Vor í Vestmannaeyjum

Nú er nokkuð liðið frá því ég bloggaði síðast.  Það hefur mikið  að gera og var ég m.a. að kenna í Vestmannaeyjum 8. og 9. maí. Á fimmtudeginum 8. maí skörtuðu Eyjarnar sínu fegursta. Það var yndislegt í lok dagsins að fara um allar Eyjarnar og njóta veðurblíðunnar. Ég læt fylgja hér nokkrar myndir sem ég tók þennan dag til að festa vorið og náttúrufegurðina á "filmu". 

Vestmeyjar 007

 

 

 

 

 

 

 

 

Farið að grænka og sumarið í nánd.

Vestmeyjar 020

 

 

 

 

 

 

 

 

Horft ofan af Stórhöfða

Vestmeyjar 029

 

 

 

 

 

 

 

 

Eiðið og innsiglingin.

Vestmeyjar 030

 

 

 

 

 

 

 

 

Í Gaujulundi var vorið komið og blómin farin að gæjast upp úr moldinni.

Vestmeyjar 031

 

 

 

 

 

 

 

 

Gaujulundur er með þeim yndislegri stöðum sem ég kem á. Þessi gróðurvin gömlu hjónanna úti í hrauninu er augnayndi og griðarstaður. Það var gott að koma þarna og njóta veðurblíðunnar.

Vestmeyjar 041

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Íslenska þrenningarfjólan blómstraði sínu fegursta í hraunsprungu í Gaujulundi. Ótrúlega fallegar andstæður.

Vestmeyjar 054

 

 

 

 

 

 

 

 

Ótrúleg litbrigði í náttúrunni, samspil gróðurs og bjargs í fjarska og rauða litarins í nýja hrauninu. Íslensk náttúra er ótrúlega fögur í sinni hrjóstrugu mynd.

Ég tók milli 50- og 60 myndir en læt þessar duga. Það var frábært að heimsækja Eyjarnar og þakka ég fyrir mig. Pálmi! Það var gaman að hitta ykkur þarna við morgunverðarborðið, vonandi hafið þið komist heil heim á föstudeginum með fluginu. Ferðin hjá mér gekk vel með Herjólfi þarna síðdegis. Takk fyrir mig.  Kveðja til allra sem voru á námskeiðinu. Sérstök kveðja til Unnar hjá Stavey frá mér.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Frábærar vormynir takk fyrir að gefa okkur innsýn í vorið í eyjum Sigurlaug mín.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 12.5.2008 kl. 23:16

2 Smámynd: Björg Árnadóttir

Ég hef komið í Gaujulund. Ótrúlega sérstakur staður. Ég er alveg sammála þér að náttúra íslands getur verið geysifögur þó hún sé ekki hlaðin skógi. Kynjamyndirnar og litbrigðin eru stórkostlegri en nokkurt listaverk svo við eigum að njóta hennar til hins ýtrasta!

Björg Árnadóttir, 13.5.2008 kl. 22:36

3 Smámynd: Sigríður Guðnadóttir

Æði !!! knús kveðjur

Sigríður Guðnadóttir, 14.5.2008 kl. 00:48

4 Smámynd: Helga Dóra

Yndislegar þessar Vestmannaeyjar. Á bróður þar sem ég þarf að fara að  heimsækja.......

Helga Dóra, 14.5.2008 kl. 11:26

5 Smámynd: Guðrún Þóra Hjaltadóttir

Það er fallegt landið okkar og eyjarnir í fallegu veðri, ekki spurning.

Guðrún Þóra Hjaltadóttir, 14.5.2008 kl. 18:19

6 Smámynd: Linda Samsonar Gísladóttir

Frábærar myndir.....mikið langar mig til Eyja þegar ég sé þær.  Hef ekki komið þangað í óratíma!

Kveðja,

Linda 

Linda Samsonar Gísladóttir, 15.5.2008 kl. 18:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sigurlaug B. Gröndal
Sigurlaug B. Gröndal

Hef einlægan áhuga á öllu sem snertir manneskjuna,lífið og tilveruna. Ég er verkefnastjóri hjá Mími-símenntun ehf. Er hamingjusamlega gift Rafni Gíslasyni, húsasmiði. Við eigum 4 börn og 7 barnabörn og einn hund. 

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ...palli
  • ...jol2008_030
  • ...jol2008_016
  • ...jol2008_012
  • Sumar2008 068

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 10
  • Sl. sólarhring: 13
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 5675

Annað

  • Innlit í dag: 8
  • Innlit sl. viku: 17
  • Gestir í dag: 8
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband