17.8.2007 | 11:53
Tilgangslausar aðgerðir
Ég fæ ekki séð hvernig það myndi bæta ástandið að banna lausasölu á köldum bjór í Vínbúðinni í Austurstræti eins og fram kemur m.a. í viðtali við Vilhjálm á visi.is , hvað þá að loka henni. Agaleysi íslendinga og siðleysi þeirra ásamt máttleysi yfirvalda að halda uppi þeim lögum og reglum sem í gildi eru, eru megin orsökin fyrir ástandinu að mínu mati. Það kemur svo víða fram hvað íslendingar eru duglegir að brjóta lög og reglur og liggur við að maður kalli það þjóðaríþrótt landans. Á ferðum mínum í Englandi og Skotlandi eru skilti er kveða á um 500 punda sekt ( sem eru ríflega 68 þúsund ísl. krónur) ef einstaklingur er staðinn að því að drekka áfengi á almannafæri. Ég sá hvergi ofurölvi fólk með bjórflöskur í hendi, stútandi þeim hvar sem tækifæri fékkst. Ekki var heldur verið að abbast uppá fólk vinna vinnuna sína við þjónustu og afgreiðslu á veitingahúsum eða börum. Ég hef einnig verið á Ólafsvöku í Þórshöfn í Færeyjum og ekki sá ég þá ruddamennsku þar sem viðgengst hér. Ég held að eitthvað þurfi að gera í agamálum hér, bæta siðferðisvitund íslendinga og sjá til þess að viðurlög séu við broti á lögum og reglum. Hið opinbera verður að standa sig betur í þeim efnum. Þetta á ekki bara við um þetta tiltekna tilfelli heldur svo mörg önnur í okkar samfélagi.
Vill vínbúðina burt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggvinir
- arh
- asthildurcesil
- austurlandaegill
- axelthor
- baenamaer
- baldurkr
- baldvinj
- barattan
- bene
- birnamjoll
- bitill
- bjarnihardar
- bjorgarna
- bokakaffid
- brim
- credo
- doggpals
- drifakristjans
- dullari
- ea
- esv
- fjola
- fullvalda
- gattin
- gudnim
- hafstein
- hector
- heg
- heimssyn
- hildurhelgas
- hjolagarpur
- hross
- ingibjorgstefans
- jensgud
- jonaa
- jonvalurjensson
- juliusvalsson
- kht
- kjarninn
- kokkurinn
- konukind
- krist
- larahanna
- leitandinn
- logos
- lucas
- malacai
- manzana
- oddgeire
- omarragnarsson
- overmaster
- palmig
- photo
- prakkarinn
- rafng
- ringarinn
- saedis
- siggagudna
- slartibartfast
- steinalind
- steingerdur
- thjodarheidur
- thorha
- torfusamtokin
- toshiki
- valgerdurhalldorsdottir
- vest1
- vglilja
- vilhelmina
- zeriaph
- thorhallurheimisson
Eldri færslur
- Apríl 2014
- September 2012
- Nóvember 2011
- Október 2011
- Febrúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Apríl 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það er erfitt að halda í agann þegar normið er orðið að brjóta allar reglur, þetta er á skelfilegri niðurleið og ekki lýst mér á að takist að laga til í borginni, ætla samt ekki að útiloka neitt ef menn taka sig hraustlega á.
Ásdís Sigurðardóttir, 17.8.2007 kl. 12:05
Hér er líka samþykkt og jafnvel sósíalt norm að drekka frá sér vit og rænu þegar lyft er glasi. Það þykir eiginlega eðlilegra en hitt.
Steingerður Steinarsdóttir, 17.8.2007 kl. 16:16
Já þetta er frumleg hugmynd hjá borgarstjóra!
Valgerður Halldórsdóttir, 19.8.2007 kl. 23:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.