Færsluflokkur: Bloggar

Kemur ekki á óvart

Þetta kemur ekki á óvart (sá eldra blogg). Eldra fólk vill eiga fyrir sinni útför og ef eitthvað kemur uppá. Neikvæðir vextir, fjármagnstekjur og skerðing á lífeyri er ekki til þess fallið að vera hvetjandi til sparnaðar á bankabókum. Ég tel að það þurfi að setja þurfi einhverskonar þak á inneignum, þannig að fólk fái óáreitt að eiga, þó ekki nema sé fyrir útförinni á bók! Mér finnst freklega vegið að eldri borgurum sem margir eru búnir að nurla saman einhverjum krónum á bók. Ég er ekki að tala um þá sem eiga fleiri, fleiri milljónir á bók eða jafnvel tugi, heldur þann hóp sem hefur verið að spara saman í gegnum árin til þess eins að eiga þennan varasjóð.
mbl.is Með peninga í bankahólfi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nú er nóg komið!!!!

Velferðarþjóðfélag, velferðarstjórn hvað!!!! Ég held að það megi alveg jarða þessa ríkisstjórn eins og hún leggur sig. Nóg er komið!! Enn skal sauma að barnafólki, öryrkjum, öldruðum og velferðarkerfinu. Ekki á að hækka bætur þótt allt annað hækki. Draga á úr starfsemi allra sjúkrahúsa á landsbyggðinni, sem þýðir ekkert annað en uppsagnir. Það er hrein skömm að þessu. Í mínum huga hefur merkingin að vera vinstri manneskja og að vera félagshyggjumanneskja fengið allt aðra meiningu með þessari ríkisstjórn. Velferðarkerfið er að hruni komið og fokið í flest skjól. Fólk bíður í biðröðum eftir mat til að þreyja fram í næstu viku eða vikur. Fólk er að missa húsnæði sitt. Bankar eru ekki viljugir að semja við hinn almenna borgara en á meðan horfa þeir á niðurfellingar skulda hjá efnaðri mönnum, útrásarvíkingum sem komu okkur á kaldan klakann. Það á enginn að vera hissa á viðbrögðum fólks við þingsetninguna í dag. Ég er í raun hissa að ekki skuli meira hafa gengið á. Fólk er komið með upp í kok! Það verður fróðlegt að vita hvernig næstu kjarasamningaviðræður ganga, en flest allir kjarasamningar eru lausir í nóvember. Hvað verður þá? Verður ekki bara ullað á verkafólk og hinn almenna launamann eins og endra nær. Aukin skattbyrgði, lækkun barnabóta og þá hrikalegi samdráttur sem framundan er, er ég ansi hrædd um að sé skv. tilskipunum eða "ráðleggingum" frá AGS. Ég hef grun að að það hreðjarak sem þessi stofnun hefur á efnahagskerfi þjóðarinnar verði til þess að það ríði okkar velferðarkerfi að fullu. Það er dýru verði keypt. Ég held að þessum ráðamönnum hafi verið nær að hlusta betur á orð Lilju Mósesdóttur og fleiri. Þessi ríkisstjórn hefur líka eitt óhemju tíma í ESB drauma, en þeir koma ekki til með að bjarga þessari þjóð á næstunni, hvað sem menn vilja halda fram.

Nú er mál að linni!!!!


Borgar sig fyrir eldri borgara að geyma spariféð sitt undir koddanum?

Þessi fyrirsögn þykir kannski galin, en þegar ég horfi upp á það hjá móður minni eftir opnun hins opinbera á bankainnistæðum landsmanna verða fyrir svo mikilli skerðingu á lífeyri að það er ekki nokkrum manni bjóðandi upp á það. Ég gæti skilið þetta ef hún væri einhver stóreigna manneskja, en svo er ekki. Hún á inn á bók aura sem nemur álíka upphæð og ca. 1 og 1/2 jarðarför. Þennan pening er hún búin að geyma, meðal annars til að getað haldið íbúðinni við, en hún hefur ekki verið máluð í 10 ár. Salernið hjá henni ónýtt og þarf að skipta því út. Þar sem hún er mikill sjúklingur, þyrfti að taka út baðkerið, sem reyndar er mjög gamalt og setja sturtu í staðinn. Nei, þessi gjörningur þýddi það að hún þarf að endurgreiða á þriðja hundrað þúsund í lífeyri og er nú gert að lifa á 81 þúsund krónum á mánuði. Fyrir þetta á hún að kaupa þau lyf sem hún þarf að nota, borga mat og annað viðurværi, greiða heimaþjónustuna (sem í hennar hverfi hefur verið til háborinnar skammar), viðhalda íbúðinni sem og annað sem þarf að greiða. Allsstaðar er gengið á rétt þeirra sem minnst mega sín. Þetta er til háborinnar skammar. Móðir mín er ein af þeim  einstaklingum sem þeger eru búnir að leggja til þjóðarbúsins með sinni vinnu í gegnum lífið. Hún býr nú ekki í stóru húsnæði hún móðir mín, aðeins lítilli tveggja herbergja íbúð í Breiðholti svo ekki er ég heldur að tala um eignir uppá tugi milljóna í fasteignum. Það er nú þannig að fólk vill helst eiga fyrir sinni eigin jarðarför og hefur það verið í okkur landanum alla tíð. En þarna er hreinlega verið að eyðileggja þá fyrirhyggju sem fólk hefur í þeim efnum. Á endalaust að niðurlægja aldraða og öryrkja? Ég bara spyr!!


Þetta lítur ekki vel út.

Nú þegar hefur Landeyjahöfn lokast og vetrarlægðirnar ekki farnar að sýna sig. Ég er ansi hrædd um að menn hafi ekki alveg gert sér grein fyrir því hversu gríðarleg hreyfing er þarna á sandinum. Það þarf ansi lítið til, til að höfnin lokist. Annaðhvort er þarna um verulegan hönnunargalla að ræða eða menn hafi alveg lokað augunum fyrir þeirri hættu sem stafar af hreyfingu sandsins við ströndina. Gamlir sjómenn í Vestmannaeyjum voru búnir að vara við þessu. Verður Landeyjahöfn sumarhöfn og Þorlákshöfn vetrarhöfn. Mun þurfa að halda úti tveim höfnum? Verður sanddæluskip að vera alltaf til taks í Landeyjahöfn með tilheyrandi kostnaði? Verða meiri fjármunir setti í höfnina til að lagfæra hana eða verður þetta eilífðarverkefni að dýpka höfnina? Allavega er niðurstaðan sú að Vestamannaeyingar geta enn síður stólað á samgöngur núna en áður. Það var þó hægt að stóla á ferðir Herjólfs milli Eyja og Þorlákshafnar áður en Landeyjarhöfn var tekin í notkun, en ekki núna. Hann siglir hingað til Þorlákshafnar einhverja næstu daga og hvað svo? Flugið er stopult sem áður. Þetta er vont mál. Kannski hefði verið ódýrara að festa kaup á hraðskreiðara skipi og málið leyst.
mbl.is „Verra en við bjuggumst við“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað með revíurnar?

Það er kannski runninn upp tími revíunnar á ný? Þær voru spaugstofa þess tíma og fyrir sjónvarp fengu revíur mikið áhorf á leiksviði og höfðu mikið skemmtanagildi. Það skyldi þó aldrei vera að við fengjum að bera augum einhverja slíka? Vonandi!
mbl.is Spaugstofan lifir áfram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þetta var vitað !

Þetta var vitað að endnalegar undanþágur eru engar. Það er aðeins um að ræða tímabundna aðlögunarsamninga. Þetta hafa Svíar reynslu af. Allt tal  um undanþágur vegna stöðu okkar var umræða sem var á villigötum. Þeir sem eru á móti inngöngu Íslands inn í ESB hafa verið að benda á þetta aftur og aftur og alltaf blásið á það . Þetta er staðreynd sem verður ekki komist hjá að horfa á og taka alvarlega.
mbl.is Engar varanlegar undanþágur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lofsamlegt framtak!!!

Þetta er frábært hugmynd hjá þessu unga og hressa fimleikafólki. Ég hvet alla til að leggja hönd á plóginn og taka þátt í söfnuninni. Gangi ykkur vel!!!
mbl.is Ganga á höndum niður Laugaveginn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Erfiðir tímar - hvaða lausnir eru í stöðunni?

Þetta er skelfilega staða sem bændur undir Eyjafjöllum eru í. Nú er sauðburður að komast á hámark og ekkert skjól fyrir þetta ungviði. Sauðfjárveikivarnarmörk stöðva flutning á milli hólfa. Er ekki hægt að koma upp einföldum stálgrindarhúsum sem skella má upp með litlum tilkostnaði, Bjargráðasjóður leggur til fjármagn, iðnaðarmenn eru margir á lausu. Koma þeim upp á afmörkuðum stöðum, þrátt fyrir varnir og koma þeim fyrst og fremst í skjól og á ómengað land. Það þarf að hugsa hratt og framkvæma hratt. Ég vona svo sannarlega að allir leggist á eitt að finna lausnir og hjálpast að til að milda það áfall sem bændur hafa orðið fyrir.
mbl.is Vandi á sauðburði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Skeringar" bíðum við-hvað þýðir það?

Því miður verð ég að segja það að þessi frásögn á vefnum "öskraði" á mig. Ég átti mjög erfitt með að átta mig á því um hvað var verið að ræða. Ég hef aldrei heyrt svona málnotkun fyrr. Eftir lestur á fréttinni skyldist mér að um væri að ræða gerð "skurða" eða verið væri að gera skörð  á Eyrarhlíð til að koma þar fyrir háspennustreng meðfram veginum, sem síðan munu nýtast sem fyrirtaks göngustígar. Ef einhver er mér fróðari um þetta orð "skeringar" þá endilega að gera athugasemd. Hef hins vegar grun um að þetta sé algjör ambaga í íslensku máli.
mbl.is Skeringar hafnar í Eyrarhlíð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kemur ekki á óvart.

Þetta kemur í raun ekki á óvart. Fjarðarkaup er eitt þeirra fáu fyrirtækja sem hafa verið vel rekin frá upphafi þess, þegar það var í litlu húsnæði á Trönuhrauni. Þetta fyrirtæki hefur ekki verið rekið á yfirdrátt eða krít í gegnum áratugina. Þarna er hópur starfsfólks sem hefur lengi starfað þar og  ég held að mér sé óhætt að segja að þar hafi margur starfskrafturinn í verslun sem þessari lengri starfsaldur en gengur og gerist. Þarna er alltaf gaman að koma og versla, gott andrúmsloft, nægt rými, góð þjónusta og stöðugleiki sem er fáséður í dag. Þess má geta að foreldrar mínir hófu að versla við fyrirtækið þegar við fluttum í Fjörðinn 1975. Síðan þá hef ég búið í Reykjavík og nú í Þorlákshöfn og enn geri ég mér ferð örðu hvoru í Fjarðarkaup. Lengi lifi Fjarðarkaup!!!
mbl.is Fjarðarkaup með hæstu einkunnina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Sigurlaug B. Gröndal
Sigurlaug B. Gröndal

Hef einlægan áhuga á öllu sem snertir manneskjuna,lífið og tilveruna. Ég er verkefnastjóri hjá Mími-símenntun ehf. Er hamingjusamlega gift Rafni Gíslasyni, húsasmiði. Við eigum 4 börn og 7 barnabörn og einn hund. 

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ...palli
  • ...jol2008_030
  • ...jol2008_016
  • ...jol2008_012
  • Sumar2008 068

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband