Lúxushelgi framundan!

Já, það verður lúxushelgi hjá okkur systrum um helgina. Það verður systrahelgi í Borgarfirðinum hjá einni systur minni. Við ætlum systurnar að eyða saman helginni í spjall, listmálun, hlusta á góða tónlist, borða góðan mat, liggja í heita pottinum, fara í gönguferðir og "dingla" okkur um helgina. Ég hlakka mikið til. Það verður lagt í hann síðdegis á morgun og vonandi leikur veðrið við okkur, það væri ekki verra. Nenni ekki að blogga meira í bili. Sendi eitthvað inn eftir helgi. Ég má bara ekki vera að því að blogga þessa dagana. See you later!Wink

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eiríkur Harðarson

Góða helgi.

Eiríkur Harðarson, 12.6.2008 kl. 23:32

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Vá en frábært Sigurlaug mín, við systir mín vorum einmitt að ræða það hér áðan í eldhúsinu mínu að við þyrftum að fara í svona systraferð inn í Reykjanes í vetur.  Þá fáum við að vera meira í friði sjáðu til.  En innilega góða ferð og njóttu þín með systrum þínum.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 13.6.2008 kl. 00:34

3 Smámynd: Huld S. Ringsted

Eigðu góða helgi

Huld S. Ringsted, 13.6.2008 kl. 08:21

4 Smámynd: Steingerður Steinarsdóttir

Frábær hugmynd. Ég á fjórar systur og sé alveg fyrir mér að svona helgar geti nýst okkur.

Steingerður Steinarsdóttir, 13.6.2008 kl. 10:32

5 Smámynd: Sesselja  Fjóla Þorsteinsdóttir

Eigðu góða helgi.

Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir, 17.6.2008 kl. 01:18

6 Smámynd: Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

Gleðilegan 19. júní bloggvinkona

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 19.6.2008 kl. 13:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sigurlaug B. Gröndal
Sigurlaug B. Gröndal

Hef einlægan áhuga á öllu sem snertir manneskjuna,lífið og tilveruna. Ég er verkefnastjóri hjá Mími-símenntun ehf. Er hamingjusamlega gift Rafni Gíslasyni, húsasmiði. Við eigum 4 börn og 7 barnabörn og einn hund. 

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ...palli
  • ...jol2008_030
  • ...jol2008_016
  • ...jol2008_012
  • Sumar2008 068

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband