Að færa

Já, við vorum að færa björg í bókstaflegri merkingu í búið. Sótt voru þessi þrjú myndarlegu björg niður á brimgarð og sett á lóðina hjá okkur á fimmtudagskvöldið. Þessir hnullungar eru alveg rosalega flottir. Þeir eru allir með eins konar syllu sem hægt er í raun að hafa sem sæti. En á þessar syllur verða sett ýmist blóm eða annað til skrauts. Ætlunin er svo að setja mitt á milli þeirra þriggja, fánstöng, svona þegar efnahagurinn leyfir slík kaup, en eitt slíkt stykki kostar bara "aðeins" 50 þúsund! Bíður betri tíma.

Steinarnir í garðinum 002 Svona líta þeir út! Ætlunin er svo að stinga upp torfið á milli þeirra og setja fjölæran gróður, blóm og runna til skrauts. Við erum að bæta við og kasta fram og til baka hugmyndum. Við hjónin erum bæði veik fyrir álfum, styttum, tjörnum og ýmsu smálegu til að setja í garðinn.  Við verðum oft að halda að okkur höndum þegar við komum í verslanir eins og , Garðheima, Blómaval og fleiri slíkar búðir. Við myndum helst vilja bara fylla bílinn og meira til af öllu mögulegu sem þar fæst til að skreyta og skipuleggja garða með.  En allt hefur sinn tíma og þetta verður að koma smátt og smátt. 

 

Hið íslenska "Stonehenge"! He, heGrin


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Valgerður G.

Frábært, þá veit ég hvað ég að gefa þér í afmælisgjöf!

Valgerður G., 18.5.2008 kl. 23:35

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Aldeilis flott grjót Sigurlaug mín, en það er alveg óþarfi að stinga torfið upp, ef þú úðar yfir það með Round up, drepurðu grasið, og getur stungið beðið upp eftir svona 3 vikur.  Þá nýtist grasrótin í að bæta moldina.  Og þú þarf minni mold í beðið.  Þetta verður rosalega flott hjá þér.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 19.5.2008 kl. 00:15

3 Smámynd: Ragnheiður

Flott grjót !

Ragnheiður , 19.5.2008 kl. 01:01

4 Smámynd: Sigurlaug B. Gröndal

Takk fyrir góð ráð, Ásthildur mín. Maður kemur ekki að tómum kofanum hjá þér! Við vorum farin að horfa á þetta með hryllingi að stinga allt heila gilleballið upp.

Búbban mín, ég bíð spennt!

Takk, Ragga mín, já það eru margir rosalega flottir hnullungar og björgin sem hægt er að fá hérna.

Sigurlaug B. Gröndal, 19.5.2008 kl. 08:51

5 Smámynd: Steingerður Steinarsdóttir

Vá, flott. Mér finnst svona skraut í görðum frábært en skil vel þá sem kjósa að frelsa garðdverga.

Steingerður Steinarsdóttir, 19.5.2008 kl. 16:55

6 Smámynd: Björg Árnadóttir

Roundup er ógeðslega dýrt og selt í rosalega stórum skömmtum. Endilega reyndu að finna einhvern sem á brúsa og fáðu að samnýta! Björgin eru svaka flott og gefa tilefni til geysiflottra pælinga með framtíðina í garðinum. Til hamingju með framkvæmdirnar!

Er annars nokkuð komið gat í varnargarðinn í Þorlákshöfn???

Björg Árnadóttir, 19.5.2008 kl. 23:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sigurlaug B. Gröndal
Sigurlaug B. Gröndal

Hef einlægan áhuga á öllu sem snertir manneskjuna,lífið og tilveruna. Ég er verkefnastjóri hjá Mími-símenntun ehf. Er hamingjusamlega gift Rafni Gíslasyni, húsasmiði. Við eigum 4 börn og 7 barnabörn og einn hund. 

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ...palli
  • ...jol2008_030
  • ...jol2008_016
  • ...jol2008_012
  • Sumar2008 068

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband