Færsluflokkur: Bloggar
8.10.2008 | 13:00
Ekki rugla saman foreldraorlofi og fæðingarorlofi.
Það er ranglega farið með staðreyndir í fyrirsögn þessarar fréttar. Hið rétta er að íslenskir feður setja met í töku fæðingarorlofs feðra. Mjög fáir foreldrar taka foreldraorlof sem er annar réttur en fæðingarorlof og tók gildi með sömu lögum 1. janúar árið 2000. Meira að segja er það svo að mjög fáir vita af þessum rétti. Þetta ákvæði laganna skapa foreldrum rétt til að taka leyfi frá störfum í allt að 13 vikur vegna barna upp að 8 ára aldri. Hins vegar er því háttað með þetta leyfi að það er ekki launað, hvorki frá vinnuveitanda né Fæðingarorlofssjóði sem gerir það að verkum að foreldrar eru ekki að nýta sér þennan rétt. Þeir þurfa því að vera fjárhagslega vel stæðir til að geta gert það. Þó hafa einstaka foreldrar, sem getað hafa nýtt sér þetta þegar barn er að hefja nám í grunnskóla og þarf aðlögunar við. Mjög góðar upplýsingar um "Foreldra-og fæðingarorlof" er að fá m.a. á vef ASÍ á hlekk hægra megin á forsíðu vefsins www.asi.is ,
einnig er hægt að finna góðar upplýsingar á vefnum www.island.is
Skoðið endilega þessar síður og kynnið ykkur muninn á þessu tvennu - Foreldraorlofi og fæðingarorlofi.
Íslenskir feður setja met í töku foreldraorlofs | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
7.10.2008 | 10:15
Auknar veiðiheimildir.........
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.10.2008 | 22:12
Hér er bara bylur!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
22.9.2008 | 22:48
Haustblogg og bloggleti
Það er nú meira hvað ég hef verið löt að blogga. Haustið er komið og nóg að gera á mínum bæ. Kennslan komin á fullt og fjör færist í leikinn. Fréttir nýliðinna vikna hafa einkennst af titringi og skjálfta í fjármálaheiminum. Enda ekki nema von. Græðgismaskínur fjárfesta hafa yfirkeyrt sig og spilaborgin er hrunin. Hver á svo að borga brúsann af þessu öllu saman? Nema hvað!- ríkið og þar með við. Nýríku Nonnarnir hirða gróðann og skella svo í lás. Það á örugglega eftir að koma slatti af alls kyns skít upp á yfirborðið eftir þetta. Það er óhuggulegt hvernig gífurlegt fjármagn hefur komist í fárra hendur sem stjórna þessu. Nú stendur til að sameina BYR og Glitni. Þeir sem skiptu við BYR af því þeim hugnaðist bara alls ekki að skipta við Glitnis-risann, þeir eiga engra kosta völ lengur. Við vitum bara ekki lengur hvurs er hvað og hver á hvað og hvað er hvað! Það fýkur í mig að lesa svona fréttir. Kannski á maður bara að hætta að lesa svona fréttir og halda skapinu og geðheilsunni réttu megin við strikið, sem er auðvitað langtum betra. Nú erum við búin að sjá hvernig markaðshyggjan í sinni verstu mynd teymir lönd og strönd út í ystu mörk græðginnar. Hvernig endar heilbrigðiskerfið hjá okkur ef inn í það koma fjármálaspekúlantar sem krefjast hámarks ávöxtunar og gróða úr braskinu? Fylgist með bloggi "Leitandans" hér á síðunni minni. Hann þekkir vel þennan heim í henni USA og það er ekki fallegt hvernig staðan er það. Viljum við að okkar norræna velferðarkerfi endi í Amerískri hryllingsmynd? Ég bara spyr!
Meðal annars, ég ætlaði að setja hér inn mynd fyrir löngu af því hvað við gerðum við stóru steinana okkar í garðinum. Því miður á ég bara kvöldmynd (sem vonandi sést ágætlega). Sem sagt síðbúin sumarmynd.
Svona kom þetta út. "Búálfarnir blóma minna gæta, í beðinu hérna sunnan undir vegg" !
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
28.8.2008 | 23:58
Aldrei borið í hús hér!
Breytingar á dreifingu Fréttablaðsins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
28.8.2008 | 09:38
Hún á afmæli í dag........hún á afmæli í dag.......
Jebbs, hún Búbba mín er 27 ára í dag. Elsku dúllan mín, besta stelpan, til hamingju með daginn.
Einu sinni var hún svona, bara að verða 2ja ára, kát og hress hnáta, alger prakkari.
Nú er mín svona...alger skvísa.Hress og kát og er enn mikill prakkari.
Vertu alltaf hress í huga........sami prakkarinn.........kærleiksrík og umvefjandi.......yndisleg og hugmyndarík....haltu áfram að vera þú sjálf. Hún er overmasterinn á síðunni minni.
Knús og kossar frá mömmu og öllu "ranamoskinu" heima.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
27.8.2008 | 22:15
Þetta var flott!
Orðuveiting á Bessastöðum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.8.2008 | 22:09
Grimmd mannsins eru engin takmörk sett.
Fangelsaði þroskaheft börn sín | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
26.8.2008 | 15:35
Jah, hérna!
Svíar telja sig snyrtilegasta | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.8.2008 | 11:07
Snilldardæmi um fótaskort á tungunni...........
Ég varð að henda þessu inn en ég fékk þetta sent í tölvupósti í dag. Svona getur útkomin orðið þegar fólki verður "fótaskortur á tungunni" eða er í ætt "Bibbu á Brávallagötunni".
Allt fór afsíðis sem gat farið afsíðis........
· Þessi peysa er mjög lauslát......................
· Þau eiga þvílíka myllu, lifa eins og greifingjar og leika á alls eggi......(Geri aðrir betur....)
· Hann sló tvær flugur í sama höfuðið............
· ...þarna hefði ég sko viljað vera dauð fluga á vegg......
· Ég sá svo sæta stelpu að ég fór alveg fram hjá mér........
· Ég var svo þreyttur að ég henti mér undir rúm......
· Hann sat bara eftir með súrt eplið.................
· Og, nú, góðir farþegar, er einmitt fengitími melóna.....
· Ég hreinlega vissi ekki í hvorn fótinn ég ætti að setjast......
· Hann barasta kom eins og skrattinn úr heiðskíru lofti....
· Þar stóð hundurinn í kúnni...
· Maður fer í bæinn til að sjá sig og sýna aðra...
· Svo handflettir maður rjúpurnar...
· Já, fólk núorðið er svo loðið á milli lappanna.....
· Þetta er ekki upp í köttinn á Nesi.
· Betur sjá eyru en auga
· Ég er alveg stein vöknuð!(eftir að hafa verið stein sofandi)
· Það er ég sem ríð rækjum hér(að ráða ríkjum)
· Ég er búinn að vera andvana í alla nótt
· Róm var ekki reist á hverjum degi!( Sagði maður á Selfossi)
· Vinsamlegast beinhreinsið vínberin (í jólauppskrift)
· Lærin lengast sem lifa (maður lærir svo lengi sem maður lifir)
- Hann varð að setja í minni pokann fyrir hinum
Snilld!!!!!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggvinir
- arh
- asthildurcesil
- austurlandaegill
- axelthor
- baenamaer
- baldurkr
- baldvinj
- barattan
- bene
- birnamjoll
- bitill
- bjarnihardar
- bjorgarna
- bokakaffid
- brim
- credo
- doggpals
- drifakristjans
- dullari
- ea
- esv
- fjola
- fullvalda
- gattin
- gudnim
- hafstein
- hector
- heg
- heimssyn
- hildurhelgas
- hjolagarpur
- hross
- ingibjorgstefans
- jensgud
- jonaa
- jonvalurjensson
- juliusvalsson
- kht
- kjarninn
- kokkurinn
- konukind
- krist
- larahanna
- leitandinn
- logos
- lucas
- malacai
- manzana
- oddgeire
- omarragnarsson
- overmaster
- palmig
- photo
- prakkarinn
- rafng
- ringarinn
- saedis
- siggagudna
- slartibartfast
- steinalind
- steingerdur
- thjodarheidur
- thorha
- torfusamtokin
- toshiki
- valgerdurhalldorsdottir
- vest1
- vglilja
- vilhelmina
- zeriaph
- thorhallurheimisson
Eldri færslur
- Apríl 2014
- September 2012
- Nóvember 2011
- Október 2011
- Febrúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Apríl 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar