Færsluflokkur: Bloggar

Þetta finnast mér nú bara góðar fréttir!

McDonalds hefur að mínu mati aldrei framleitt sérstaklega bragðgóðan skyndibita. Þegar þeir komu til landsins fannst mér spennandi að fara og smakka, en ég varð fyrir miklum vonbrigðum. Brauðið var bragðlaust og leit út eins og klippt út úr teiknimynd. Kjötið ekki gott og bragðgæti skyndibitans ekki góð og að auki fannst mér fráleitt að flytja inn hráefnið í þá, þar sem hráefni hér var mjög gott. Nú geta skyndibitaaðdáendur kannski glaðst yfir betri bragðgæðum og íslensku hráefni sem er mun betra en Amerískt hormónakjöt. Lifið heil!
mbl.is McDonald's hættir - Metro tekur við
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Við eigum ekki að þétta svona byggðina.......

Þessu hefur löngum verið haldið fram sem kemur fram í þessari frétt. Græn svæði, náttúran í sinni fegurstu mynd hefur góð áfhrif á allar manneskjur. Við þurfum ekki annað en að horfa til upprunans. Hvaðan komum við og hvert er okkar eðlilega umhverfi. Grá steynssteypa og ljót háhýsi um allt er ekki það umhverfi sem er til þess fallið að skapa jafnvægi. Slíkt umhverfi er kalt og ópersónulegt. Hér á landi skapar það einnig vindhraðla sem orsakar sterkar vindhviður. Tilbúið landslag!. Við íslendingar sem eigum svo mikið landsvæði, eigum ekki að þjappa byggðinni í háhýsa-steinkumbalda svæði hér í borg. Við eigum að láta náttúruna njóta sín og skapa okkur, okkar eigin stíl. Við erum með langa vetur, dimma og oft hryssinslega. Því geta græn svæði vegið upp á móti því. Mæli með fleiri grænum svæðum, færri háhýsi og mannlegra umhverfi.
mbl.is Græn svæði bæta geðgæði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sorglegt þegar ungt fólk í blóma fellur frá......en á myndabandinu má sjá..

Ég horfði á myndabandið sem fylgdi fréttinni. Á tónleikum 1999 þar sem Stephven Gately hélt sólótónleika má sjá Friðrik Karlsson leika á gítar á sviðinu undir laginu hans. Flott!
mbl.is Einn söngvaranna í Boyzone látinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvers lags bull er þetta eiginlega?

Annað hvort er blað fríblað fyrir alla eða áskriftarblað fyrir alla eða selt í lausasölu hjá öllum! Þetta á ekki eftir að ganga upp. Það mun ekki líða á löngu þar til blaðið verður lafarið komið í áskrift. Það hefur nú ekki einu sinni verið borið í hús hér í Ölfusi og svo megum við fara að borga fyrir áskrift. Þetta er hrópleg mismunun eftir búsetu og á ekki að eiga sér stað.
mbl.is Fréttablaðið selt úti á landi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Til hamingju, Gummi með verðlaunin!

Ég óska þér innilega til hamingju með verðlaunin, Gummi og ég hlakka til að lesa bókina þína.

Góðar barna og unglingabækur er gulli betri! Það var yndislegt þegar ég vann á leikskólanum hér áður fyrr að hrærast með börnunum í heimi barnabókmennta fullum ævintýrum og óvæntum uppákomum. Hér bætist ein við safnið. 


mbl.is Þvílík vika hlaut Íslenskubarnabókaverðlaunin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hart í ári hjá Írum, er þetta eitthvað sem við eigum von á í niðurskurðinum?

Já, það er greinilega hart í ári hjá Írum og þessi frétt ber vott um það. Ljóst er að við erum með niðurskurðarhnífana á lofti hjá þjónustufyrirtækjum hins opinbera, leikskólum, grunnskólum, framhaldsskólum og miklu fleiri. Það er hægt að spara á margan hátt og nýta hlutina betur, en er þetta eitthvað sem við eigum eftir að sjá? Vonandi ekki. Vonandi berum við gæfu til þess að þurfa ekki að skera svo hrikalega niður að við þyrftum að nesta nemendur upp aftur, skaffa salernispappír og fleira.
mbl.is Nemendur leggi skólanum til salernispappír
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þetta á við í dag

Ef þetta á ekki við í dag, þá veit ég ekki hvað. 

 

Morgunlestur:

Tím 6.6-12

Já, trúin samfara nægjusemi er mikill gróðavegur. Því að ekkert höfum við inn í heiminn flutt og ekki getum við heldur flutt neitt út þaðan.
Ef við höfum fæði og klæði þá látum okkur það nægja. En þeir sem ríkir vilja verða falla í freistni og lenda í snöru alls kyns óviturlegra og skaðlegra fýsna er sökkva mönnunum niður í tortímingu og glötun.

Úrásavíkingarnir hafa með sinni græðgi og óráðsýju steypt saklausum borgurum í gímald kreppunnar, án þess þeir almennu borgarar hafi nokkuð geta gert til að forða því. Verðmætamat þeirra er brenglað. 

Jákvæðir straumar hafa komið frá fólki mitt í öllu þessu. Gleymum ekki hvert öðru, munum eftir þeim smáa, munum eftir hinu mannlega, munum eftir hinu góða sem samskipti gefa okkur dags daglega. Gefðu og þér mun verða gefið. 

Eigið góðan dag. 

 


Mikil ábyrgð hvílir á Írum.

Það er mikil ábyrgð sem hvílir á Írum. Það er nú samt mín von að þeir hafni sáttmálanum og meirihlutinn greiði atkvæði gegn honum.
mbl.is Staðfestu Lissabon-sáttmálann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki hægt að bjóða uppá þetta.

Það var algerlega vanhugsuð sú ákvörðun að nota ferjuna Baldur í siglingum milli lands og eyja meðan Herjólfur er í slipp. Ég hef verið að kenna á námskeiðum þar og hef af reynslu ekki vilja stóla á flugið og hef því siglt með Baldri til að vera viss um að komast. Nú stóð til að halda námskeið fljótlega en sem betur fer, hópsins vegna er dagsetningu námskeiðsins breytt og Herjólfur verður að öllum líkindum kominn aftur þegar að námskeiðinu verður. Þarna er sú leið sem stólað er á að bregðist ekki algerlega úr myndinni. Eins og fram kemur hjá bæjarstjóranum er veðurspáin næstu daga þess eðlis að miklar líkur eru á því að ferðir falli ítrekað niður á sama tíma og tvísýnt er um flug. Þetta er ekki fólki bjóðandi. Siglingaleiðin verður að vera eins trygg og hægt er.
mbl.is Vestmannaeyjar án sjósamgangna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Aftur á bak og áfram!

Ég hef það stundum á tilfinningunni að það sé sérgrein hins opinbera að finna upp hjólið aftur og aftur. Hér áður fyrr voru börn skoðuð á þessum aldri þ.e. um 2ja ára aldurinn og svo var það svokölluð fjögurra ára skoðun sem fól í sér nákvæma skoðun á hreyfiþroska, málþroska, heyrn og sjón og fleiru.  Hvað olli fyrri breytingum veit ég ekki, en ég veit ekki betur en að þetta hafi gengið mjög vel.
mbl.is Breytingar gerðar á smábarnaeftirliti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Sigurlaug B. Gröndal
Sigurlaug B. Gröndal

Hef einlægan áhuga á öllu sem snertir manneskjuna,lífið og tilveruna. Ég er verkefnastjóri hjá Mími-símenntun ehf. Er hamingjusamlega gift Rafni Gíslasyni, húsasmiði. Við eigum 4 börn og 7 barnabörn og einn hund. 

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ...palli
  • ...jol2008_030
  • ...jol2008_016
  • ...jol2008_012
  • Sumar2008 068

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband