Bloggfærslur mánaðarins, mars 2008

Hann á afmæli í dag...............

Gísli á Langjökli 2Jebb, hann á afmæli í dag sá yngsti, Gísli Bjarki, en hann er akkúrat 24 ára í dag!Wizard Þessi hjálparsveitafjallgeit er alveg einstakur (eins og öll mín börn). Hann er ljúfur, skemmtilegur, aktívur, fyndinn, ákveðinn með meiru.  Til hamingju með daginn, karlinn minn!Heart Ég læt fylgja með mynd af honum á Langjökli með Hjálparsveit skáta í Kópavogi núna um páskana.

Fór á frábæra tónleika í dag!

Ég fór á alveg hreint yndislega tónleika í dag. Það var Kammerkórinn Opus 12 sem var með tónleika í Seltjarnarneskirkju. Þessi hópur samanstendur af 3 sópransöngkonum, 3 altröddum, 3 tenórum og 3 bössum. Uppistaðan eru félagar úr Oddrellowreglunni nr. 11, Þorgeirs og eiginkonum nokkurra úr stúkunni. Stjórnandi er Signý Sæmundsdóttir. Allt var sungið acapella og var hljómurinn hreint frábær. Þarna voru sungin ættjarðarlög, sálmar, dægurlög, lög úr söngleikjum og íslenskar perlur. Mikil stemmning var á tónleikinum. Fyrir utan það að systir mín elskuleg Sigga, er ein af þessum frábærum sópransöngkonum þá er gamli skólastjórinn úr mínum gamla góða skóla, Hlíðaskóla, Ásgeir Guðmundsson einn af bössunum og honum við hlið gamall skólafélagi úr sama skóla. Það var gaman að hitta þá og sérstaklega Ásgeir. Hvet alla til að njóta góðrar tónlistar með þessum frábæra Kammerkór þegar næstu tónleikar verða hjá þeim: EKKI MISSA AF ÞEIM!!!Wink

NÚ ER ER BRJÁLUÐ!!!!!

Ég var að fá inn um lúguna greiðsluseðilinn vegna bílsins sem ég keypti fyrir ári síðan og ég fékk áfall um leið og ég varð ösku-þreifandi vond!!!! Afborgunin af bílnum hækkaði um tæð 11 þúsund.............já ellefu þúsund á milli mánaða. Svo eru matvælin að hækka, bensínið er upp úr öllu valdi, verðbólgan tæp 9% og þar kemur annar glaðningur þegar húsnæðislánin hækka. Hefur einhver ráð hvernig hægt er að segja upp galónýtri ríkisstjórn og mannskapnum sem stýrir óábyrgri frjármálastefnu hér á skerinu???? Ég er viss um að það hafi ansi margir fengið flogakast af þessu tagi í dag. Devil

Algengt, held ég.

Ég held að þetta sé nokkuð algengt þegar verðhækkanir eiga sér stað þá sé verið að hækka gamla lagera sem ég tel með öllu óásættanlegt. Þetta er vara sem keypt er á lægra verði og ætti því að halda sínu gamla verði þar til nýjar sendingar berast. Það er nefninlega svo skrítið að þegar vara ætti að lækka þá gengur það sjaldnast til baka. Neytendur þurfa að vera vel vakandi þessa dagana vegna launahækkana. Berið saman verði milli verslana. Verðlagseftirlit þarf að vera virkt aldrei sem nú!
mbl.is Gamlar vörur hækka í verði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

VARÚÐ! Mikil hálka á Sandskeiði og Þrengslum

Ég var að koma úr bænum, ók sem leið frá Sandskeiði og í gegnum Þrengslin. Gífurleg hálka er frá Sandskeiði og alveg upp á Hellisheiði og í Þrengslum. Mikill hliðarvindur er og er vegurinn eitt gler. Bílar hafa verið að fjúka eða skríða til hliðar. Jeppabifreið sem ók á undan mér stöðvaði og fór út í kant rétt fyrir ofan  Litlu kaffistofuna áður en komið er að brekkunni vegna hálku. Sendiferðabifreið hafði runnið út af í Þrengslunum vegna hálkunnar og hliðarvinds. Sjálf átti ég í fullt í fangi með að halda bílnum á réttum kili vegna hálku og hliðarvinds. Aksturshraði var um 50-60 km hraði hámark. Stórir flutningabílar, "trailerar" biðu beggja vegna Skógarbrekkunnar, Þorlákshafnarmegin eftir því að Vegagerðin sandbæri brekkuna. Þeir hvorki gátu ekið niður brekkuna né upp. Ég hringdi í Rás 2 og bað þá að vara fólk við sem þeir gerðu en lýstu ástandinu ekki nógu vel. BIÐ ÉG ALLA ÖKUMENN AÐ GÆTA FYLLSTU VARÚÐAR OG AKA RÓLEGA.  Vona ég að engin slys verði og allir skili sér heilir heim.

Frábært framtak!!!!!

Þetta líst mér vel á. Svona á þetta að vera. Við getum ekki endalaust tekið við hækkunum. Kjarasamningar eru í hættu og síðan á matvælaverð eftir að hækka upp úr öllu valdi.  Yfirvöld geta haft áhrif á verð eldsneytis til lækkunar. Fólk verður að láta í sér heyra. Áfram með smjérið!!!Wink
mbl.is Bílstjórar hætta aðgerðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Með kút og kork á sundi"!

Nú er íslenska krónan komin með kút og kork og komin á flot aftur. Ég vona að hún haldi sundtökunum áfram og sökkvi ekki til botns.  Hvenær er næsta sundnámskeið hjá Seðlabankanum? Grin
mbl.is Met sett í Kauphöll Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Á hvaða "trippi" var þessi?

Ég segi nú ekki annað! Hvað hefur þessi verið búinn að taka inn? eða hversu ruglaðir geta menn verið? eða var þetta gert af hreinum ásetningi? Reyndar kom frétt fyrir um 20 árum þegar örbylgjuofnar voru töluvert stærri en þeir eru í dag og ekki eins algeng eign að kona á miðjum aldri í New York ætlaði að verma og þurrka hundinn sinn eftir kalsama og blauta útivist og ætlaði að flýta fyrir sér og setja hann í örbylgjuofninn í stað hins hefðbundna bakaraofns sem tekur tíma að hitna. Nú það sem gerðist með hundræfilinn að hann sprakk í ofninun og ofninn með og eldhúsið var víst illa út leikið af því sem eftir var af hundinum. Kaninn hefur nú alltaf verið dálítið "spes" eða þannig.
mbl.is Fundinn sekur um að hafa sett dóttur sína í örbylgjuofn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Páskafrí - bara yndislegt!

Það hefur verið mikið að gera hjá mér undanfarið og hef því lítið bloggað.  Í síðustu viku var ég á mjög skemmtilegum ársfundi trúnaðarmanna hjá AFLI starfsgreinafélagi á Höfn í Hornafirði. Var mér boðið að halda erindi þar. Þetta var mjög skemmtilegur fundur og alveg frábært framtak hjá félaginu og glæsilegur fundur í alla staði. Þetta var þriðja árið í röð sem slíkur fundur er haldinn. Hluta af hópnum hafði ég verið að kenna fyrr í vetur og var einstaklega skemmtilegt að hitta þau. Ég vona að öll stéttarfélög landsins taki sig saman og haldi með reglulegu millibili þing trúnaðarmanna, þar sem allir trúnaðarmenn geti hist og borið saman bækur sínar. Trúnaðarmenn stéttarfélaganna gegna mjög veigamiklu hlutverki á vinnumarkaðnum  sem er óeigingjarnt hugsjónastarf fyrst og fremst og unnið af miklum eldmóð um allt land. Krafturinn í þessum hópi fólks er með ólíkindum og mjög vanmetinn  af vinnumarkaðnum.

Við gömlu æskuvinkonurnar Linda mín og ég ákváðum að setjast niður á kaffihúsi á föstudaginn. Við erum iðulega alltof uppteknar í vinnu okkar og tíminn því lítill. Samt er það nú þannig með okkur að það er alltaf eins og við hefðum verið að talast við deginum áður. Vinátta okkar hefur varað frá því við vorum 10 og 11 ára að hjóla saman og syngja saman í stigaganginum í Eskihlíðinni, þar sem við bjuggum. Við hittumst á Kaffi Milano og svo skemmtilega vildi til að ég hitti þar gamlan æskufélaga úr fimleikunum hér í den. Bróðir hans var skólafélagi vinkonu minnar. Við höfðum ekki sést í jah, vel yfir 20 ár allavega! Þetta var óvænt ánægja. Erum við Linda ákveðnar að hittast þarna reglulega og eiga okkar "qualitytime" í lok vinnudags.

Nú er langþráð páskafrí hafið. Þó er ég að syngja við fermingarmessur og páskamessu sem er fastur liður hjá mér. Það er hluti af páskahelginni og ómissandi. Hjá  mér hefur það alltaf verið hápunktur páskanna að vakna snemma á páskadagsmorgun, gera sig klára, fara út í kyrrð morgundagsins upp í kirkju, hita upp fyrir messuna, drekka morgunkaffi með kórfélögunum og syngja páskamessuna. Betra getur það varla orðið. Nú er um að gera að njóta hátíðarinnar með familíunni en krakkarnir koma í mat á páskadag. Sá yngsti verður reyndar á fjöllum með Hjálparsveitarfélögunum en kemur þaðan á páskadagskvöld. Í dag verður fermt hjá mági mínum í Kópavoginum og hlakka ég til að sjá elstu prinsessuna fermda. Það verður gaman að hitta alla á þessum hátíðisdegi.  

Ég óska öllum bloggvinum sem og öðrum gleðilegra páska með ósk um að þeir eigi góða daga yfir hátíðarnar.  


Þetta á að vera okkar sérstaða

Hér á Íslandi eigum við að stefna að því að landbúnaður hér verði að mestu lífrænn. Við eigum að halda okkar íslensku kúm sem hafa sérstöðu hvað varðar gæði mjólkur. Við eigum ekki að apa eftir öðrum þjóðum heldur skera okkur úr. Ferðamenn hér sækjast eftir hreinni náttúru, hreinum afurðum og lífrænni ræktun. Æ fleiri íslendingar kjósa hið sama bæði lífrænt ræktað grænmeti, ávexti, egg sem eru frá hænum sem ganga frjálsar og fleira í þessum dúr. Við erum ekki með hormónakjöt né afurðir af hormónafylltum gripum. Sjáið hvað hinn ungi íslendingur í New York er að gera með íslenska skyrið. Það verður að gera bændum kleift að fara af stað með slíkan búskap. Við megum heldur ekki eyðileggja þetta tækifæri með olíuhreinsunarstöð né of miklu stóriðjubrölti. Sígandi lukka er best og þeim löndum fer fækkandi sem geta státað sig af hreinni afurð og ómenguðu vatni. Bændur hér gefast upp ef þeir fá ekki stuðning. Nú er lag í að halda áfram á þessari braut. Persónulega kaupi ég lífrænar vörur, íslenskt grænmeti þó það sé miklu dýrara. Það er einfaldlega miklu betra. Safaríkt og gott. Höldum áfram á þessari braut.
mbl.is Vantar peninga til að ýta undir lífrænan búskap
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Höfundur

Sigurlaug B. Gröndal
Sigurlaug B. Gröndal

Hef einlægan áhuga á öllu sem snertir manneskjuna,lífið og tilveruna. Ég er verkefnastjóri hjá Mími-símenntun ehf. Er hamingjusamlega gift Rafni Gíslasyni, húsasmiði. Við eigum 4 börn og 7 barnabörn og einn hund. 

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ...palli
  • ...jol2008_030
  • ...jol2008_016
  • ...jol2008_012
  • Sumar2008 068

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband