Fáránlegur skattur.

Ég er ein af þeim sem hef ekið á nagladekkjum nánast allan minn ökuferil og hefur það bjargað mér margoft. Ég bjó í ein 20 ár í Seljahverfinu og þar sem og í efri byggðum er mjög oft ísing þó autt sé niður í bæ. Glæran sem þar oft myndast hefur gert mörgum sem ekki eru á nagladekkjum marga skráveifuna. Þarna eru brekkur og hver man ekki eftir vandræðunum oft í hálku á morgnana og á kvöldin á Seljabrautinni og Breiðholtsbrautinni! Fyrir 15 árum þegar þó flestir voru á nagladekkjum var ekki kvartað yfir svona mikilli svifryksmengun. Reyndar voru bílar færri þá en þá voru þungaflutningar á vörum og jarðefnum ekki eins mikill á götum borgarinnar sem og á þjóðvegunum. Atvinnubílstjóri sem ég heyrði viðtal við fyrir um 2 árum sagði af eigin reynslu að 30 tonna flutningabíll sem æki á malbiki sliti því á við einhverja hundruð eða þúsundir fólksbíla. Er ekki þarna verið að hengja bakara fyrir smið rétt einu sinni! Góðar stundir.
mbl.is Leggjast gegn nagladekkjaskatti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björg Árnadóttir

Skil vel þína punkta Silla og held að skattheimtan sé frekar léleg hugmynd. Samt ekki hálft eins léleg eins og þessi hér fyrir ofan. Hvernig í fj... á að vera hægt að banna umferð flutningabíla í borginni? Vörurnar vaxa ekki í hillum verslana svo einhvern vegin þarf að koma þeim á sinn stað svo við getum nálgast þær.

Eflaust valda flutningabílar líka einhverjum hluta svifryksmengunarinnar en ekki stórum. Slitið sem flutningabílarnir valda umfram fólksbílana er nefnilega aðallega í langtíma sliti á undirlagi veganna vegna þunga þeirra en ekki yfirborðinu sem rykast upp og veldur svifrykinu. Það sést best á hjólförunum, sem eru raun það sem er búið að rykast upp. Flutningabílar passa ekki í þessi hjólför þannig að stærsti hluti slitsins á yfirborðinu er af völdum fólksbíla.

Jæja... ég ætlaði nú bara að settja inn stutt og laggott komment en úr varð þessi langloka! Góða helgi!

Björg Árnadóttir, 14.11.2008 kl. 16:34

2 Smámynd: Steingerður Steinarsdóttir

Ég er á heilsársdekkjum og ek auðvitað mest um borgina. Ég get því eiginlega ekki tekið afstöðu í þessu máli og hef gott af því einu sinni að þegja.

Steingerður Steinarsdóttir, 18.11.2008 kl. 16:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sigurlaug B. Gröndal
Sigurlaug B. Gröndal

Hef einlægan áhuga á öllu sem snertir manneskjuna,lífið og tilveruna. Ég er verkefnastjóri hjá Mími-símenntun ehf. Er hamingjusamlega gift Rafni Gíslasyni, húsasmiði. Við eigum 4 börn og 7 barnabörn og einn hund. 

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ...palli
  • ...jol2008_030
  • ...jol2008_016
  • ...jol2008_012
  • Sumar2008 068

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband