Færsluflokkur: Bloggar
31.5.2008 | 10:46
"Út úr skápnum" í orðsins fyllstu..........
Fann konu í skápnum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.5.2008 | 20:59
Heppnir að sleppa!
Hvergi banginn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
30.5.2008 | 20:51
Allt hér í lagi og óskemmt.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.5.2008 | 14:47
Ouch...................
Gáta! Hvað er brúnt og svífur um allt?......................................Það er líklega ekki sænsk kjötbolla. Ég myndi ekki vilja vinna við þessar aðstæður. Pípari óskast í hvelli!!!!
Pípara vantar út í geim | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
26.5.2008 | 09:47
Nú skall á mig eitt ár í viðbót!
Já og alltaf verður þetta bara skemmtilegra og skemmtilegra. Frábær dagur í gær. Hélt upp á afmælið mitt (ekki samt stórafmæli). Við komum saman, krakkarnir, systurnar, mamma, makar og vinir yfir "hjemmelaved" bakkelsi að hætti fjölskyldunnar. Ég fékk alveg geggjaða gjöf frá bóndanum og börnunum (ég verð bara að koma því að hérna) ! REIÐHJÓL! Gamall draumur rættist. Ég hef ekki átt reiðhjól sem er í lagi í áratugi. Ég var alltaf á hjóli hér í den, og hef mjög gaman af því að hjóla. Nú rættist þessi langþráði draumur og nú fer sú gamla af stað! Þetta er eldrautt 21s gíra hjól með dempurum og öllu! Hjólið var prófað í gær og ég verð að segja að ég var nú aðeins stirð svona í fyrstu en svo kom þetta. Nú er að koma sér í gamla gírinn og hjóla. Ég bý svo vel að bærinn minn er mjög hjólreiðavænn, góðir stígar og allt flatt! Þetta gæti orðið fyrirmyndar "hjólabær" Þorlákshöfn. Eigið góðan dag!
Hérna kemur mynd af gripnum!!!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
23.5.2008 | 11:42
Ævintýralandið - Sandskeið og svifflugið
Þetta er bara alveg frábært! Í mínum huga og minningum var þessi staður algert ævintýraland. Við yngri systikinin ólumst upp við það að farið var iðulega þegar vel viðraði yfir sumartímann upp á Sandskeið. Pabbi var í Svifflugfélaginu ásamt mörgum öðrum sem mættu þarna hvern góðviðrisdaginn sem kom til að fljúga eða til að vinna og dytta að. Þarna voru þessar fjölskyldur meira eða minna að bardúsa í kringum svifflugið. Þarna fór mikið hugsjónastarf fram og uppbygging. Það var oft á vorin sem við krakkarnir fengum það hlutverk að aðstoða við að sópa skýlin. Mamma og fleiri konur úr félaginu, Þóra, Elsa, Anna og fleiri komu og þrifu skálann út að dyrum. Þær komu oft með bakkelsi að heiman eða slógu í pönnukökur handa mannskapnum. Þarna var Gísli Sigurðsson, sem nú er látinn, en hann sá um viðgerðir og viðhald auk þess að vera á "spilinu". Þarna mættu nánast allar helgar, Þórmundur Sigurbjarnason, pabbi (Páll Gröndal), Hörður Hjálmarsson, Garðar Gíslason, Andrés Sigmundsson og fleiri. Svo voru nokkrir af yngri kynslóðinni sem voru að byrja í bransanum þá, þeir bræður, Georg og Ásgeir Bjarnasynir, báðir læknar í dag, Sigurbjarni Þórmundsson og fleiri sem ég man ekki nöfnin á. Þetta var spennandi heimur, sérstaklega þegar verið var að keppa í langflugi. Þá var beðið við radíóið og fylgst með hvert hver var kominn. Með þessu fylgdi líka Landsmót Svifflugfélags Íslands á Hellu. Þá var gist í tjöldum og heilu fjölskyldurnar voru þarna í um vikutíma. Kom fyrir að mótin "drukknuðu" og var það helst (að mati margra) þegar fór saman Landsmót hestamanna á sama tíma. Þá var flugveður með versta móti eða alls ekkert flugveður og þá var að hafa ofan af okkur krökkunum og skaranum í blautum tjöldum. Það kom fyrir að tjöld fuku og rifnuðu. Fyrirtækið Tjaldborg á Hellu var því oft bjarvættur mótsgesta sem og Grillskálinn á Hellu sem veitti fólki skjól og afnot af snyrtingum og fleiru. Þetta voru alltaf ævintýri og þarna fór stór hópur fólks, fullorðinna og barna sem mynduðu rammann um þetta stórskemmtilega sport, svifflug. Bróðir minn stundaði svifflugið lengi en sneri sér að vélfluggdrekum. Enn gerast ævintýr!
Ný flugbraut á Sandskeiði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
21.5.2008 | 10:54
Flóttamenn-hræðslan við hið óþekkta
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
18.5.2008 | 15:02
Að færa
Já, við vorum að færa björg í bókstaflegri merkingu í búið. Sótt voru þessi þrjú myndarlegu björg niður á brimgarð og sett á lóðina hjá okkur á fimmtudagskvöldið. Þessir hnullungar eru alveg rosalega flottir. Þeir eru allir með eins konar syllu sem hægt er í raun að hafa sem sæti. En á þessar syllur verða sett ýmist blóm eða annað til skrauts. Ætlunin er svo að setja mitt á milli þeirra þriggja, fánstöng, svona þegar efnahagurinn leyfir slík kaup, en eitt slíkt stykki kostar bara "aðeins" 50 þúsund! Bíður betri tíma.
Svona líta þeir út! Ætlunin er svo að stinga upp torfið á milli þeirra og setja fjölæran gróður, blóm og runna til skrauts. Við erum að bæta við og kasta fram og til baka hugmyndum. Við hjónin erum bæði veik fyrir álfum, styttum, tjörnum og ýmsu smálegu til að setja í garðinn. Við verðum oft að halda að okkur höndum þegar við komum í verslanir eins og , Garðheima, Blómaval og fleiri slíkar búðir. Við myndum helst vilja bara fylla bílinn og meira til af öllu mögulegu sem þar fæst til að skreyta og skipuleggja garða með. En allt hefur sinn tíma og þetta verður að koma smátt og smátt.
Hið íslenska "Stonehenge"! He, he
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
16.5.2008 | 09:05
20.000 heimsóknir - búin að blogga í ríflega ár!
Teljarinn náði 20.000 á þessum sólarhring. Ég er búin að blogga í ríflega 1 ár og átti satt að segja ekki von á því að ég myndi endast svo lengi. Ég hóf þetta blogg í hálfgerðu bríaríi. Ég hef nú ekki verið neinn marathonbloggari eins og margir eru hérna á blogginu. Tímaleysið hefur haft þar áhrif. Svo hef ég fengið brilliant hugmyndir að bloggi í vinnunni, kem svo heim úr vinnu seint og síðar meir og er þá allt fokið út í veður og vind. Svoddan går det i livet, eins og hún mútta mín segir gjarnan. Svo er bara "áfram með smérið". Takk fyrir allar heimsóknir og komment, mínir kæru bloggvinir.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
12.5.2008 | 22:45
Vor í Vestmannaeyjum
Nú er nokkuð liðið frá því ég bloggaði síðast. Það hefur mikið að gera og var ég m.a. að kenna í Vestmannaeyjum 8. og 9. maí. Á fimmtudeginum 8. maí skörtuðu Eyjarnar sínu fegursta. Það var yndislegt í lok dagsins að fara um allar Eyjarnar og njóta veðurblíðunnar. Ég læt fylgja hér nokkrar myndir sem ég tók þennan dag til að festa vorið og náttúrufegurðina á "filmu".
Farið að grænka og sumarið í nánd.
Horft ofan af Stórhöfða
Eiðið og innsiglingin.
Í Gaujulundi var vorið komið og blómin farin að gæjast upp úr moldinni.
Gaujulundur er með þeim yndislegri stöðum sem ég kem á. Þessi gróðurvin gömlu hjónanna úti í hrauninu er augnayndi og griðarstaður. Það var gott að koma þarna og njóta veðurblíðunnar.
Íslenska þrenningarfjólan blómstraði sínu fegursta í hraunsprungu í Gaujulundi. Ótrúlega fallegar andstæður.
Ótrúleg litbrigði í náttúrunni, samspil gróðurs og bjargs í fjarska og rauða litarins í nýja hrauninu. Íslensk náttúra er ótrúlega fögur í sinni hrjóstrugu mynd.
Ég tók milli 50- og 60 myndir en læt þessar duga. Það var frábært að heimsækja Eyjarnar og þakka ég fyrir mig. Pálmi! Það var gaman að hitta ykkur þarna við morgunverðarborðið, vonandi hafið þið komist heil heim á föstudeginum með fluginu. Ferðin hjá mér gekk vel með Herjólfi þarna síðdegis. Takk fyrir mig. Kveðja til allra sem voru á námskeiðinu. Sérstök kveðja til Unnar hjá Stavey frá mér.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Bloggvinir
- arh
- asthildurcesil
- austurlandaegill
- axelthor
- baenamaer
- baldurkr
- baldvinj
- barattan
- bene
- birnamjoll
- bitill
- bjarnihardar
- bjorgarna
- bokakaffid
- brim
- credo
- doggpals
- drifakristjans
- dullari
- ea
- esv
- fjola
- fullvalda
- gattin
- gudnim
- hafstein
- hector
- heg
- heimssyn
- hildurhelgas
- hjolagarpur
- hross
- ingibjorgstefans
- jensgud
- jonaa
- jonvalurjensson
- juliusvalsson
- kht
- kjarninn
- kokkurinn
- konukind
- krist
- larahanna
- leitandinn
- logos
- lucas
- malacai
- manzana
- oddgeire
- omarragnarsson
- overmaster
- palmig
- photo
- prakkarinn
- rafng
- ringarinn
- saedis
- siggagudna
- slartibartfast
- steinalind
- steingerdur
- thjodarheidur
- thorha
- torfusamtokin
- toshiki
- valgerdurhalldorsdottir
- vest1
- vglilja
- vilhelmina
- zeriaph
- thorhallurheimisson
Eldri færslur
- Apríl 2014
- September 2012
- Nóvember 2011
- Október 2011
- Febrúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Apríl 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar