Jólin sprengd upp......

Jepp, nú er þessum jólum lokið og er verið að sprengja þau "upp" ef svo má að orði komast. Jólahátíðin er formlega leyst upp með tertusprengingum og rakettulátum hundinum mínum til mikillar armæðu. Hún liggur skjálfandi við fætur mér og veit ekki sitt rjúkandi ráð (var reyndar að enda við að gefa henni róandi töflu sem ég fékk hjá dýralækninum). Þetta er versti árstíminn í hennar lífi, áramótin og þrettándinn. Nú eru menn að taka út það sem ekki var hægt að skjóta upp á  gamlárskvöld sökum veðurs. Hún hefur til að mynda ekki þorað út að pissa síðan kl. 11:00 í morgun og ekki séns að fá hana út að pissa eins og er, en sprengt hefur verið með reglulegu millibili síðan þá.  Nú hefst niðurpökkun á jólaskrautinu og það bíður næsta árs. Einkennilegt hvað sá tími sem jólin standa yfir er afstæður. Þetta er 1 vika eða svo en er eigi að síður svo langur tími. Það er óskaplega gaman að skreyta en í seinni tíð finnst mér ég rétt vera nýbúin að setja það upp þegar tími er kominn til að pakka því niður aftur, hefur þetta ekki eitthvað með aldurinn að gera?. Jólin er yndislegur tími og alltof fljót að líða.  Nú er önnin að hefjast hjá okkur og fer kennslan á fullt í næstu viku. Hef setið hér við námsgagnagerð og tók mér smápásu til að skutla inn nýrri færslu.  Stór dagur verður hjá frumburðinum á laugardaginn næstkomandi en þá verður hann þrítugur! Vá, hvað tíminn flýgurWink .  Það verður auðvitað haldið upp á afmælið með pompi og prakt Wizard  . Jæja, læt þetta duga í bili. Best að halda áfram. Lifið heil.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eiríkur Harðarson

Já þetta er virkilega mikill kvalatími fyrir FLEST gæludýr, jafnvel líka húsdýr s. s. hesta. Þó er ég alveg sömu skoðunar og þú varðandi jólahátíðina eftir því sem árin færast yfir, þá verður spenningurinn minni ekki jafn mikil tilhlökkun eftir gjöfum. Spenntastur er ég eftir MATNUM, þá vil ég óska þér innilega til hamingju með að eiga svona GAMLAN FRUMBURÐ þú sem ert varla nokkuð eldri en ég.

Eiríkur Harðarson, 6.1.2008 kl. 20:17

2 Smámynd: Sigurlaug B. Gröndal

Þakka þér fyrir Eiríkur minn. Ég byrjaði snemma og hætti snemma. Sá yngsti verður 24 ára í mars! Þú veist líka hvernig þetta er, við eldumst ekki neitt, bara allir aðrir, ekki satt? 

Sigurlaug B. Gröndal, 6.1.2008 kl. 20:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sigurlaug B. Gröndal
Sigurlaug B. Gröndal

Hef einlægan áhuga á öllu sem snertir manneskjuna,lífið og tilveruna. Ég er verkefnastjóri hjá Mími-símenntun ehf. Er hamingjusamlega gift Rafni Gíslasyni, húsasmiði. Við eigum 4 börn og 7 barnabörn og einn hund. 

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ...palli
  • ...jol2008_030
  • ...jol2008_016
  • ...jol2008_012
  • Sumar2008 068

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband