Færsluflokkur: Bloggar
18.4.2014 | 11:17
Ástandið á Laugaveginum - lítið umferð
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.9.2012 | 09:38
Ósammála "Sleggjunni" .
Asnaskapur er þetta | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
21.11.2011 | 11:06
Óhuggulegt! Hvað veldur?
Nýfæddu barni kastað út um glugga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.10.2011 | 13:38
Velferðarþjóðfélag - Hvað!!!
Breyta aldurstengdri örorku | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
15.10.2011 | 10:29
Þetta getur ekki verið í lagi!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
28.2.2011 | 10:40
Hér þarf að breyta löggjöfinni!
Langtíma atvinnuleysi og félagsleg einangrun er með því versta sem til er. Þeir erlendu ríkisborgarar sem lent hafa í atvinnuleysi hér lenda hvað verst í þessari einangrun vegna þeirrar lagagreinar sem kemur í veg fyrir að þeir fái íslenskan ríkisborgararétt hafi þeir fengið aðstoð frá hinu opinbera við framfærslu. Ástandið hér í atvinnumálum er eitthvað sem þeir geta ekki ráðið við og atvinnuleysið og lág framfærsla setu þá í miklu verri gildru en okkur íslendinga. Ég tel nauðsynlegt að fram fari endurskoðun á þessum lögum með tilliti til þeirra aðstæðan sem nú eru í þjóðfélaginu svo heimilt sé að gera undanþágu vegna þeirra.
Félagsleg einangrun eykur aðeins vandann og ófyrirséð er um afleiðingar þeirra til langframa. Við eigum að hætta að spara aurinn og kasta krónunni og meta langtímaáhrif eins og hægt er.
Einangrast vegna atvinnuleysis | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
1.12.2010 | 23:28
Velferðarstjórn hvað? Þið ættuð að skammast ykkar!!!
Hún tala fjálglegar þessi ríkisstjórn um vinstri velferðarstjórn, norræna velferðarkerfið, sem í raun hefur aldrei komið hér á sambærilegan hátt og hjá hinum norðurlöndunum. Það hlýtur að vera hægt að skera niður annarsstaðar í kerfinu en þarna!!! Fjöldi mikið fatlaðra barna þurfa nauðsynlega á þessari þjónustu að halda og þetta er hluti af stuðningsneti við forelda sem eiga mikið fötluð börn. Þarna er ráðist á garðann þar sem hann er hvað lægstur.
Ég hvet alla sem vettlingi geta valdið að mótmæla þessum niðurskurði og gera þá kröfu að þetta verði dregið til baka.
Ætla að hætta að greiða Heimahjúkrun barna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
16.11.2010 | 12:10
Lýðháskóli er málið!!!
Ég tel löngu orðið tímabært að stofna hér Lýðháskóla að norrænni fyrirmynd, sem væri opinn öllum ungmennum á norðurlöndunum. Sonur minn varð þess aðnjótandi að fara í slíkan skóla í Noregi, sem reyndist honum afar gott vegarnesti út í lífið. Núpur er vel sveit settur og Vestfirði hafa margt upp á að bjóða. Ég hvet menntamálaráðherra að skoða þann kost að koma á fót Lýðháskóla sem fyrst. Það eru mörg ungmenni hér á landi sem vildu gjarnan vilja eiga það val að komast í slíkan skóla. Þema skólans gæti verið fiskveiðar og verkun, útivist, tónlist, leiklist og fleira og fleira.
Vona ég að, að þessu verði.
Sölu frestað á húseignum að Núpi í Dýrafirði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
10.11.2010 | 10:31
Stórhættulegur leikur-lenti sjálf í slíkum geisla á Suðurlandsvegi
Að beina leisergeisla í myrkri á farartæki eins og þarna gerðist er stórhættulegur leikur. Það hefur færst í aukana að leikið er sér að því að beina því út í myrkrið, jafnvel úr öðrum faratækjum.
Ég lenti í því fyrir fáeinum dögum á Suðurlandsvegi rétt ofan við Geitháls á leið heim úr vinnu í myrkri að grænum leisergeisla er beint í gegnum framrúðu á jeppa sem ók fyrir aftan mig, en geislinn lenti í baksýnisspeglinum hjá mér. Þetta var mjög truflandi og truflaði akstur. Viðkomandi lék sér að því að beina geislunum síðan í hliðarspegla bílsins. Síðan var geislanum beint út í móa, svo eftir akstursstefnu að bílum sem á móti komu. Síðan gaf bílstjórinn í og ók á ofsahraða fram úr mér og áfram upp Lögbergsbrekkuna. Ég held að þeir sem stunda þetta ættu að hugsa sig tvisvar um, áður en þeir gera þetta og ef um börn eða unglinga er að ræða þá eiga foreldrar að stöðva slíkt strax og gera þeim grein fyrir hættunni sem af þessu getur hlotist.
Geisli truflaði flugmenn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
7.10.2010 | 09:41
Einelti er dauðans alvara og fer oft leynt
Þetta er hræðileg frétt. Einelti er mun algengara en fólk heldur og fer oft leynt. Einstaklingurinn er brotinn smátt og smátt niður. Þeir sem leggja í einelti geta farið mjög leynt með það og "leikið heilt leikrit" fyrir framan fólk sem lætur blekkjast. Þolandi sem reynir að kvarta er ekki tekinn trúanlegur. Grimmdin í eineltinu er hræðileg. Einelt á vinnustöðum er sá þáttur eineltis sem hefur mjög mismunandi birtingarmyndir. Því miður er það alltof algengt að ekki sé ekkert gert í því, þolanda er ekki trúað, gert lítið úr kvörtunum hans og enda með því þolandi segir upp störfum og fer og eineltið heldur áfram, gerandi finnur sér annað fórnarlamb.
Það bera allir ábyrgð á einelti, líka þeir sem horfa á!!! Sjá reglugerð nr. 1000 frá 2. desember 2004 sem til heyrir lögum nr. 46/1980 um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum, en þar segir í 6. grein:
6. gr.
Tilkynningaskylda starfsmanns.
Starfsmaður sem hefur orðið fyrir eða hefur vitneskju um einelti á vinnustað skal upplýsa atvinnurekanda eða vinnuverndarfulltrúa vinnustaðarins um það. Skal starfsmaðurinn vera reiðubúinn að skýra mál sitt nánar ef ástæða þykir til.
Í sömu reglugerð er kveðið á um skyldur atvinnurekenda að koma í veg fyrir einelti, bregðast við einelti og láta fara fram áhættumat.
EINELTI ER Á ALLRA ÁBYRGÐ!
Barn lést í kjölfar eineltis | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Bloggvinir
- arh
- asthildurcesil
- austurlandaegill
- axelthor
- baenamaer
- baldurkr
- baldvinj
- barattan
- bene
- birnamjoll
- bitill
- bjarnihardar
- bjorgarna
- bokakaffid
- brim
- credo
- doggpals
- drifakristjans
- dullari
- ea
- esv
- fjola
- fullvalda
- gattin
- gudnim
- hafstein
- hector
- heg
- heimssyn
- hildurhelgas
- hjolagarpur
- hross
- ingibjorgstefans
- jensgud
- jonaa
- jonvalurjensson
- juliusvalsson
- kht
- kjarninn
- kokkurinn
- konukind
- krist
- larahanna
- leitandinn
- logos
- lucas
- malacai
- manzana
- oddgeire
- omarragnarsson
- overmaster
- palmig
- photo
- prakkarinn
- rafng
- ringarinn
- saedis
- siggagudna
- slartibartfast
- steinalind
- steingerdur
- thjodarheidur
- thorha
- torfusamtokin
- toshiki
- valgerdurhalldorsdottir
- vest1
- vglilja
- vilhelmina
- zeriaph
- thorhallurheimisson
Eldri færslur
- Apríl 2014
- September 2012
- Nóvember 2011
- Október 2011
- Febrúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Apríl 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar