Færsluflokkur: Bloggar

Ökum hægar-spörum eldsneytið!

Nú hefur orðið gífurleg hækkun á bensíni og olíu. Við stöndum frammi fyrir miklum þrengingum í þjóðfélaginu og erum við rétt að sjá toppinn á ísjakanum.

Við eigum eftir að sjá hækkanir á fleiri neysluvörum fyrir heimilin. Hversu sárt sem það er þá verður ekki komist hjá því, þjóðfélagið er nánast gjaldþrota. 

Við getum þó aðeins haft áhrif á okkar eigið neyslumynstur til að draga saman og gæta sparnaðar. 

Eitt dæmi um slíkt er ökuhraði. Ég gerði smá tilraun sjálf á eigin akstri, en ég ek rúmlega 100 km á dag til og frá vinnu. Umferðarhraðinn á þessari leið er iðulega 105 til 115 km hraði sem er vel fyrir ofan lögleg hraðatakmörk. Í mikilli umferð er ákveðinn þrýstingur af öðrum ökumönnum, bæði stórra og lítilla ökutækja um að aka hraðar. Fram úr mér hafa farið stórir flutningabílar þó ég hafi sjálf verið á um 100 km hraða. 

Við það að aka á 105 -110 km hraða eykst bensíneyðsla allt að 1 lítra á hverja 100 km miðað við að aka á 90-95 km hraða. Við það að aka á löglegum hraða spara ég í hverjum mánuði ríflega 3.800 krónur sem á ársgrundvelli eru rúmlega 46.000 krónur. Til að ég eigi eftir ríflega 3.800 krónur til að eyða eftir skatta og gjöld, þarf ég að vinna mér inn um 6.300 krónur og það þýðir á ári 75.600 krónur!!! Það munar um minna. 

Ökum hægar, ökum á jöfnum hraða. Forðumst spyrnur og óþarfa hraðaaukningu á stuttum vegaköflum. Við spörum stórar upphæðir með því, auk þess að stunda öruggari akstur. Gefum okkur bara aðeins meiri tíma. Aksturinn verður afslappaðri og líkur á slysum minnkar. 

 


Ósmekklegasta auglýsing sem ég hef séð!

Í þessari auglýsingu fara Samtök iðnaðarins algerlega yfir strikið! Þarna eru konur, að mínu mati, almennt niðurlægðar og lítið gert úr stétt lækna og heilbrigðisstarfsmanna. Það er stór munur á því hvort um er að ræða heilbrigðisstarfsfólk eða fagmenntaða iðnaðarmenn þegar stillt er upp svona auglýsingu. Það hefði mátt setja inn stétt starfsmanna sem heyrir undir iðngreinar. Heilbrigðisstarfsfólk heyrir ekki undir iðnað. Fæðingarlæknar, ljósmæður eiga fulla heimtingu á afsökunarbeiðni svo og allar konur hér á landi.
mbl.is Fæðingarlæknar krefjast afsökunarbeiðni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Átti nokkuð að eiga við klaufir Lífar?

Þetta var dapur endir á stuttu lífi þessa hreindýrskálfs. Ég velti því fyrir mér hvort nokkuð hefði átt að eiga við klaufirnar á henni.  Hún hefur orðið það skelfd við það að hvítvöðvasýki virðist hafa gosið upp við þessa hræðslu.  Kannski hefði verið hægt að leyfa henni að hlaupa villtri þegar nær dró sumri sem hefði gert það að verkum að klaufirnar  hefðu slitnað meira eða heimilisfólkið tekið hana með sér í útreiðatúra til að slípa þær frekar til við meiri hlaup við misjafnar aðstæður. Hver veit?


mbl.is Dagar Lífar taldir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vaknaði við skjálftann.

Við hjónin vöknuðum við skjálftann og fylgdi honum mikill hávaði og svo kom snarpt högg. Við búum í Þorlákshöfn. Tinna, hundurinn okkar er mjög næm fyrir skjálfta og er mjög hrædd þegar svo er. Hún varð svo hrædd að hún skreið uppí og hjúfraði sig upp að okkur. Hún var nú ekki alveg til í að sleppa mér í vinnuna í morgun og settist ofan á fæturna á mér meðan ég borðaði morgunmat. Hef ekki heyrt hvernig var í Hveragerði. Vonandi hefur allt verið í lagi þar.
mbl.is Snarpur jarðskjálfti í nótt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vá!!!!

Þetta er alveg ótrúlegt! Ég held að þessi keppandi sé sú sem mest hefur komið á óvart. Var ekki fyrir tveimur árum sorphreinsunarmaður sem allri héldur að væri eitthvað smáskrítin,  sem kom sá og sigraði með sínum söng? Þessi kona hefur ótrúlega rödd. Það verður gaman að fylgjast með henni. 

 

 


mbl.is Hæfileikar leynast víða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tvímælalaust eign ríkisins.

Að mínu mati eru þessi listaverk eign þjóðarinnar eða ríkisins. Þau "fylgdu" eignum bankanna til einkaaðila án þess að gert hafi verið um það formleg kaup eða ráðstafanir m.ö.o. gleymdust og því tel ég að þau eigi að fylgja til baka til ríkisins eftir yfirtöku bankanna.
mbl.is Gersemar og drasl í söfnum bankanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Málfþóf hjá Sjálfstæðismönnum

Nú eru Sjálfstæðismenn komnir í "gírinn" með málþófi og töfum. Þetta eru þeir búnir að stunda grimmt meðan þeir hafa í stjórnarandstöðu. Þeir treysta engum nema sjálfum sér og allra síst þjóðinni. Atli Gísla var flottur í Kastljósinu í gærkvöldi. Ég held  að Sjálfstæðismenn verða að stilla sig og fara að vera málefnalegir.
mbl.is „Hættið þessu helvítis væli"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kemur niður á þeim sem síst skyldi.

Það er iðulega þannig með aldraða að þeir mega helst ekki eiga neitt á bók eða hafa aðrar tekjur, alltaf skal taka af þeim. Nú eru það eiginkonurnar sem skulu blæða. Margar konur á lífeyrisaldri í dag eiga lítil sem engin réttindi í lífeyrissjóðum. Þær hafa margar hverjar verið heimavinnandi og farið seint úr á vinnumarkaðinn og því er réttur þeirra lítill. Því skipta lífeyristekjur maka miklu máli við rekstur á heimili og bifreið. Það er nú svo að þegar reglugerðir eru gerðar gleymist oft að gera ráð fyrir aðstæðum. Hvernig munu þingmannsfrúrnar koma út úr þessu þegar frá líður? Verður búið að breyta reglunum þá. Verður þeim gert að selja húsnæði sitt til að geta lifað af þeim tekjum sem eftir eru? Ég bara spyr rétt sí svona.
mbl.is Eiginkonurnar settar út á götu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Með brimhljóð í eyrum og saltbragð í munni

Dýrðlegri göngu var að ljúka rétt áðan. Við hjónin fórum með hundspottið okkar hana Tinnu í göngu rétt við sjóinn hér í bænum. Brimið úti fyrir djöflaðist á hamrabeltinu við ströndina. Vegna þokunnar sáum við ekki háar öldurnar skella á hömrunum en við heyrðum það vel. Það var eins og hundrað þungavinnuvélar væru að störfum á berginu. Oft við slíkar aðstæður má finna titringin í berginu. Þéttur rigningarúðinn skall á okkur með vindinn á hlið. Þarna var líka þéttur sjávarúði. Saltbragðið í munninum og á vörunum  staðfesti það.  Það leyndi sér ekki að hundurinn hafði í miklu að snúast. Þarna var hnusað af hverri þúfu og hún merkt í bak og fyrir. Hver einasta hvilft og hola var grandskoðuð og þefaðar uppi músarholur. Við vorum orðin vel vot eftir þetta en þó var okkur ekki kalt. Feldur Tinnu var orðinn blautur og ekki spillti fyrir að þarna höfðu myndast tjarnir sem hún hljóp út í að elta verðlaunamola sem við hentum út í. Það er hennar uppáhald. Þetta var hressandi ganga í hressandi veðri á góðum sunnudegi. Góðar stundir.

Lítið af bloggi og biluð tölva.

Það hefur lítið farið fyrir bloggi hjá mér undanfarið eins og sjá má. Tölvan mín tók upp á því að fá slæman vírus og er hún í meðferð við því hjá honum syni mínum. Á meðan hef ég lengst af verið tölvulaus en er með laptop í láni nokkra daga á meðan. Það reddar málunum. Vonandi hef ég nennu til að henda einhverju inn, annars er ég mjög andlaus þessa dagana gagnvart bloggi og slíku. Hef verið upptekin af öðru. Kannski kemur andinn yfir mig! Hver veit! Kemur í ljós. Góðar stundir.

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Sigurlaug B. Gröndal
Sigurlaug B. Gröndal

Hef einlægan áhuga á öllu sem snertir manneskjuna,lífið og tilveruna. Ég er verkefnastjóri hjá Mími-símenntun ehf. Er hamingjusamlega gift Rafni Gíslasyni, húsasmiði. Við eigum 4 börn og 7 barnabörn og einn hund. 

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ...palli
  • ...jol2008_030
  • ...jol2008_016
  • ...jol2008_012
  • Sumar2008 068

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband