Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2007

Djúpsteikt slátur og sviðakjammar !

Það er sem ég sagði á eldra bloggi, við eigum að markaðssetja okkar þjóðlega mat og einnig okkar hreina hráefni. Nú hljóma ég eins og stækur framsóknarmaðurSick  eða þannig! Skotarnir djúpsteikja sitt "haggis" og selja á öllum skyndibitastöðum. Það slátur "haggis" sem þeir eru með er miklu kryddaðra en okkar slátur. Við þurfum endilega að nýta okkur þetta og koma á markað. Skyndibitamenningin hér er líka hrikalega amerísk. Í Svíþjóð er hægt að fá "svensk kötbollar" hvar sem er. Í Hollandi var á sínum tíma hægt að kaupa síldarrétti í skyndibitavögnum ásamt mestselda skyndibita Hollendinga "krókettum". Það mætti setja íslenskt grænmeti í þær og osta í þær og jafnvel okkar yndislega fisk. Ég held líka að þeir mörgu sem búa einir eða komast ekki í heitan mat í hádegi fyndist tilbreyting að geta fengið eitthvað þessu líkt á næsta skyndibitastað. Það er til fleira en hamborgarar, franskar og pizzur.  Upp með íslenskt hráefni og uppskriftir!!!!
mbl.is Aukin áhersla á markaðssetningu norrænna matvæla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tilgangslausar aðgerðir

Ég fæ ekki séð hvernig það myndi bæta ástandið að banna lausasölu á köldum bjór í Vínbúðinni í Austurstræti eins og fram kemur m.a. í viðtali við Vilhjálm á visi.is , hvað þá að loka henni. Agaleysi íslendinga og siðleysi þeirra ásamt  máttleysi yfirvalda að halda uppi þeim lögum og reglum sem í gildi eru, eru megin orsökin fyrir ástandinu að mínu mati. Það kemur svo víða fram hvað íslendingar eru duglegir að brjóta lög og reglur  og liggur við að maður kalli það þjóðaríþrótt landans. Á ferðum mínum í Englandi og Skotlandi eru skilti er kveða á um 500 punda sekt ( sem eru ríflega 68 þúsund ísl. krónur) ef einstaklingur er staðinn að því að drekka áfengi á almannafæri. Ég sá hvergi ofurölvi fólk með bjórflöskur í hendi, stútandi þeim hvar sem tækifæri fékkst. Ekki var heldur verið að abbast uppá fólk vinna vinnuna sína við þjónustu og afgreiðslu á veitingahúsum eða börum. Ég hef einnig verið á Ólafsvöku í Þórshöfn í Færeyjum og ekki sá ég þá ruddamennsku þar sem viðgengst hér.  Ég held að eitthvað þurfi að gera í agamálum hér, bæta siðferðisvitund íslendinga og sjá til þess að viðurlög séu við broti á lögum og reglum. Hið opinbera verður að standa sig betur í þeim efnum. Þetta á ekki bara við um þetta tiltekna tilfelli heldur svo mörg önnur í okkar samfélagi.
mbl.is Vill vínbúðina burt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Samræmdur réttur fyrir alla

Það er löngu orðið tímabært að samræma rétta launafólks í landinu. Opinberir starfsmenn hafa verið með mun betri orlofsrétt, lífeyrissrétt í kjarasamnningum en launafólk á almennum vinnumarkaði. Það er hinsvegar mikil tilhneiging í þá áttina þegar þessi umræða hefur komið upp á borðið að færa réttinn niður að almenna markaðnum. Það stóð til að rýra rétt opinberra starfsmanna með breytingu og jafnvel niðurfellingu laga um opinbera starfsmenn. Eitt er það sem hefur verið þyrnir í augum margra launagreiðenda er hið svokallaða áminningarferli vegna uppsagna. Í opinbera geiranum þarfa að tilgreina ástæðu uppsagnar og þarf að áminna starfsmann ef um slíkt er að ræða áður en ákvörðun um uppsögn er tekin. Starfsmaðurinn hefur þann rétt sem stjórnsýslulög kveða á um þ.e. andmælarétt og rétt til að bæta sig. Hann hefur sem sagt eitthvað um málið að segja. Hinsvegar á almennum markaði getur launagreiðandi sagt upp starfsmanni án gildrar ástæðu og hefur það gerst í mörgum tilvikum að um hreina geðþóttaákvörðun hafi legið að  baki uppsögninni. Eins og kemur fram í fréttinni eru opinberir starfsmenn með að hámarki 30 daga orlofsrétt en almennur markaður að hámarki 28 daga. Eitt er það sem verður einnig að skoðast í þessu er að orlof opinberra starfsmanna byggist á lífaldri í flestum tilvikum þ.e. að sá sem hefur náð 30 ára  lífaldri á rétt á 27 daga orlofi og sá sem hefur náð 38 ára lífaldri á rétt á 30 dögum í orlofi óháð starfstíma. Á almennum markaði þarftu að vera búinn að vinna hjá sama atvinnurekanda í 10 ár til að öðlast 28 daga í orlofi. Þarna liggur líka gífurlegur réttindamismunur.  Sami réttur á að gilda á vinnumarkaði fyrir alla launþega.


mbl.is Vilja semja um aukið frí
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Höfundur

Sigurlaug B. Gröndal
Sigurlaug B. Gröndal

Hef einlægan áhuga á öllu sem snertir manneskjuna,lífið og tilveruna. Ég er verkefnastjóri hjá Mími-símenntun ehf. Er hamingjusamlega gift Rafni Gíslasyni, húsasmiði. Við eigum 4 börn og 7 barnabörn og einn hund. 

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ...palli
  • ...jol2008_030
  • ...jol2008_016
  • ...jol2008_012
  • Sumar2008 068

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband