Færsluflokkur: Bloggar

Hingað og ekki lengra!

Nú hefur bensínverð rokið upp úr öllu valdi í einu stökki! Nú er nóg komið af þessu í bili en því miður verður ekki við ráðið með heimsmarkaðsverð á olíu og þar með bensíni. Hvað ætla stjórnvöld að gera hér? Setja á aukaskatt til að kolefnisjafna bifreiðanotkun landans! Ég held þið séuð ekki í lagi eins og ástandið er núna í þjóðfélaginu. Nú er mikið samdráttarskeið að renna upp og má sjá merki þess víða. Uppsagnir hjá fyrirtækjum,hækkað vöruverð, færri verkefni  og meira atvinnuleysi. Þetta er bara upphafið. Þetta er ekki búið, langt í frá. Hugmyndin um umræddan skatt er kannski ekki svo galin og á fullan rétt á sér en ALLS EKKI EINS OG ÁSTANDIÐ ER NÚ! Ég ek samtals 106 km báðar leiðir til og frá vinnu. Ég hef ekki tök á að taka almenningsvagna, þarf að nota m.a. bílinn vegna vinnu  minnar. Ég ek yfir heiði svo það er gagnslaust fyrir mig að vera á sparneytnum smábíl að vetrarlagi auk þess sem ég fer út á land vegna vinnu minnar. Til stjórnvalda vil ég segja: "FRESTIÐ ÞESSUM SKATTI EINS LENGI OG MÖGULEGT ER". Hingað og ekki lengra!Angry

 

 

 

 

 


Hvers konar villimennska er þetta eiginlega!

Ég skil nú bara ekki svona gjörningar. Hvernig dettur mönnum í hug að gera svona lagað? Hvað gengur þeim eiginlega til? Að gera það að gamni sínu að særa og meiða saklaust dýr með grjótkasti. Það er eitthvað verulega að svona fólki. Það á að dæma fólk fyrir svona lagað og sekta. Sektin ætti að vera vinnuskylda á fjárbúi undir eftirliti í ákveðinn tíma. Angry
mbl.is Köstuðu grjóti í ær og lömb
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Farnir í hundana!

Þetta er frábær hugmynd. Það þarf hugmyndaflug til að nýta sér aðstæðurnar eins og gert er þarna. Þetta er nýtt fyrir okkur hér og því ekki að prófa. Wink
mbl.is Hundakerruferðir vekja athygli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Potast í garðinum.

Yndislegur dagur í dag. Ég var eiginlega í allan dag úti í garði með bóndanum og tengdamömmu að snurfusa og laga. Hekkið fór illa hjá okkur í vetur og þurfum við að skipta út trjáplöntum á nokkrum stöðum. Er að spá í kaupa aðra lyngrós. Dvergfuran fór í klessu í kuldanum í vetur. Við hefðum þurft að skýla henni vel en gerðum það ekki. Alltaf erum við að læra. Það var líka ansi sterkur vindstrengur með gróðurbeðinu þar sem hún var. Við þurfum að gera ráðstafanir þegar næsti vetur skellur á.  Við erum búin að planta í nýtt beð sem við útbjuggum í kringum stóru björgin í garðum. Bóndinn keypti óskaplega krúttlegan blómálf til að setja í beðið svo gaf tengdamanna og pabbi mér rosalega fallega litla fugla til að setja í beðið. Ég set myndir næst af beðinu. Rósin mín þar, Moje Hammerberg er ekki komin neitt verulega á veg enda enn að jafna sig eftir flutninginn. Hún fer vonandi að koma til. Við erum með milljón hugmyndir og megum passa okkur að fara ekki fram úr okkur í garðinum. Garðurinn verður flottur þegar þetta er allt komið af stað. Gróðurinn hér er miklu mun seinni á ferðinni en inn í bænum, hvað þá í Reykjavík. Við erum í ansi miklum strekkingi hér ennþá og aðeins kaldara. En með tilkomu nýja íþróttamannvirkisins sem búið er að byggja hinu megin, við Hafnarbergið ætti að draga úr vindi næsta vetur. Það verður munur. Kveð að sinni. Ciao.

Er nokkur furða!

Það er skiljanlegt að Tékkar bregðist illa við. Dóttir mín og tengdasonur fóru í brúðkaupsferð til Króatíu sem er ekki í frásögur færandi, nema að matseðill veitingahúsa þar er akkúrat nákvæmlega eins og afskaplega lítið úrval. Þú getur keypt pizzu sem er eins allsstaðar, þú getur keypt steik, en það er ekkert með henni nema kannski 1/2 laukur eða varla það. Í verslunum er úrval ansi fátæklegt en þau gerðu heiðarlega tilraun til að kaupa inn sjálf og matbúa. Þau gefa þessu landi sem ferðamannalandi ekki háa einkunn. Þeir eru mjög eftirá í móttöku ferðamanna enda er landið ekki vel statt fjárhagslega, en þessi aðgerð er nú heldur ekki til að trekkja að þegar úrval af matvöru hvort sem þú ætlar að kaupa hráefni eða af matsölustað er af svo skornum skammti. Skyldu Íslendingar mega taka með sér sínar SS pylsur ef þeim sýndist svo. Þær eru ómissandi!Wink
mbl.is Pylsubann angrar Tékka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þvílíkt hugmyndaflug!

Flest er nú notað sem vopn eða hótun. Þetta hljóta að hafa verið alveg desberat menn sem þarna hafa verið að verki. Allt er nú til!Woundering
mbl.is Rændu manni með klíputöng
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Refsiglöð þjóð.

Það er alveg makalaust með Bandaríkjamenn sem þreytast aldrei á því að predika "frelsi" einstaklingsins og frelsi þeirra til að gera þetta og gera hitt og taka eigin ákvarðanir. Ég hef oft kallað þetta "frelsiskjaftæði" því tvískinnungurinn er svo mikill.  Samanber þessa frétt. Sekta fólk vegna þess að það slær ekki garðinn og jafnvel fangelsisvist. Hvar er frelsið núna? Fangelsi í þar ytra eru yfirfull.  Sem dæmi um bullið, þá bjó systir mín í mörg á í Kaliforníu nánar tiltekið í San Bernardino. Í einni heimsókn minni til hennar fórum við niður að strönd sem heitir Balboa beach. Veður var gott en dálítill blástur. Ég var í stuttbuxum og hugðist fara úr bol sem ég var í og vera bara á brjósthaldaranum í sólinni niður á ströndinni, en mjög fátt var þar þennan dag. Systir mín stoppaði mig og bað mig í Guðanna bænum að gera þetta ekki, því þetta væri bannað! Ég kváði! Já, það er bannað að vera á brjóstahaldaranum á almannafæri, þar með niður á strönd! Ég hefði getað átt von á sekt fyrir vikið. En það hefði verið í lagi hefði ég verið í bikinbrjósthaldara.  Hvað felst í orðinu frelsi hjá þar? Ég bara spyr?GetLost
mbl.is Slátt eða stein
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mögnuð refsing!

Þetta er alveg mögnuð refsing sem þeir voru dæmdir til.  Þetta vonandi kemur í veg fyrir það að þau taki húsnæði traustataki til partýhalds. Skyldu þau lesa ljóðin hans síðar meir - að sjálfsdáðum?  Kannski ætti að beita svona refsingum oftar. Hveir veit?Wink
mbl.is Látin lesa ljóð í refsingarskyni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skyldi skyrgámur hafa frétt af þessu?

Ég neyðist til að versla mér dálítið að skyri í dag. Ég borða mikið skyr. Það er svo hollt og gott, próteikríkt og fitusnautt.  Vonandi kemst vélbúnaður í gang sem fyrst.  Það er vís ábyggilegt að fjöldi fyrirtækja á Selfossi og í Hveragerði hafa orðið fyrir töluverðu tjóni sem hefur áhrif á framleiðslu og reksturinn almennt. Vonandi kemst þetta allt saman í lag.
mbl.is Skortur á skyri vegna skjálftanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Snúrubann hefur gilt á Íslandi!

Það hefur gilt snúrubann hér á Íslandi. Í mörgum fjölbýlishúsum hefur gilt sú regla að ekki megi strengja þvottasnúrur þvert yfir svalir sem er hærri en sem nemur handriði hússins. Þetta eru mjög algengar húsreglur. Ég bjó í fjölbýlishúsi í Seljahverfi í mörg ár og var þetta regla sem gilti þar í flestum fjölbýlishúsunum. Því voru konur þar sem snúrur sem voru í sömu hæð og handrið svalanna svo þvotturinn sæist ekki. Þetta gat verið erfitt þegar verið var að þurrka stærri stykki, svo sem sængurver og þess háttar.  Ég held að þetta sé í fullu gildi víða!
mbl.is Snúrubann afnumið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Sigurlaug B. Gröndal
Sigurlaug B. Gröndal

Hef einlægan áhuga á öllu sem snertir manneskjuna,lífið og tilveruna. Ég er verkefnastjóri hjá Mími-símenntun ehf. Er hamingjusamlega gift Rafni Gíslasyni, húsasmiði. Við eigum 4 börn og 7 barnabörn og einn hund. 

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ...palli
  • ...jol2008_030
  • ...jol2008_016
  • ...jol2008_012
  • Sumar2008 068

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband