Alþýðusambands Íslands www.asi.is
Gleðilega hátíð og njótið dagsins!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Bloggvinir
- arh
- asthildurcesil
- austurlandaegill
- axelthor
- baenamaer
- baldurkr
- baldvinj
- barattan
- bene
- birnamjoll
- bitill
- bjarnihardar
- bjorgarna
- bokakaffid
- brim
- credo
- doggpals
- drifakristjans
- dullari
- ea
- esv
- fjola
- fullvalda
- gattin
- gudnim
- hafstein
- hector
- heg
- heimssyn
- hildurhelgas
- hjolagarpur
- hross
- ingibjorgstefans
- jensgud
- jonaa
- jonvalurjensson
- juliusvalsson
- kht
- kjarninn
- kokkurinn
- konukind
- krist
- larahanna
- leitandinn
- logos
- lucas
- malacai
- manzana
- oddgeire
- omarragnarsson
- overmaster
- palmig
- photo
- prakkarinn
- rafng
- ringarinn
- saedis
- siggagudna
- slartibartfast
- steinalind
- steingerdur
- thjodarheidur
- thorha
- torfusamtokin
- toshiki
- valgerdurhalldorsdottir
- vest1
- vglilja
- vilhelmina
- zeriaph
- thorhallurheimisson
Eldri færslur
- Apríl 2014
- September 2012
- Nóvember 2011
- Október 2011
- Febrúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Apríl 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar