Færsluflokkur: Bloggar
1.5.2008 | 12:46
Allir launþegar - gleðilega hátíð á baráttudegi verkalýðsins 1. maí!
Í dag er 1. maí, baráttudagur launþega. Slagorð þessa dags í ár er "Verjum kjörin". Af hverju? Á þessu ári, þann 11. júní næstkomandi eru nákvæmlega liðin 70 ár frá því að lög um stéttarfélög og vinnudeilur voru samþykkt á alþingi og tóku gildi. Þessi lög eru ramminn utan um stéttarfélögin, verkföll og vinnudeilur, rétt launþega til að stofna stéttarfélög og vera í stéttarfélögum. Þau halda einnig utan um starf trúnaðarmanna á vinnustöðum. Það er búið að taka áratugi að öðlast þann rétt sem við höfum í dag. Fyrri kynslóðir börðust harðri baráttu til þess að öðlast þau. Sumir af yngri kynslóðinni halda að þetta hafi alltaf verið til staðar. Það er ekki ýkja langt síðan að laugardagur var vinnudagur eða að sumarleyfisdagar urðu 24 dagar. Það hefur margt gerst á þessum 70 árum, en við erum líka enn að berjast þessum 70 árum seinna. Baráttan meðal annars felst í því að verja þau kjör sem við höfum. Með einstaklingssamningum við einkafyrirtæki er reynt að fá launþega til að semja sig undan einstökum ákvæðum kjarasamninga gegn aðein hærri greiðslum og má þar nefna orlof og veikindarétt. Staða trúnaðarmanna ætti að vera mun sterkari á vetvangi en hún er eftir öll þessi ár. Enn eru fyrirtæki að gera starfsmönnum sínum erfitt með að kjósa sér trúnaðarmann og eru oft lífdagar þeirra ekki langir innan sumra fyrirtækja. Trúnaðarmenn gegna mikilvægu hlutverki á hverjum vinnustað og fyrir sína samstarfsmenn. Þeir eru upplýsingaveita um réttindi og skyldur. Þeir koma oft í veg fyrir að ágreiningur verði að óleysanlegum deilum. Er það eitthvað til að forðast? Ég hef það oft á tilfinningunni að þau fyrirtæki sem hafa neikvætt viðhorf til starfs trúnaðarmanna hafi sitthvað óhreint í pokahorninu.
"Verjum kjörin" er einmitt það sem við stöndum frammi fyrir á hverjum degi. Baráttunni er hvergi lokið. Ungt fólk verður frekar fyrir barðinu á skertum kjörum, þar sem ákvæðum kjarasamninga er ekki fylgt eftir. Ég hvet foreldra ungmenna að fylgjast með kjörum barna sinna og vera vakandi fyrir því að farið sé eftir þeim samningum sem í gildi eru.
Brot á kjarasamningum er brot á lögum. Þeir byggja á landslögum og má þar nefna að ákvæði um orlof er bundið í lög, uppsagnarfrestur, greiðslur vegna veikinda og slysa, skylda atvinnurekenda að greiða í sjúkrasjóð stéttarfélaganna, réttindi fólks í hlutastörfum, bann við uppsögnum vegna fjölskylduábyrgðar og fleira má telja.
Hvet alla til að skoða vef Félagsmálaráðuneytisins þar sem flest þau lög sem snúa að vinnurétti eru þar á einnig síðu.
http://www.felagsmalaraduneyti.is/malaflokkar/vinnumal/log/
Skoðið einnig vef Alþýðusambands Íslands www.asi.is
Gleðilega hátíð og njótið dagsins!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
24.4.2008 | 12:23
Gleðilegt sumar..............hve glöð er vor æska!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
23.4.2008 | 15:26
Eru ekki fleiri aðilar sem þarf að kæra?
Dæmdur í sekt fyrir að birta áfengisauglýsingar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
19.4.2008 | 18:04
Vorið er komið og grundirnar gróa.........
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
9.4.2008 | 12:54
Sumt ískrar í eyrum manns og................
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
8.4.2008 | 15:30
Frábærir dómar um
Verð að henda þessu inn. Á bloggsíðu Árna Matthíassonar, www.arnim.blog.is er frábær umsögn "Rokkað í algleymi" (2 færslan á blogginu) um hljómsveitina "We made God" sem ég ræddi um hérna á fyrra bloggi. Hvet ykkur til að kíkja inn á síðuna hjá Árna. Læt fylgja með mynd af umslaginu!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.4.2008 | 11:56
Kjör vaktavinnufólks þarf að bæta!!!
Viðræður SFR og ríkisins hafnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.4.2008 | 22:37
"Skín við sólu Skagafjörður".........og fleira.
Í vikunni sem leið var ég norður í Skagafirði, nánar tiltekið að Löngumýri við kennslu. Ég lagði af stað síðdegis á þriðjudeginum og var komin rúmlega hálfníu um kvöldið. Skagafjörðurinn og norðurlandið skartaði sínu fegursta. Sólskin var alla leiðina og fjöllin snævi þakin. Á miðvikudeginum var veðrið eins. Ótrúlega tært og fallegt. Það vottaði eigi að síður aðeins fyrir vori þann daginn. Garðurinn að Löngumýri er einstaklega fallegur og mætti ég þar lítilli grárri kanínu sem staðarhaldrari á. Það er ekki á hverjum degi sem maður mætir svona krúttlegu dýri í morgunsárið. Þarna átti ég tvo yndislega daga í fallegu veðri. Frostið lét samt ekki á sér standa og var ansi kalt þarna um morguninn eða -6 C°. Vorið lætur enn standa á sér en maður finnur að það er ekki langt í það. Þegar lagt var í hann heim aftur síðdegis á fimmtudeginum var komið vetrarveður í Vatnsskarðinu. Það snjóaði og á Holtavörðuheiði skafrenningu og fljúgandi hálka. Svo var bjart og fallegt þegar sunnar dró. Miklir öfgar í veðurfarinu þann daginn milli landshluta.
Dagurinn í gær var yndislegur. Sól í heiði og ég tímdi varla að vera inni þann daginn, enda létum við hjónin allt sem heitir húsverk eiga sig og fórum út í langa göngu með hundspottið, síðan í langan bíltúr. Reyndar hafði voffapoffið það af að velta sér upp úr haug af hrossaskít og kostaði það allsherjar bað á eftir. Lyktin var ógeðsleg!!! Vægt til orða tekið!. Í dag sungum við kórinn við fermingarguðsþjónustu í Hjallakirkju (Ölfusi). Það er alltaf stemmning að syngja í þessari litlu kirkju. Fallegur fermingardagurinn hennar Katrínar, en það var nafn stúlkunnar sem fermd var. Guð blessi daginn hennar.
Á laugardagskvöldi var hljómsveitin "We made God" með útgáfutónleika í Gamla bókasafninu í Hafnarfirði. Minn yndislegi frændi Magnús Gröndal er gítarleikari og aðalsöngvari hljómsveitarinnar. Því miður komst ég ekki en ég læt fylgja hér mynd af honum frænda mínum sem tekin var í ágúst í fyrra. Hvet alla til að kaupa diskinn þeirra!!! Þetta er vandað rokk, kíkið á demo á síðunni þeirra, sjá slóð hér: www.myspace.com/wemadegod
Diskurinn heitir "As we sleep" og hefur fengið mjög góða dóma. Diskurinn fékk 4 stjörnur af 5 hjá Kerrang. Gangi ykkur vel strákar! Kveðja frá "hele familien" í Þorlákshöfn.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
31.3.2008 | 16:54
Hann á afmæli í dag...............
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
29.3.2008 | 22:09
Fór á frábæra tónleika í dag!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Bloggvinir
- arh
- asthildurcesil
- austurlandaegill
- axelthor
- baenamaer
- baldurkr
- baldvinj
- barattan
- bene
- birnamjoll
- bitill
- bjarnihardar
- bjorgarna
- bokakaffid
- brim
- credo
- doggpals
- drifakristjans
- dullari
- ea
- esv
- fjola
- fullvalda
- gattin
- gudnim
- hafstein
- hector
- heg
- heimssyn
- hildurhelgas
- hjolagarpur
- hross
- ingibjorgstefans
- jensgud
- jonaa
- jonvalurjensson
- juliusvalsson
- kht
- kjarninn
- kokkurinn
- konukind
- krist
- larahanna
- leitandinn
- logos
- lucas
- malacai
- manzana
- oddgeire
- omarragnarsson
- overmaster
- palmig
- photo
- prakkarinn
- rafng
- ringarinn
- saedis
- siggagudna
- slartibartfast
- steinalind
- steingerdur
- thjodarheidur
- thorha
- torfusamtokin
- toshiki
- valgerdurhalldorsdottir
- vest1
- vglilja
- vilhelmina
- zeriaph
- thorhallurheimisson
Eldri færslur
- Apríl 2014
- September 2012
- Nóvember 2011
- Október 2011
- Febrúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Apríl 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar