Bloggfærslur mánaðarins, mars 2008

Meiri harka á vinnumarkaði - bein og óbein áhrif

Árið 1993-1995 var mikið atvinnuleysi hér á landi. Fyrir þann tíma voru margir sem voru með skerta starfsorku í hlutastörfum og störfum sem nánast má segja að hafi verið "eyrnamerkt" þeim hópum hjá bæði ríki og borg. Meira var um hlutastörf á þessum tíma. Á t.d. leikskólum tíðkaðist það í meira mæli að starfsmenn ynnu hálfan daginn eða hluta úr degi, þannig var það einnig í fleiri atvinnugreinum. Hjá borginni var þó nokkuð af störfum sem voru nánast "eyrnamerkt" þeim sem ekki höfðu fulla starfsgetu, hvort sem um var að ræða andlega eða líkamlega, svo sem hjá Gatnamálastofu (þ.e. malbikun, hellulagnir, aðstoðarstörf hverskonar) einnig í eldhúsum borgarinnar og í garðyrkju. Í dag eru þessi verk boðin út. Malbikunarstöðin er einkarekin, viðhald fer í útboð svo ekki eru þessi störf lengur til staðar. Eldhúsin eru stærri og færri og meira vélvædd. Vinnumarkaðurinn er harðari, gerir kröfur um fullt starf og gott betur. Það er ekki pláss fyrir þá sem eru ekki með fulla starfsgetu og hvað gerist þá? Þeir fara á fulla örorku og heilsa þeirra oft á tíðum versnar. Það að vera ekki þátttakandi í hinu daglega amstri mannlífsins og eiga fastan punkt dags daglega dregur  úr lífsgæðum fólks.  Það er einnig fylgni á milli aukins atvinnuleysis og auknum  greiðslum úr sjúkrasjóðum stéttarfélaganna. Atvinnuleysi hefur víðtæk áhrif á heilsu manna og iðulega til hins verra.  Undirstaða sjálfsvirðingar og sjálfstraust er að hafa vinnu og geta séð fyrir sér og sínum. Þegar vinnan fer og einstaklingi er ekki gefið tækifæri til að taka þátt í hringiðunni og eiga sér fastan stað í tilverunni með vinnufélögum og að vera virkur þá liggur leiðin niður á við. Í dag er einfaldlega ekki pláss fyrir fólk með skerta starfsgetu á vinnumarkaðnum, því miður. Ég vona að hér verði viðhorfsbreyting og allir fái pláss. Því var sorglegt að tekin hafi verið ákvörðun um að loka Bergiðjunni. Það mætti frekar fjölga síkum úrræðum fyrir þá sem eru að feta sig út á vinnumarkaðinn aftur.
mbl.is Nýskráning öryrkja fylgir sveiflum á atvinnuleysi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fólk flykkist í Bónus og Krónuna........

Fólk flykkist í Bónus og Krónuna

Íslendingar velja sem aldrei fyrr að kaupa í matinn í lágvöruverðsverslunum. Allt að hundrað prósent meiri sala hefur ve...

Þessi frétt birstist á visi.is í dag. Ég er ekki hissa á því að fólk flykkist í lágvöruverslanir.  Munur á verði á matvöru milli Krónunnar, Bónus annars vegar og svo Hagkaups og Nóatúns hins vegar. Það munar hvort þú kaupir 170 gr. skyrdós frá MS á kr. 70,- eða hvort þú kaupir hana á nærfellt 100 krónur, svo dæmi séu nefnd. Verðmunurinn er ansi mikill á algengustu vörum sem heimilið notar. Þegar munar orðið um 10-15 krónur á hverri vörutegund erum við að tala um drjúga upphæð. Svo þegar bensínlítrinn er kominn í yfir 140 krónur, þá verður heimilið að gera ráðstafanir. Lánin hafa hækkað upp úr ölluvaldi frá því í desember og janúar s.l..  Mæli með því að fólk fái sér dælulykil hjá Atlansolíu og kaupi bensínið á 136,4 krónur (í Hveragerði t.d. eins og ég geri) og annarsstaðar á ríflega 138 krónur. Hættum að jánka öllu og verslum þar sem ódýrara er.  


Er þetta nú frétt?

Flest er nú sett sem frétt næmt efni í fjölmiðla. Hvað er merkilegt við það að leikkona fái "dellu" fyrir ákveðnum samlokum á meðgöngu? Ja, hérna!
mbl.is Hakkar í sig skinkusamlokur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

EINN RÉTTUR EKKERT SVINDL!

Þessi meðferð á erlendum verkamönnum er fyrir neðan allar hellur. Þetta hefur því miður líka gerst hér og hafa stéttarfélög hér á landi haft afskipti af aðbúnaði verkamanna.  Ekki er nú verkalýðsfélögunum alltaf trúað þegar þau eru að segja frá aðbúnaði, vanhöldum á launagreiðslum og fleiru sem brotið hefur verið á verkamönnum sem koma hér til landsins til að vinna.  Það er alltaf reynt að draga úr ástandinu af hendi atvinnurekenda og gera lítið úr málinu. Kárahnjúkar er gott dæmi um slíkt. Ég vona að allir hér á landi taki saman höndum og verði þeir vitni af hvort sem er aðbúnaði, vanhöld á launum eða launatengdum gjöldum eða öðru sem brýtur í bága við vinnurétt á Íslandi hvort sem er hjá erlendum samstarfsmönnum eða annarsstaðar þá láti þeir viðkomandi félag eða ASÍ vita. Svona má aldrei láta viðgangast. EINN RÉTTUR EKKERT SVINDL!
mbl.is Mútað með vodka og pítsu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nú verða allir að vera "brjóstgóðir"!

Þetta er bráðsnjallt framtak til að styðja við starfsemi UNIFEM og leggja fram styrktarfé. Hvet ég alla til að vera "brjóstgóða" og bjóða í. Einnig er hægt að styrkja með því að hringja í 904-1000 og leggja fram kr. 1.000,- , 904-3000 og leggja fram kr. 3.000 eða 904-5000 og leggja fram kr. 5.000. Einnig er hægt að fara inn á www.unifem.is  . Allar heimsins konur, standið saman!
mbl.is Brjóst á uppboði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Einstakur tónlistarmaður fallin frá.

Jeff Healey var einstakur tónlistarmaður. Leikni hans með gítarinn var með eindæmum. Ég horfði á hann spila með BB King og Mark Knopfler á tónleikamyndbandi. Leikni Jeffs var ótrúleg. Það var líka mjög sérstakt hvernig hann beitti sér við að spila. Tónlistarheimurinn er fátækari eftir fráfall Jeffs. Minning frábærs tónlistarmanns lifir!
mbl.is Jeff Healey látinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Höfundur

Sigurlaug B. Gröndal
Sigurlaug B. Gröndal

Hef einlægan áhuga á öllu sem snertir manneskjuna,lífið og tilveruna. Ég er verkefnastjóri hjá Mími-símenntun ehf. Er hamingjusamlega gift Rafni Gíslasyni, húsasmiði. Við eigum 4 börn og 7 barnabörn og einn hund. 

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ...palli
  • ...jol2008_030
  • ...jol2008_016
  • ...jol2008_012
  • Sumar2008 068

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband