Bloggfærslur mánaðarins, september 2009

Þetta á við í dag

Ef þetta á ekki við í dag, þá veit ég ekki hvað. 

 

Morgunlestur:

Tím 6.6-12

Já, trúin samfara nægjusemi er mikill gróðavegur. Því að ekkert höfum við inn í heiminn flutt og ekki getum við heldur flutt neitt út þaðan.
Ef við höfum fæði og klæði þá látum okkur það nægja. En þeir sem ríkir vilja verða falla í freistni og lenda í snöru alls kyns óviturlegra og skaðlegra fýsna er sökkva mönnunum niður í tortímingu og glötun.

Úrásavíkingarnir hafa með sinni græðgi og óráðsýju steypt saklausum borgurum í gímald kreppunnar, án þess þeir almennu borgarar hafi nokkuð geta gert til að forða því. Verðmætamat þeirra er brenglað. 

Jákvæðir straumar hafa komið frá fólki mitt í öllu þessu. Gleymum ekki hvert öðru, munum eftir þeim smáa, munum eftir hinu mannlega, munum eftir hinu góða sem samskipti gefa okkur dags daglega. Gefðu og þér mun verða gefið. 

Eigið góðan dag. 

 


Mikil ábyrgð hvílir á Írum.

Það er mikil ábyrgð sem hvílir á Írum. Það er nú samt mín von að þeir hafni sáttmálanum og meirihlutinn greiði atkvæði gegn honum.
mbl.is Staðfestu Lissabon-sáttmálann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki hægt að bjóða uppá þetta.

Það var algerlega vanhugsuð sú ákvörðun að nota ferjuna Baldur í siglingum milli lands og eyja meðan Herjólfur er í slipp. Ég hef verið að kenna á námskeiðum þar og hef af reynslu ekki vilja stóla á flugið og hef því siglt með Baldri til að vera viss um að komast. Nú stóð til að halda námskeið fljótlega en sem betur fer, hópsins vegna er dagsetningu námskeiðsins breytt og Herjólfur verður að öllum líkindum kominn aftur þegar að námskeiðinu verður. Þarna er sú leið sem stólað er á að bregðist ekki algerlega úr myndinni. Eins og fram kemur hjá bæjarstjóranum er veðurspáin næstu daga þess eðlis að miklar líkur eru á því að ferðir falli ítrekað niður á sama tíma og tvísýnt er um flug. Þetta er ekki fólki bjóðandi. Siglingaleiðin verður að vera eins trygg og hægt er.
mbl.is Vestmannaeyjar án sjósamgangna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Aftur á bak og áfram!

Ég hef það stundum á tilfinningunni að það sé sérgrein hins opinbera að finna upp hjólið aftur og aftur. Hér áður fyrr voru börn skoðuð á þessum aldri þ.e. um 2ja ára aldurinn og svo var það svokölluð fjögurra ára skoðun sem fól í sér nákvæma skoðun á hreyfiþroska, málþroska, heyrn og sjón og fleiru.  Hvað olli fyrri breytingum veit ég ekki, en ég veit ekki betur en að þetta hafi gengið mjög vel.
mbl.is Breytingar gerðar á smábarnaeftirliti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þurfum ekki á þessu að halda í kreppunni!

Skemmdarfýsn hjá fólki er farin að gana ansi langt. Þó fólk sé reitt og hafi á hornum sér lífið og tilveruna þá gengur það alltof langt að eyðileggja fyrir fyrirtækjum og einstaklingum. Það er ekki hlaupið að því að fá varahluti til landsins í þeim gjaldeyrishöftum sem nú ríkja og það er hart að hengja alltaf bakara fyrir smið eins og máltækið segir. Þetta er ekkert sniðugt! Ég hef heyrt af vinnuvélaeiganda sem það tók nokkrar vikur að fá varahlut í annars nokkuð nýlega vinnuvél. Á meðan töfðust verk og annað sem lá fyrir. Þetta er dýrt spaug!
mbl.is Miklar skemmdir unnar á vinnuvélum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Svartur blettur á íslensku þjóðfélagi.

Þau meðferðarheimili sem hafa verið rekin hér og nefnd í þessari frétt er svartur blettur á íslensku þjóðfélagi, þjóðfélagi sem hefur alltaf talið sig vera betra en önnur og tileinka sér alltaf það nýjasta. Það eru margir sem hafa farið illa út úr dvöl á slíkum stofnunum og einnig hafa gjörðir barnaverndarnefnda ekki verið til að hjálpa til. Það er mín von að dreginn verði lærdómur af þessu og að ALDREI það komi til að barn lendi í aðstæðum sem þessum. Við erum alltof fljót að loka augunum fyrir staðreyndum.

Í nútímaþjóðfélagi yppir fólk, því miður enn öxlum sem verður vitni af því ofbeldi sem einelti er. Ég hvet fólk til að sýna ábyrgð og láta vita er það verður vitni einhverju slíku.

Ég vil minna á það að samkvæmt reglugerð no. 1000 frá 2004 við lög no46. frá 1980 um að búnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum er kveðið á um ábyrgð atvinnurekenda í að uppræta og koma í veg fyrir einelti í fyrirtæki sínu. Ábyrgð starfsmanna að láta gera viðvart gruni þá um að einelti fari fram á vinnustaðnum. Í reglugerðinni er einnig refsiákvæði sé ekki farið eftir lögum. Í 6. grein reglugerðarinnar segir: Tilkynningaskylda starfsmanns. Starfsmaður sem hefur orðið fyrir eða hefur vitneskju um einelti á vinnustað skal upplýsa atvinnurekanda eða vinnuverndarfulltrúa vinnustaðarins um það. Skal starfsmaður vera reiðubúinn að skýra mál sitt nánar ef ástæða þykir. (Tilvitnun lýkur).  Einelti fellur undir Vinnueftirlitið og er hægt að nálgast eyðublöð til að leggja fram formlega kvörtun til Vinnueftirlitsins á vefsíðu þess. Sérstakur starfshópur hjá Vinnueftirlitinu tekur á eineltismálum. Einelti meðal fullorðinna á vinnustöðum er miklu algengara en fólk vill viðurkenna og er það sum staðar algjört "tabú", sérstaklega þegar gerandi er yfirmaður starfsmanns. Alltof oft gefst starfsmaðurinn upp og segir upp.  Þolandi á ekki að þurfa að flýja aðstæður. Samstarfsmenn verða að sýna meiri ábyrgð og stöðva ferlið. 

Hvet ykkur til að kynna ykkur þessa reglugerð og skoða vef Vinnueftirlitsins. 


mbl.is Svört skýrsla um vistheimili
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gefið ykkur meiri tíma og hafið lengra bil á milli!!!!!

Ég er ein af þeim sem sit í umferðarsultunni á morgnana. Það er óþolandi hvað fólk er gjörsamlega að tapa sér í stressi og er í rassgatinu á næsta bíl! Það eru daglega einhverjir pústrar og umferðaróhöpp sem auka enn á tafir. Það er ekki í lagi að vera allt upp undir 20 mínútur að aka frá mótum Suðurlandsvegar og Vesturlandsvegar fyrir neðan Hálsahverfið og niður í að  Faxafeni. Vaknið fyrr á morgnana, takið ykkur tíma, akið með fullri meðvitund og í jafnvægi, hafið lengra bil á milli bíla og gerið ráð fyrir töfum í ferðatíma og sýnið tillitssemi!!!!
mbl.is Sjö bíla árekstur á Miklubraut
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Höfundur

Sigurlaug B. Gröndal
Sigurlaug B. Gröndal

Hef einlægan áhuga á öllu sem snertir manneskjuna,lífið og tilveruna. Ég er verkefnastjóri hjá Mími-símenntun ehf. Er hamingjusamlega gift Rafni Gíslasyni, húsasmiði. Við eigum 4 börn og 7 barnabörn og einn hund. 

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ...palli
  • ...jol2008_030
  • ...jol2008_016
  • ...jol2008_012
  • Sumar2008 068

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband