5.10.2007 | 22:04
Það munaði engu........!
Já, það munaði engu að það yrði stórslys þegar við hjónin vorum á leið okkar frá vinnu í dag. Við vorum að aka leið okkur á átt að Sandskeiði í þessari ausandi rigningum og slæmu skyggni sem var í kvöld um sjö-leytið þegar bifreið er ekið á miklum hraða fram úr okkur og fram úr stórum flutningabíl sem ók á undan okkur. Þess má geta að umferðarhraðinn var almennt um 96 km/klst. Bílnum er ekið beint á móti bifreið úr gagnstæðri átt sem varð að víkja í hvelli út af veginum, hinn rétt náði að smeygja sér fram fyrir flutningabílinn og bíllinn sem kom á eftir þeim sem vék út í kantinn gaf blikkandi ljósmerki á móti. Það munaði svo sáralitlu að þessi bíll færi beint framan á bílinn úr gagnstæðri átt. Hvernig dettur mönnum í hug að fara fram úr við þessi skilyrði sem þarna voru? Umferðarhraðinn var mjög góður og jafn hjá öllum ökumönnum, nema þessum! Ef menn eru að stunda slíkar kúnstir í umferðinni til að græða fáeinar mínútur eru þeir snarbrjálaðir!! Þeir hafa ekkert leyfi til að stofna sjálfum sér eða öðrum ökumönnum í lífshættu eins og þarna var gert. Ég hvet eindregið alla ökumenn að láta vera að taka svona brjálæðislega sénsa og aka eins og menn. Lifið heil!
Bloggvinir
-
arh
-
asthildurcesil
-
austurlandaegill
-
axelthor
-
baenamaer
-
baldurkr
-
baldvinj
-
barattan
-
bene
-
birnamjoll
-
bitill
-
bjarnihardar
-
bjorgarna
-
bokakaffid
-
brim
-
credo
-
doggpals
-
drifakristjans
-
dullari
-
ea
-
esv
-
fjola
-
fullvalda
-
gattin
-
gudnim
-
hafstein
-
hector
-
heg
-
heimssyn
-
hildurhelgas
-
hjolagarpur
-
hross
-
ingibjorgstefans
-
jensgud
-
jonaa
-
jonvalurjensson
-
juliusvalsson
-
kht
-
kjarninn
-
kokkurinn
-
konukind
-
krist
-
larahanna
-
leitandinn
-
logos
-
lucas
-
malacai
-
manzana
-
oddgeire
-
omarragnarsson
-
overmaster
-
palmig
-
photo
-
prakkarinn
-
rafng
-
ringarinn
-
saedis
-
siggagudna
-
slartibartfast
-
steinalind
-
steingerdur
-
thjodarheidur
-
thorha
-
torfusamtokin
-
toshiki
-
valgerdurhalldorsdottir
-
vest1
-
vglilja
-
vilhelmina
-
zeriaph
-
thorhallurheimisson
Eldri færslur
- Apríl 2014
- September 2012
- Nóvember 2011
- Október 2011
- Febrúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Apríl 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.4.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
tek undir með þér, hryllilegt hvernig einn og einn getur stofnað lífi fjölda manna í hættu.
Hallgrímur Óli Helgason, 5.10.2007 kl. 22:08
Því miður erum við ekki alveg laus við helv. glannana ennþá. Svo er málið að þeir græða ekkert, halda það bara.
Ásdís Sigurðardóttir, 5.10.2007 kl. 22:31
Silla mín þetta er orðið daglegt brauð, allir orðið svo illilega uppteknir af sínum ÞÖRFUM skítt með afleiðingar, ekki þeirra að hugsa um þær. Bölvuð efnishyggjugræðgin sem og hraðinn á öllu í samfélaginu, engin virðist vilja lifa lífinu LIFANDI.
Eiríkur Harðarson, 5.10.2007 kl. 23:02
Það er alveg rétt Eiríkur minn, það er bara verst þegar aðrir fara að blæða fyrir hraðann og vitleysuna í öðrum. Það væru margir enn hér meðal vor og margir heilir ef menn hefðu farið sér hægar í sakirnar. Þetta er alltof dýr "skemmtanaskattur".
Sigurlaug B. Gröndal, 5.10.2007 kl. 23:27
Já þetta er of dýr fórn fyrir mögulega 2ja mínútna styttri ferðatíma
Ragnheiður , 6.10.2007 kl. 16:18
Sammála ykkur. Ég skil ekki þá sem aka svona. Skil ekki heldur þennan sem ég sá á þessu sama svæði í síðustu viku og í svipuðum aðstæðum, bruna framúr allri röðinni (ég var á akkúrat 90). Ekki bara að það væri hættulegt vegna rigningar og slæms skyggnis, bíllinn sem var pallbíll, var með lausan hund standandi á pallinum!!
Björg Árnadóttir, 7.10.2007 kl. 21:12
Já, því miður sér maður oft svona stórhættulega ökumenn á ferli í umferðinni.
Steingerður Steinarsdóttir, 8.10.2007 kl. 10:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.