12.5.2007 | 11:32
Dagurinn í dag - dagur breytinga!
Nú er runninn upp kosningadagurinn, dagurinn sem allt snýst um og getur breytt öllu! Hvað ætlum við að kjósa um í dag?
Við ætlum að kjósa um - norrænt velferðarsamfélag fyrir alla, umhverfisvernd og vernd á íslenskri náttúru, kvenfrelsi, launajafnrétti, menntun fyrir alla, afnema mismun vegna búsetu, stöðva útsölu á landinu fyrir erlenda stóriðju, ábyrga efnahagsstjórn, að bæta af komu sveitarfélaganna, um tlækifæri til nýsköpunar. Kjósum um græna framtíð- allt annað líf!
Megi allir landsmenn hvar sem þeir kjósa og hvern sem þeir kjósa eiga góðan dag.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.5.2007 | 23:47
Áltæknigarður – hvað þýðir það?
Nú stendur til að reisa áltæknigarð" í Þorlákshöfn á næstu árum á. Garðinum hefur verið lýst afar fallega, þar fari fram fullvinnsla á áli, þar séu tæknistörf og allt svo gott og fallegt. Hins vegar er ekki eins mikið rætt um það að til þess að þetta gangi nú upp þurfi að reisa 270 þúsund tonna álver til að byrja með álbræðslu. Þess má geta að álverið í Straumsvík er aðeins" 170 þúsund tonn.
Sérkennilegt er hversu lítið hefur verið talað um þetta umrædda álver og hversu sjaldgæft það er að álverið sé nefnt sínu réttu nafni. Orðið áltæknigarður minnir á nafn á skemmtigarði og fær það því kannski jákvæðari mynd út á við. Hvort vísvitandi sé verið að blekkja íbúða sveitarfélagsins vil ég ekki fullyrða um en það hvarflar að manni.
Staðsetning áltæknigarðsins" á að vera 8 km vestan við Þorlákshöfn og ég get ekki annað en fundið út samkvæmt landakorti að það muni að hluta til vera reist inni á vatnsverndarsvæðum Þorlákshafnar. Umhverfismat hefur ekki farið fram en verður hafið í sumar.
Á kynningarfundi sem haldinn var í Ráðhúsinu í Þorlákshöfn þann 17. apríl síðastliðinn var kynntur í máli og myndum umræddur áltæknigarður". Jón Hjaltalín Magnússon lýsti fjálglega þeirri dýrð sem þessi garður" hefði í för með sér. Byrjað væri á 60.000 tonna álveri og þyrfti það aðeins 100 MW orku sem kæmi úr Hellisheiðavirkjun. Allt mjög umhverfisvænt og gott. Þarna færi síðan fram fullvinnsla á áli og framleitt meðal annars hlutir í bæði flugvélar og bíla. Síðan yrði reist þar safn og skóli þar sem bæði innlendir og erlendir nemendur í tæknigreinum gætu numið. Þá er sagt að ferðamannstraumur myndi aukast til muna.
Ég spyr - hvenær hefur það verið eftirsóknarvert fyrir ferðamenn að skoða álverksmiðjur? Ég veit ekki betur en að ferðamenn sem hingað koma vilji skoða ósnortna náttúru Íslands og það stórbrotna landslag sem hér er fyrir hendi!
Ég kom með þá ábendingu á fundinum að í dag væri í auknu mæli farið að nota koltrefjar í flugvélar og einnig verið að hefja notkun á því við framleiðslu bíla. Einnig kom fram hjá einum fundarmanna að útflutningur og framleiðsla á fullunnum íhlutum í bíla væri bæði dýr og líklega mjög óhagstæður.
Sú spurning kom einnig fram úr sal hvort nauðsynlegt væri að byggja álbræðslu og hvort ekki væri skynsamlegra að fá ál frá þeim verksmiðjum sem þegar væru að framleiða ál hér á landi? Í svari Jóns kom fram að búið væri að selja álframleiðslu þeirra 10 ár fram í tímann. Hvað er þá verið að fara af stað með? Fyrst og fremst gríðarlega stórt álver!
Það yrði síðan stækkað í áföngum upp í 270 þúsund tonn og við stækkunina væri horft á virkjun Þjórsár sem orkugjafa en orkuþörfin næmi þá um 460 MW fullbyggt. Á fundinum kom einnig fram að byggðaþróun til suðurs myndi stöðvast.
Það er alveg ljóst að fjölga þarf atvinnutækfifærum í Ölfusi sem og Árborg, en af hverju eru álver það eina sem mönnum dettur alltaf í hug? Það eru ekki allir yfir sig hrifnir af að fá álver í túnfótinn hjá sér. Um óafturkræfar framkvæmdir væri að ræða sem skemmt gætu fyrir öðrum fyrirtækjum sem framleiða hreina náttúruafurð, svo sem vatnið okkar tæra og góða, landbúnaðarvörur og svo ferðamannaiðnaðurinn, sem gefur okkur miklar gjaldeyristekjur. Hérna í Þorlákshöfn erum við með hliðið inn í eldfjallagarðinn" á Reykjanesi. Hér má byggja upp mikla ferðaþjónustu og fleiri fyrirtæki sem ekki eru með mengandi starfsemi. Veita þarf þeim fyrirtækjum sem fyrir eru stuðning til að auka framleiðslu sína, veita þeim aðgang að þolinmóðu fjármagni og efla þannig frumkvæði og hugmyndaflug þeirra sem landið byggja.
Við erum með landið að láni - hvernig ætlum við að skila því af okkur til komandi kynslóða?
Höfundur Sigurlaug B. Gröndal skipar 13 . sæti VG í Suðurkjördæmi.
Greinin var birt í Sunnlenska fréttablaðinu, Bæjarlíf og Víkurfréttum 10. maí s.l.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.5.2007 | 13:39
Með sól í hjarta og söng á vörum..........
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.5.2007 | 09:47
Lokaspretturinn
Nú er lokaspretturinn að kosningunum á laugardaginn. Komin er viss taugaveiklun í gang hjá sumum frambjóðendum. Skoðanakannanir hafa verið mjög sveiflukenndar og oft á tíðum ótrúverðugar. Verst þykir mér þegar menn detta í þá gryfju að hefja skítkast og leiðindi í menn og málefni. Dæmi um það er kæran á hendur Ómari Ragnarssyni fyrir meint umhvefisspjöll. Ómar var á undan sinni samtíð að berjast fyrir bættri umgengni við íslenska náttúru þegar hann vann við gerð Stikluþáttanna. Hann kynnti óbyggðir landsins fyrir þjóðinni, staði sem fólk hafði aldrei augum litið og vissi ekki af. Hann var þá og er enn ótrauður að benda á slæma umgengni, akstur utanvega og fleira sem betur mætti fara auk baráttu fyrir verndun landshluta og svæða fyrir ágengni og óafturkræfri eyðileggingu vegna virkjunarframkvæmda. Ágætu landsmenn, það er ekkert vitað fyrr en búið er að telja upp úr kjörkössunum! Sýnið hvert öðru virðingu í allri umfjöllun um menn og málefni á lokasprettinum. Það er vond kosningabarátta að upphefja sjálfan sig á kostnað annarra.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.5.2007 | 15:10
Gott mál ! ......en............
![]() |
Héraðsdýralæknir kannar hvort hross hafi sætt illri meðferð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
8.5.2007 | 12:06
Fjársjóðurinn mikli!
![]() |
Reykjavík og ósnortin náttúra laða menntað fólk til landsins |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.4.2007 | 11:44
Nú er mál að linni!
![]() |
Olíuhreinsistöð í Dýrafirði stangast á við stefnu Fjórðungsþings Vestfirðinga |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.4.2007 | 09:45
Vernd og uppbygging gamalla húsa nauðsynleg!
Mér þykir sjálfsagt og nauðsynlegt að bann sé sett við niðurrif þessara rústa til að skrá söguna, en ég hefði viljað sjá einhverjar aðgerðir fyrr áður en til þessa hörmulega atburðar kom að hús með svo merka sögu brunnu til grunna. Alltof lítið hefur verið gert af því að endurbyggja gömul og sögufræg hús. Í borginnin hefur verið alltof mikið rifið niður af gömlum húsum og byggðir nútíma steinkastalar í stað þeirra. Götumyndin verður skelfileg óreiða og hörmung að sjá. Allsstaðar í borgum Evrópu gefur að líta gamlar götumyndir sem varðveittar eru. Þær gömlu byggingar sem standa eru í fullri notkun og haldið við. Hvað hefur maður ekki oft komið í verslanir á Strikinu og veitinga hús í Kaupmannahöfn eða í miðbæ Heidelberg í svo gömlum húsum að þau eru á skakk og skjön. En sjarminn , sagan er geymd í hverju viðarborði þessara húsa og ferðamenn sækjast í að heimsækja þessa staði. Hver hefur ekki komið í Hvids Vinstue í Kaupmannahöfn sem hefur að bera orginal innréttingar og innviði frá upphafi. Enginn amast við því, heldur er frekar sótt í þetta gamla umhverfi. Dræm sókn í verslanir á Laugaveginum hefur nefninlega ekkert með húsagerðina að gera eins og haldið hefur verið fram. Því staðreyndin er sú að sem dæmi um það er hið nýja hús sem byggt var í stað þess sem brann á Laugaveginum fyrir 2-3 árum stendur iðulega tómt. Fyrirtæki koma og fara og þrífast þar ekki. Ekki hafa viðskiptin hjá Guðsteini Eyjólfssyni minnkað eða P. Eyfelld eða Vínberinu þó allar þessar verslanir séu í gömlum húsum. Herrahúsið stendur alltaf fyrir sínu og fleiri verslanir eru fastar í sessi. Hárgreiðslustofan Soho er í gömlu og vinalegu húsi sem notarlegt er að koma í en það hús stendur til að rífa, því miður. Hluti af sjarma verslananna og þeirrar þjónustu sem boðin er, er umgjörðin, gömlu húsin með sálina. Ný hús, steinsteypt og köld hafa í flest öllum tilvikum ekki þessa sál! Reykjavíkurborg verður að bretta upp ermarnar og fara yfir þær byggingar sem hafa sögu að geyma, einnig þau sem hafa gildi sem hluti af gamallai götumynd og gera ráðstafanir til viðhalds og varðveislu þeirra. Nýjungagirni íslendinga er gengdarlaus. Ekkert má verða gamalt. Myndi einhver taka það í mál að Veitingahúsið Hornið myndi flytja í nýtt steinsteypt hú í miðbænum. Hvar væri "sálin" sem Hornið hefur og sjarminn þá? Ég spyr? Þessi atburður ætti að vekja okkur til umhugsunar um hvar við stöndum í varðveislu gamalla húsa og minja þeim tengdum. Vona ég að borgin taki sig á í þessu.
![]() |
Bann sett við niðurrifi húsanna við Austurstræti |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.4.2007 | 00:07
Ótrúlegur dónaskapur og niðurlæging
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
11.4.2007 | 10:26
Löngu orðið tímabært og ætti að vera sjálfsagt !
Íslendingar hafa verið eftirá í flokkun og frágangi á sorpi bæði hvað varðar einstaklinga og fyrirtæki svo og móttaka. Það er ekki föst regla nema á örfáum heimilum að flokka það sorp sem til fellur nema mjög gróflega. Hér ætti að auka til muna moltugerð, þar sem allur lífrænn úrgangur frá heimilum er moltaður og notaður aftur til græðslu út í náttúrunni. Frekari flokkun ætti að vera skylda, en til þess að svo sé þurfa grenndargámar að vera fleiri og betur að staðsetningu búið. Það þurfa sumir að fara mjög langar leiðir með það gler og þau málmílát sem tilfalla. Pappírsgámar eru mun nær heimilum en það er ekki nóg. Hvað fara margar niðursuðudósir ofan í húsasorpið eða glerkrukkur dag hvern frá heimilunum? Gerum átak í flokkun sorps og molti hver sem betur getur! Verum til fyrirmyndar í þessum efnum - endurnýtum næringarefni jarðar!
![]() |
Kröfur um minni urðun munu umbylta sorphirðu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggvinir
-
arh
-
asthildurcesil
-
austurlandaegill
-
axelthor
-
baenamaer
-
baldurkr
-
baldvinj
-
barattan
-
bene
-
birnamjoll
-
bitill
-
bjarnihardar
-
bjorgarna
-
bokakaffid
-
brim
-
credo
-
doggpals
-
drifakristjans
-
dullari
-
ea
-
esv
-
fjola
-
fullvalda
-
gattin
-
gudnim
-
hafstein
-
hector
-
heg
-
heimssyn
-
hildurhelgas
-
hjolagarpur
-
hross
-
ingibjorgstefans
-
jensgud
-
jonaa
-
jonvalurjensson
-
juliusvalsson
-
kht
-
kjarninn
-
kokkurinn
-
konukind
-
krist
-
larahanna
-
leitandinn
-
logos
-
lucas
-
malacai
-
manzana
-
oddgeire
-
omarragnarsson
-
overmaster
-
palmig
-
photo
-
prakkarinn
-
rafng
-
ringarinn
-
saedis
-
siggagudna
-
slartibartfast
-
steinalind
-
steingerdur
-
thjodarheidur
-
thorha
-
torfusamtokin
-
toshiki
-
valgerdurhalldorsdottir
-
vest1
-
vglilja
-
vilhelmina
-
zeriaph
-
thorhallurheimisson
Eldri færslur
- Apríl 2014
- September 2012
- Nóvember 2011
- Október 2011
- Febrúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Apríl 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (13.9.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar