16.1.2008 | 23:30
Á flandri um landið og villtist!
Í vikunni sem leið var ég stödd á Egilsstöðum, þar sem ég átti að kenna á námskeiði að Kirkjumiðstöðinni inni að Eiðum. Ekki hef ég áður verið þar á ferð um hávetur. Þennan fimmtudagsmorgunn átti ég að vera mætt til kennslu kl. 9:00. Ég hugðist aka sem leið lá í gegnum bæinn áleiðis að afleggjaranum til Seyðisfjarðar og þaðan inn að Eiðum. Úti var dimmt, ísþoka um allt og snjómugga. Ég var á bílaleigubíl sem ég þekkti ekki og ók því mjög varlega í fljúgandi hálkunni. Nú var ég komin ofan byggðar en lenti í lokaðri götu og fann ekki rétta leið. Náði ég að stöðva þar einn ágætis bílstjóra á vöruflutningabíl og bað hann að segja mér til vegar inn að Eiðum. Jú, jú, ekki málið. Farðu að næstu gatnamótum til hægri og svo áfram, þá kemurðu að stórum "T" gatnamótum og þá ferðu til vinstri. Ég gegni því og ek af stað. Jú, þarna voru gatnamótin hin fyrstu, svo komu stóru "T" gatnamótin og ég beygði til vinstri. Ég ók sem leið lá í ísþokunni og myrkrinu. Áfram ók ég og enn jókst snjókoma og færðin þyngdist. Leiðin lá aðeins upp í móti. Ekki leist mér orðið á blikuna. Ég var búin að aka (reyndar mjög varlega) í um það bil 20 mínútur þegar ég sé glitta í vegamót og á skilti stóð "Mjóifjörður". Neeeii, þetta gat nú ekki verið. Ég hélt aðeins áfram, kom að björgunarskýli. Nei nú er ég á kolrangri leið. Ég ók áfram til að finna hentugan stað til að snúa við. Það tók dálítinn tíma, þar sem snjór var á vegi, hálka, ísþoka og snjómugga. Betra að vera á öruggum stað. Ég sneri við og ók til baka. Þegar ég kom að fyrrnefndum "T" gatnamótum var skilti sem benti í áttina sem ég var að koma úr, þar stóð "Reyðafjörður!!!! Ég hafði verið komin langleiðina til Reyðarfjarðar. -Til hægri var skilti og á því stóð "Seyðisfjörður",þaðan hafði ég komið og blessaði bílstjórinn eitthvað misskilið þetta. Ég branaði því í hasti áfram veginn og komst loksins klakklaust að Kirkjumiðstöðinni að Eiðum, en var næstum 1/2 klst. of sein. Þetta var samt eitt skemmtilegasta námskeið sem ég hef kennt á, frábær hópur og Héraðsbúar höfðingjar heim að sækja. Kristjana í eldhúsinu fór á kostum í matargerð fyrir mannskapinn og Sr. Jóhanna tók vel á móti okkur. Kærar kveðjur austur!
Bloggvinir
- arh
- asthildurcesil
- austurlandaegill
- axelthor
- baenamaer
- baldurkr
- baldvinj
- barattan
- bene
- birnamjoll
- bitill
- bjarnihardar
- bjorgarna
- bokakaffid
- brim
- credo
- doggpals
- drifakristjans
- dullari
- ea
- esv
- fjola
- fullvalda
- gattin
- gudnim
- hafstein
- hector
- heg
- heimssyn
- hildurhelgas
- hjolagarpur
- hross
- ingibjorgstefans
- jensgud
- jonaa
- jonvalurjensson
- juliusvalsson
- kht
- kjarninn
- kokkurinn
- konukind
- krist
- larahanna
- leitandinn
- logos
- lucas
- malacai
- manzana
- oddgeire
- omarragnarsson
- overmaster
- palmig
- photo
- prakkarinn
- rafng
- ringarinn
- saedis
- siggagudna
- slartibartfast
- steinalind
- steingerdur
- thjodarheidur
- thorha
- torfusamtokin
- toshiki
- valgerdurhalldorsdottir
- vest1
- vglilja
- vilhelmina
- zeriaph
- thorhallurheimisson
Eldri færslur
- Apríl 2014
- September 2012
- Nóvember 2011
- Október 2011
- Febrúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Apríl 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Vörubílstjórinn hefur greinilega verið jafn áttavilltur og þú. Annars var nú mjög gott að þetta blessaðist allt að lokum, líka að fyrirlesturinn var svona fínn.
Eiríkur Harðarson, 16.1.2008 kl. 23:42
Þetta var merkileg reynsla. Mórallinn í þessari sögu er að maður á aldrei að spyrja karlmenn til vegar.
Steingerður Steinarsdóttir, 17.1.2008 kl. 10:16
hehehehe... ég held að þetta tengist austurlandi sérstaklega. Ég ætlaði nefnilega einu sinni í skottúr frá Egilsstöðum til Vopnafjarðar og tókst það..... með viðkomu á Borgarfirði Eystra!! Ég var reyndar búin að átta mig á að ég væri á rangri leið áður en ég kom þangað en ákvað að fyrst ég væri komin svona langt í tómri vitleysu að þá væri lágmark að skoða þann fallega stað. Skemmtilegur skreppur en mun lengri en til stóð!
Gott að þetta gekk upp hjá þér.
Björg Árnadóttir, 17.1.2008 kl. 23:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.