Færsluflokkur: Bloggar
17.2.2010 | 12:57
Ekki veitir af!
Það var tími til kominn að eftirlit væri haft með notkun stefnuljósa. Alltof margir sleppa því alfarið að nota stefnuljós. Enn aðrir gefa stefnuljós í beygju (er það til að tilkynna hinum að viðkomandi sé að beygja rétt í þessu).
Er þessu sértstaklega ábótavant í hringtorgum, eins og þau eru nú orðin algeng um allt höfuðborgarsvæðið.
Ég kalla eftir gömlu umferðarþáttunum hans Ómars Ragnarssonar þar sem umferðarreglur, notkun stefnuljósa, akstursstefnur og fleira var tekið til umfjöllunar. Það þyrfti að endurgera þessa þætti og með þá Ómar í fararbroddi.
Eftirlit með notkun stefnuljósa | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
30.1.2010 | 09:45
Við hverju búast menn?
Grundarblokkin getur valdið verðfalli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
4.1.2010 | 10:15
Gleðilegt ár - hvað ber nýtt ár í skauti sér?
Gleðilegt ár og takk fyrir gamla árið, kæru bloggvinir. Það hefur ekki farið mikið fyrir bloggi hjá mér síðustu mánuði. Það hefur verið frekar knappur tími til þess. Nú er þessu stormasama ári í þjóðfélaginu á enda og nýtt er hafið. Hvað það mun bera í skauti sér er alls óvitað.
Í mínum huga um hver áramót er hvert nýtt ár eins og óskrifað blað, "blað" sem gefur fyrirheit um betri tíma, tækifæri og ævintýri. Hvað kemur til með að standa á blaðinu í árslok er mikið undir okkur komið. Við höfum það í okkar höndum að nýta okkur tækifærin, tileinka okkur nýja þekkingu, njóta tímans með vinum og ættingjum og gera hverja stund að stund gleði og fyllingar í lífinu. Stundum tekst okkur þetta og stundum ekki. Við gleymum okkur oft í amstri hversdagsins og gleymum að vera til. Gleymum að gleðjast yfir því litla og njóta samvistanna. Hver stund er innlegg inn í framtíðina.
Hverju getum við stjórnað? Engu nema augnablikinu. Við breytum ekki fortíðinni, hún er farin og kemur ekki aftur. Við ráðum ekki framtíðinni. Hún er ókomin, en við getum lagt inn til framtíðarinnar með því sem við gerum og segjum í þessu augnabliki sem við höfum stjórn á.
Það er von mín að ástandið í þjóðfélaginu taki breytingum og fari að taka rétta stefnu á þessu ári sem nú er hafið.
Árið er enn óskrifað blað, gætum þess að eitthvað gott komist á blaðið, eitthvað vitrænt og gefandi, eitthvað sem markar spor inn í framtíðina. Vöndum "skriftina".
Góðar stundir.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.12.2009 | 09:03
Gott hjá þeim!
Neita að selja Fréttablaðið í Eyjum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.12.2009 | 11:29
Í friði og ró!
Vonandi fær geitargreyið að vera til friðs þessi jólin. Ég á svo erfitt með að skilja svona skemmdarverk á því sem er sett upp til að gleðja aðra, þó sérstaklega börn.
Innbrotin í Skálholtskirkju og í Sólheimakirkju um helgina er líka eitt af því sem ég er ósátt við. Stela prestshempu, til hvers? Auðvitað er verið að reyna að koma gripum í verð, en ég er hrædd um að fáir muni kaupa prestshempu. Vonandi komast þeir gripir sem teknir voru ófrjálsri hendi í leitirnar.
Jólageitin í Gävle sögð þola eldsprengjuárás | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
30.11.2009 | 10:06
Skammarleg aðför að réttindum nýbura!
Einhvern veginn hefur umræðan alltaf snúist um rétt foreldranna til fæðingarorlofs, sem er gott og gilt svo langt sem það nær. Hvað með rétt nýborinna barna til samvista við foreldra sína fyrstu mánuðina í lífi þeirra?
Áður en umræðan um skerðingu á fæðingarorlofi til feðra kom til umræðu var fyrir ákveðin mismunun á milli réttinda barnanna til samvista við foreldri fyrstu mánuðina. Barn sem átti foreldra sem annaðhvort voru í sambúð eða hjónabandi átti rétt á allt að 9 mánuðum í samvistum við foreldra sína meðan barn einstæðrar móður átti aðeins rétt á 6 mánuðum í samvistum við foreldri. Þurfti því fyrr að fara í daggæslu en ella.
Sú tillaga nú að skerða rétt einstæðra mæðra til fæðingarorlofs um 1 mánuð eða fresta töku 1 mánaðar er til háborinnar skammar. Þarna er að mínu mati gróflega gengið á rétt barnsins og sömuleiðis móðurinnar sem hefur mun meiri þörf á að taka þessa mánuði alla, þar sem litlar sem engar líkur eru á því að faðirinn komi til með að annast barnið eða nýta sinn rétt til fæðingarorlofs.
Ég hvet Félagsmálaráðuneytið að hverfa frá þessum hugmyndum. Þurfi að velja á milli tel ég betra að skerða rétt föðurins en einstæðra mæðra.
Mér finnst staðan hreinlega orðin þannig að það eigi að skera niður allsstaðar og verið sé að færa krónurnar úr hægri vasanum í vinstri þar sem þær gætu kannski komið sér betur. Er þetta samkvæmt tilskipun frá AGS (Alþjóða gjaldeyrissjóðnum) ? Er svo saumað að okkur að þeir sem minnst mega sín, yngstu þjóðfélagsþegnarnir, þurfi að líða skerðingu að þessu tagi? Þá er orðin verulega aum staða okkar Íslendinga hvað varðar velferð og mannréttindi.
Fæðingarorlof með því stysta á Norðurlöndum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
20.11.2009 | 22:02
Bandaríska heilbrigðiskerfið í hnotskurn!
Þetta er ekkert óalgengt í Bandaríkjunum að efnaminna fólk sem ekki hefur efni á sjúkratryggingum endi í gröfinni fyrir aldur fram eftir langar þjáningar. Vonandi tekst Obama að koma á almennu heilbrigðiskerfi sem allir njóta ekki bara þeir sem hafa efni á því.
Ég vona að við eigum aldrei eftir að sjá slíkt gerast hér.
Sat í átta mánuði í stól þar til hann dó | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
28.10.2009 | 13:40
Umhugsunarvert fyrir okkur íslendinga.
Vann of mikið og lést | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
28.10.2009 | 12:49
Flottur skóli og flott skólastýra!
Þessi skóli finnst mér alveg frábær. Ég held að þessi skóli sanni gildi sitt í nútíma þjóðfélagi. Hraðinn í nútíma þjóðfélagi hefur gert það að verkum að sumt af þekkingu og færni í að elda mat frá grunni, hanna og sauma föt frá grunni hafi glatast á síðustu árum hjá ákveðnum kynslóðum. Meira hefur verið keypt tilbúið og enginn tími til að gera sjálfur. Nú hefur dæmið snúist við og aldrei eins mikill áhugi að prjóna, sauma og vinna frá grunni eins og nú.
Mér finnst Margrét skólstýra flott kona, mikill kvenskörungur og glæsilegur fulltrúi íslenskra ofurhúsmæðra. Ég myndi vilja sjá hana í nýjum sjónvarpsþætti með alls kyns húsráð til kynningar, matseld og fleira sem kemur að notum við rekstur á heimilum.
Nútímahúsmæður læra til verka | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.10.2009 | 09:22
Kröfur lækkaðar og fagmennsku og þekkingu stungið undir stól?
Auglýst verður eftir fólki til að annast viðbragðsþjónustu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggvinir
- arh
- asthildurcesil
- austurlandaegill
- axelthor
- baenamaer
- baldurkr
- baldvinj
- barattan
- bene
- birnamjoll
- bitill
- bjarnihardar
- bjorgarna
- bokakaffid
- brim
- credo
- doggpals
- drifakristjans
- dullari
- ea
- esv
- fjola
- fullvalda
- gattin
- gudnim
- hafstein
- hector
- heg
- heimssyn
- hildurhelgas
- hjolagarpur
- hross
- ingibjorgstefans
- jensgud
- jonaa
- jonvalurjensson
- juliusvalsson
- kht
- kjarninn
- kokkurinn
- konukind
- krist
- larahanna
- leitandinn
- logos
- lucas
- malacai
- manzana
- oddgeire
- omarragnarsson
- overmaster
- palmig
- photo
- prakkarinn
- rafng
- ringarinn
- saedis
- siggagudna
- slartibartfast
- steinalind
- steingerdur
- thjodarheidur
- thorha
- torfusamtokin
- toshiki
- valgerdurhalldorsdottir
- vest1
- vglilja
- vilhelmina
- zeriaph
- thorhallurheimisson
Eldri færslur
- Apríl 2014
- September 2012
- Nóvember 2011
- Október 2011
- Febrúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Apríl 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar