Færsluflokkur: Bloggar

Tónleikar á morgun!

Á morgun, sunnudaginn 24. ágúst verður útvarpsmessa í Hallgrímskirkju þar sem Kór Þjóðkirkjunnar (félagar úr ýmsum kórum víðsvegar af landinu) tæplega 100 manns syngja. Einnig verður kórinn með tónleika í kirkjunni kl. 17:00 á morgun. Um er að ræða lið í Kórastefnu Kirkjunnar 2008 á vegum söngmálastjóra Þjóðkirkjunnar og biskupi Íslands. Þarna verða fluttar 2 sálmakantötur eftir Bach, Kantada no: 4 "Christ lag in Todes Banden" og Kantada no 80 "Ein feste Burg ist unser Gott". Einnig verður frumflutningur á verki eftir Mist Þorkelsdóttur. Við erum nokkrir félagar úr Kór Þorlákskirkju sem erum á Kórastefnunni og þvílík stemmning sem það er að syngja með hljómsveit og hátt í 100 manna kór!!!!!.  Búið er að æfa af kappi frá fimmtudagskvöldinu og allan föstudaginn en hlé var gert á æfingu í gær meðan handboltaleikurinn var í hádeginu í gær. Það var horft á leikinn á kirkjuloftinu í Langholtskirkju og var stemmningin þvílík að ég hélt að þakið ætlaði að lyftast af safnaðarheimilinu. Síðan var æft í morgun og æfing aftur í fyrramálið. Þetta er flottur hópur, æðislega gaman og útverpsmessan í fyrramálið verður með úrvalssöng og tónlistarflutningi. Vona að sem flestir hlusti. Tónleikarnir hefjast síðan kl. 17:00 í Hallgrímskirkju. Ég hvet alla til að mæta!! Læt fylgja hér með tvær myndir frá æfingunni með hljómsveitinni í morgun.
Kor 016

 

 

 

 

 

 

Kórinn, aðeins að slaka á milli kafla á æfingu í morgun í Hallgrímskirkju.

 

Kor 015

 

 

 

 

 

Hljómsveitin á æfingu, undir stjórn Jóns Stefánssonar en hann og Hörður Áskelsson stjórna sín hvorri Kantödunni.

 

Hluti kórsins flytur "Sálmafossa" á Menningarnótt til 22:00 í kvöld ásamt ýmsum organistum.  Fullt að gerast og æðislega gaman. Allir á tónleika á morgun!

 

 


Ruslafötur sem ropa og grenja............

Í Hollandi er stór skemmtigarður sem heitir Efteling. Þanga fórum við með börnin þegar þau voru lítil. Þarna voru stórskemmtilegar ruslafötur sem voru í líki stórra froska, álfa og púka og ein var eins og risastór smákrakki sem grét  þessi lifandis ósköp. Með því að "gefa" froskunum rusl að borða, ropuðu þeir í kjölfarið, álfarnir þökkuðu fyrir sig og smákrakkinn hætti að gráta og hjalaði lengi vel á eftir. Það var ekki að spyrja að því að krakkar sem þarna voru reyndu sem þau gátu að týna allt rusl og henda í næstu fötu til að athuga hvað gerðist. Fyrir vikið var garðurinn alltaf hreinn og fínn. Þetta var hluti af ævintýraheim garðsins. Það væri sniðugt að setja svona fötur upp í Fjölskyldu og húsdýragarðinum, sem og kannski í fleiri almenningsgarða. Wink
mbl.is Talandi ruslafötur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er þetta nú ekki einum of?

Hvað haldið þið að margir komi að versla skólavörur um miðja nótt? Þetta finnst mér einum of langt gengið. Verslanir eru komnar í svo harða samkeppni að reynt er að hafa opnunartíma þeirra sem allra lengstan, sama hvað. Hverju hefur þetta svo skilað sér? Ofkeyrðum starfsmönnum sem eiga sér varla einkalíf um helgar, hlutfallslega lægri launum, hærra vöruverði  og þjónustan hefur ekkert batnað. Í allflestum dagvöruverslunum eru starfsmenn á kössum kornungir einstaklingar sem eru að reyna að gera sitt besta. Það er næsta víst að laun þeirra eru ekki til að hrópa húrra fyrir. Launasetning hjá verslunarfólki fer að nálgast það að vera eins og í vaktavinnu á stofnunum. Ekki er lengur greidd yfirvinna um helgar eins og var heldur er þessi vinnutími orðinn hlutin af dagvinnunni með álagi ofan á sem er mun lægra en yfirvinnuhlutfallið. Ég held að tími sé kominn að skrúfa þetta aðeins til baka. Þess má geta að hjá hinum norðurlöndunum er opnunartími verslana ekki í líkingu við það sem gerist hér. Í Bergen til að mynda eru engir stórmarkaðir opnir á sunnudögum og hvað þá fram eftir kvöldum og að hámarki til kl. 18:00 á laugardögum.  Það er enginn þörf  á að hafa verslanir hér með þennan langa opnunartíma. Þess má geta í leiðinni að fólksfjöldi í  Bergen er álíka mikill og á öllu landinu hér en fjöldi verslana hér er margfalt meiri en þar.  Frídagur verslunarmanna hefur snúist upp í andhverfu sína. Það er yfirleitt verslunarfólk sem vinnur hvað mest á þeim degi! Er það í lagi? Álagið er aldrei meira en þá hjá þessum starfshópi, þó all flestar verslanir séu með lokað í Reykjavík á þessum degi er ekki sömu sögu að segja um afgreiðslufólk í söluturnum og veitingahúsum sem og sumum matvörumörkuðum. Er ekki eitthvað skakkt við þetta?
mbl.is Skóladót allan sólarhringinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sóun að fjármunum borgarinn!!!! Nú á að kjósa!!!

Jæja, nú bætist enn einn borgarstjórinn við á launaskrá. Ég held að nú sé mælirinn fullur hjá borgarbúum. Þeir eiga heimtingu á að kosið verði að nýju. Það þarf að breyta núverandi lögum til að heimila nýjar kosningar. Þetta er búið að vera þvílík endavitleysa að það hálfa væri nóg. Þarna eru menn að halda í eitthvað sem gengur aldrei upp. Skítnum er sópað undir teppið og ríghaldið í galið fyrirkomulag. Nú á að kjósa!!!

Ekki öllu kurl kominn til grafar.........

Ég er tortryggin á svona lág útboð. Sérstaklega frá erlendum aðilum þar sem kröfur í byggingariðnaði hér eru oftar en ekki mun meiri en gerist annarsstaðar og þá sérstaklega með tilliti til veðráttu. Svíar hafa verið að lenda í erfiðleikum út af svipuðum útboðum. Erlend fyrirtæki frá Litháen, Lettlandi og Eistlandi gera tilboð í verk og iðnaðarmenn einnig en taka svo laun skv. þarlendum kjörum. Oft er menntun þeirra sem taka að sér verkið ekki sem skyldi og staðall ekki sá sami og hér. Við eigum eftir að fá bakreikninga vegna svona boða og framkvæmda. Því segi ég að "ekki séu öllu kurl komin til grafar"!
mbl.is Tilboð í skóla metin á grundvelli lægsta verðs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þetta kemur ekki á óvart - gatnamótin löngu sprungin!

Það er í raun með ólíkindum að ekki hafa orðið fleiri alvarleg slys þarna miðað við þann gífurlega umferðarþunga sem þarna er, sérstaklega um helgar þegar umferðin er nánast óslitin bílaröð í báðar áttir.  Gatnamótin þarna eru löngu sprungin og mikil þörf á að setja  þarna hringtorg.  Nú stendur til að tvöfalda suðurlandsveginn en það liggur við að það borgi sig að koma þarna hringtorgi til bráðabirgða. Það ætti ekki taka mjög langan tíma. Umferðin er mjög þung og er t.d. ógerningur má segja að komast frá Biskupstungnabraut og í austurátt til Selfoss.  Umferðin frá Suðurlandi er mjög þung og  eins umferðin úr bænum. Þarna eru engin ljós og enn hef ég ekki séð laganna verði stýra umferðinni á svona dögum.  Þeirra er  brýn þörf þegar svona ástand varir.
mbl.is Harður árekstur á Selfossi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Góður staður fer.

Ég snæddi hádegisverð á Langa Manga í vetur sem leið.  Þarna var góður matur í hlýlegu umhverfi. Þessi staður hefur mikla sál. Synd að hann skuli vera að hætta. Það er nauðsynlegt að hafa svona stað í hverju plássi. Góður matur, gott kaffi, góður andi í gömlu húsi. Gerist ekki betra.
mbl.is Elstu krá Ísafjarðar lokað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Drukknir elgir-ekki óalgengt í Svíþjóð þegar sumri hallar

Nánast á hverju ári berast fréttir af "ölvuðum" elgsdýrum frá Svíþjóð þegar eplauppskeru er lokið og styttast tekur í haustið. Það gerist nefninlega þegar epli sem ekki eru nýtt  falla til jarðar og byrja að gerjast þar. Elgir eru sólgnir í þessa gerjuðu ávexti og týna þá upp og éta hvar sem þeir ná í þá. Ávextirnir hafa legið á jörðinni og gerjast og við það myndast áfengi í ávextinum. Dýrin éta þetta í miklu magni og fyrir vikið verða þau ölvuð. Ég hef séð myndband af "drukknum" elg og það var hrikalega fyndin sjón, en þeir eru eigi að síður stórhættulegir. Elgir eru afar stór dýr, mjög háfætt og geta orðið snælduvitlausir undir þessum áhrifum og ráðist á fólk. Annað myndband sá ég fyrir mörgum árum af öpum sem höfðu komist í heimabrugg úti í skógi. Um var að ræða gerjaða ávexti í stórum leirkrukkum sem áttu að verða ávaxtavín bænda þar.  Þeir voru óborganleg sjón þessir apakettir rallhálfir af ávaxtaátinu og ótrúlega líkir manninum!
mbl.is Drukkinn elgur réðist á stúlku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Algjör bloggleti!

Það hefur algjör bloggleti verið á þessum bæ undan farið. Ég hef ekki haft nennu til að blogga og kannski ekki mikið til að blogga um eða þannig. Ég hef verið mjög upptekin og svo hefur garðurinn átt allan okkar tíma. Það er búið að gróðursetja, búa til ný beð. Nú er ég komin með rabbarbara í garðinn minn, eðal rabbarbara frá henni Völu minni í kórnum. Bóndinn er búinn að vera að smíða utan um beðin, hlaða steinum, smíða bekk á pallinn ásamt því að planta og fleira. Tengdamamma, hún Rúna mín hefur líka heldur betur lagt hönd á plóginn hérna, enda gaman að vera saman í sól og sumri í garðinum og njóta samverunnar. Þau fluttu hingað, tengdapabbi og mamma  til Þorlákshafnar í fyrrasumar og er yndislegt að hafa þau hérna í nágrenninu við sig. Ég á eftir að taka nýjar myndir af framkvæmdunum og mun ég setja þær hér inn næstu daga. Er stokkinn í önnur verk! Ciao.Grin

Lúxushelgi framundan!

Já, það verður lúxushelgi hjá okkur systrum um helgina. Það verður systrahelgi í Borgarfirðinum hjá einni systur minni. Við ætlum systurnar að eyða saman helginni í spjall, listmálun, hlusta á góða tónlist, borða góðan mat, liggja í heita pottinum, fara í gönguferðir og "dingla" okkur um helgina. Ég hlakka mikið til. Það verður lagt í hann síðdegis á morgun og vonandi leikur veðrið við okkur, það væri ekki verra. Nenni ekki að blogga meira í bili. Sendi eitthvað inn eftir helgi. Ég má bara ekki vera að því að blogga þessa dagana. See you later!Wink

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Sigurlaug B. Gröndal
Sigurlaug B. Gröndal

Hef einlægan áhuga á öllu sem snertir manneskjuna,lífið og tilveruna. Ég er verkefnastjóri hjá Mími-símenntun ehf. Er hamingjusamlega gift Rafni Gíslasyni, húsasmiði. Við eigum 4 börn og 7 barnabörn og einn hund. 

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ...palli
  • ...jol2008_030
  • ...jol2008_016
  • ...jol2008_012
  • Sumar2008 068

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband