8.1.2008 | 17:44
Stóru hryllingsbúðirnar
Ég verð seint talin vera búðarápari því það er eitt af því leiðinlegasta sem ég geri er að fara í búðir, einkum stórar búðir, sem ég kalla "hryllingsbúðir". Hvað á ég við með því? Jú, þessi gímöld sem þú neyðist til að rápa fleiri tugi eða hundruð metra til að ná í einn hlut og þær keyra þreytt starsfólk, alltof fátt til að kreista krónurnar úr landanum, alla daga vikunnar. Fá hann til að kaupa meira. Ein af þessum verslunum er IKEA. Ég hef bara enga löngun til að fara í þá verslun eftir að hún flutti og stækkaði. Nýja Hagkaupsverslunin í Holtagörðum er ein þessara verslana. Kýs frekar að fara í Skeifuna eða í versta falli Kringluna. Svo er það Toys"R"Us. Landinn tapaði sér þegar hún opnaði. Heilagt leikfangastríð hófst milli verslana fyrir jólin. Ég hafði ekki lyst á að fara þangað, þar sem þessi verslanakeðja hefur haft það orð á sér að stunda það að brjóta á launþegum víða um lönd þar sem hún starfar. Setur leiðinlegan stimpil á hana og svo stendur Leikbær alltaf fyrir sínu. Maður fer að sakna sárlega kaupmannsins á horninu. Lifið heil.
Bloggvinir
- arh
- asthildurcesil
- austurlandaegill
- axelthor
- baenamaer
- baldurkr
- baldvinj
- barattan
- bene
- birnamjoll
- bitill
- bjarnihardar
- bjorgarna
- bokakaffid
- brim
- credo
- doggpals
- drifakristjans
- dullari
- ea
- esv
- fjola
- fullvalda
- gattin
- gudnim
- hafstein
- hector
- heg
- heimssyn
- hildurhelgas
- hjolagarpur
- hross
- ingibjorgstefans
- jensgud
- jonaa
- jonvalurjensson
- juliusvalsson
- kht
- kjarninn
- kokkurinn
- konukind
- krist
- larahanna
- leitandinn
- logos
- lucas
- malacai
- manzana
- oddgeire
- omarragnarsson
- overmaster
- palmig
- photo
- prakkarinn
- rafng
- ringarinn
- saedis
- siggagudna
- slartibartfast
- steinalind
- steingerdur
- thjodarheidur
- thorha
- torfusamtokin
- toshiki
- valgerdurhalldorsdottir
- vest1
- vglilja
- vilhelmina
- zeriaph
- thorhallurheimisson
Eldri færslur
- Apríl 2014
- September 2012
- Nóvember 2011
- Október 2011
- Febrúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Apríl 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Heyr heyr Silla mín þú greinilega hefur fínar skoðanir, þó ÞÚ búir vitlausu megin við fljótið.
Eiríkur Harðarson, 9.1.2008 kl. 02:53
Innilega sammála Silla. Ég veit ekkert leiðinlegra en að þvælast um í búðum. Verst að maður neyðist öðru hvoru í þær til að ná í helstu nauðsynjar. En þá styrkist maður alltaf enn meir í andúð sinni á þeim. Það er t.d. stórmál að uppgötva á kassanum að maður gleymdi smjörinu, mjólkinni eða einhverju álíka. Ekki séns að stökkva eftir því. Kaupmaðurinn á horninu stóð alltaf fyrir sínu.
Já, og gleðilegt ár Silla mín, vona að þú og þínir eigið gott ár framundan.
Björg Árnadóttir, 9.1.2008 kl. 20:21
Sammála. Mér finnst með ólíkindum hvað æsingurinn í kringum svona verslanir getur orðið mikill. Minni bara á þegar Elkó opnaði og Max. Er það alveg ótakmarkað sem fólk getur bætt við sig af rafmagnstækjum? Sumir virðast líka eyða helgunum í stórmörkuðum og finnast það gaman. Það finnst mér sorglegt.
Steingerður Steinarsdóttir, 14.1.2008 kl. 09:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.