Bloggfærslur mánaðarins, október 2008
29.10.2008 | 21:00
Vetrarríkið við Mývatn.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
24.10.2008 | 11:01
Þarna eru menn með viti!
Ekki slegið af í Vestmannaeyjum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
16.10.2008 | 14:45
Til hamingju!
Ávaxtabíllinn hlýtur Fjöreggið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
14.10.2008 | 15:16
Hefur víðtækari áhrif en fólk gerir sér grein fyrir.
- Deyr fé,
deyja frændur,
deyr sjálfur ið sama.
En orðstír
deyr aldregi
hveim er sér góðan getur.
Orðspor okkar íslendinga er ekki upp á marga fiska í dag. Þjóðin hefur beðið hnekki, ekki bara í viðskiptalífinu heldur á miklu breiðari vettvangi. Siðfræðin hefur algerlega gleymst í þessum ólgusjó útrásar og græðgi. Það á eftir að taka þjóðina langan tíma að öðlast sömu virðingu og hún hafði fyrir þetta hrun. Nú liggur á að vinna rétt úr hlutunum. Það er stórmál þegar verið er að ýta mennignarviðburðum út af borðinu vegna vantrausts sem annar vettvangur hefur skapað. Sinfóníuhljómsveit Íslands er búin að leggja óhemju vinnu við undirbúning þessarar ferðar. Orðspor hljómsveitarinnar hefur farið víða og þykir hún einstaklega góð á heimsmælikvarða. Þetta hefur dregið dilk á eftir sér en ég vona í lengstu lög að fleiri listviðburðir og listamenn fái ekki svona skilaboð og afboðanir.
Vilja ekki íslensku sinfóníuna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
14.10.2008 | 12:51
Fékk þennan hvatningapóst sendan sem gengur á netinu.........góð lesning
Þetta kemur frá honum Júlla á Dalvík eins og svo margt annað gott. Ég tók mér það bessaleyfi að birta þetta svo fleiri gætu notið þessa kvæðis. Því miður tókst mér ekki að setja inn allar fallegu myndirnar sem fylgdu. Margir eru eflaust búnir að fá þetta sent í tölvupósti. Takk Júlli fyrir hvatninguna.
VIÐ SOFNUÐUM Á VERÐINUM....
Nú vandi steðjar okkur að og virðist endalaus
velmegunin orðin slík að fjandinn sleppur laus
krepputalið allsstaðar að æra sérhvern mann
og klúðrið alveg skelfilegt í kringum óhroðann.
Dimmir skuggar dansa yfir sjokkeraðri þjóð
sem fyrir nokkrum dögum þótti snjöll og ráðagóð
útrásina miklu studdi hún svo trú og dygg
fjármál landsins virtust vera örugg öll og trygg
En hættan lá í leyni og við gleymdum okkur öll
við það að eyða peningum og virkja ár og fjöll
kaupa allt sem hugur girntist bæði hér og þar
kaupa merkjaverslanir já heilu keðjurnar.
Kaupa jeppa, kaupa hús og verða rík og flott
Kaupa höll með garðhýsi og kaupa heitan pott
Kaupa líf sem gæti virst svo fullkomið og smart
Kaupa álit annarra en njóta þess þó vart.
Verðbólgan að sliga allt en við svo rosa klár
Nastaq þetta, Össur hitt og Dow Jones algjört fár
Vildum sýna veröldinni þó við séum smá
við gætum reddað heiminum ef þannig stæði á.
Nú stoltið sært og dapurlegt og þjóðin öll í sorg
sársaukann og vonbrigðin má sjá í bæ og borg
Bakland það sem fólkið taldi tryggja efri ár
tekið verður upp í skuld, en skilur eftir sár.
Þó það sé þyngr´en tárum tak´ að sættast þetta við
tilfinningar splundraðar og dapurt ástandið
þá saman öflug getum verið, ákveðin og sterk
fámenn þjóð með styrk sem getur gert mörg kraftaverk.
Upp með ermar, upp með bros og allir saman nú
aldrei meigum gefast upp né glata okkar trú
knúsumst bara þéttingsfast og hefjumst handa við
að bæta það sem bæta má og efla mannlífið.
BH 2008.
En...núna er dagurinn í dag íslenskur veruleiki...og því skylda okkar fullorðnu að takast á við hann...með jákvæðni...bjartsýni og krafti...nýta orkuna sem við eigum..og byggja börnunum okkar og barnabörnum nýtt og betra þjóðfélag...breyta áherslunum...hlúa að og gefa hvert öðru tíma...njóta þess sem er...og hætta að hugsa um það sem við höfum ekki....
Við erum þjóð elds og ísa...hamfara og hremminga...baráttu og sigurvilja og við gefumst ALDREI upp....því við getum ALLT....
Knúsvikan mikla 13.-20 okt 2008
ÁSKORUN FRÁ JÚLLA Á DALLANUM:
Ég held að það skipti mestu fyrir okkur að halda ró okkar og huga að því sem að skiptir máli mannfólkið sjálft. hÉR http://www.julli.is/knus.htm er að finna upplýsingar um Knúsvikuna miklu og ég skora á alla að taka þátt með einum eða öðrum hætti. Til þess að Knúsvikan verði að veruleika bið ég alla að segja frá henni, breiða út knúsboðskapinn og taka þátt með því að knúsa. Kíkið á http://www.julli.is/knus.htm og hefjumst síðan handa. Áfram Ísland!!!
Ég skora á alla að vera með...knúsast endalaust og hjálpast að við að byggja upp nýtt og betra líf...saman....
MUNA: "Þú getur valið hvort þú gefst upp þegar eitthvað fer úrskeiðis, eða nýtt þér ófarirnar og breytt þeim til hins betra. Staldraðu við, horfðu á alla demantana sem glitra allt í kringum þig. Börnin þín, makann, foreldra, vini, horfðu á trén svo falleg í haustlitunum, horfðu á allt þetta fallega í umhverfinu sem umlykur þig hvern dag. Sama hvernig ástandið er í þjóðfélaginu, þá eru þetta verðmætin sem skipta þig máli. Hugsaðu um það."
BROS OG KNÚÚÚS...Í HVERT HÚS!!!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
10.10.2008 | 13:00
Ábyggilega vel meint en...........
Ég var að hlusta í morgun eins og ég geri hvern morgun á leið minni til vinnu á morgunútvarp Rásar 2. Þar voru við hljóðnemann Hrafnhildur og Guðrún Gunnarsdóttir. Í lok þáttarins rétt fyrir kl. 9.00 þegar þættinum er að ljúka þá hvöttu þær fólk til að njóta samvista, gera eitthvað saman, sem er mjög gott en jafnframt fólk til að sækja menningarviðburði svo sem að fara í leikhús, tónleika og að sækja kvikmyndahús. Þetta er allt mjög fallegar tillögur, en þannig er það nú að þetta er það fyrsta sem fólk hættir við þegar harðnar í ári. Leikhúsferð foreldra með t.d. 1 barn eða ungling kostar að meðaltali ríflega 11 þúsund krónur. Bíóferð kostar fyrir jafnmarga kostar 3 þúsund krónur og tónleikar í það minnsta 4.500 krónur en miðaverð á tónleika er algengt kr. 1.500 á pr. einstakling. Þetta er alltof dýr póstur fyrir fjölskyldu sem á í fjárhagserfiðleikum. Reyndar kom Hrafnhildur með í blá-lokin aðra tillögu að það væri að horfa saman á mynd í sjónvarpinu og poppa. Það er nærri lagi. Einnig var önnur góð hugmynd og það var að fjölskyldur hittust og borðuðu saman. Ég og elsta systir mín gerðum það þegar börnin okkar voru lítil og við unnum aðeins hluta úr degi (n.b. sem var yndislegt) vorum reglulega með "rúnnstykkjadag". Þannig var að önnur hvor okkar bjó til súpu eða graut og hin mætti á staðin með sín börn og rúnnstykki eða nýtt brauð meðferðis og áttum við yndislega hádegisstund með krökkunum saman. Ekki er mikið mál að gera ódýra og góða súpu og baka brauðbollur. Taka síðan upp spil eða leiki og gera sér glaðan dag. Morgunútvarp Rásar 2 er frábær þáttur og hlusta ég hann á hverjum morgni á leið til vinnu. Alveg ómissandi en gæta þarf aðeins betur hvað sagt er. Ég veit að þetta var vel meint en passaði ekki alveg.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
8.10.2008 | 13:00
Ekki rugla saman foreldraorlofi og fæðingarorlofi.
Það er ranglega farið með staðreyndir í fyrirsögn þessarar fréttar. Hið rétta er að íslenskir feður setja met í töku fæðingarorlofs feðra. Mjög fáir foreldrar taka foreldraorlof sem er annar réttur en fæðingarorlof og tók gildi með sömu lögum 1. janúar árið 2000. Meira að segja er það svo að mjög fáir vita af þessum rétti. Þetta ákvæði laganna skapa foreldrum rétt til að taka leyfi frá störfum í allt að 13 vikur vegna barna upp að 8 ára aldri. Hins vegar er því háttað með þetta leyfi að það er ekki launað, hvorki frá vinnuveitanda né Fæðingarorlofssjóði sem gerir það að verkum að foreldrar eru ekki að nýta sér þennan rétt. Þeir þurfa því að vera fjárhagslega vel stæðir til að geta gert það. Þó hafa einstaka foreldrar, sem getað hafa nýtt sér þetta þegar barn er að hefja nám í grunnskóla og þarf aðlögunar við. Mjög góðar upplýsingar um "Foreldra-og fæðingarorlof" er að fá m.a. á vef ASÍ á hlekk hægra megin á forsíðu vefsins www.asi.is ,
einnig er hægt að finna góðar upplýsingar á vefnum www.island.is
Skoðið endilega þessar síður og kynnið ykkur muninn á þessu tvennu - Foreldraorlofi og fæðingarorlofi.
Íslenskir feður setja met í töku foreldraorlofs | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
7.10.2008 | 10:15
Auknar veiðiheimildir.........
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.10.2008 | 22:12
Hér er bara bylur!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Bloggvinir
- arh
- asthildurcesil
- austurlandaegill
- axelthor
- baenamaer
- baldurkr
- baldvinj
- barattan
- bene
- birnamjoll
- bitill
- bjarnihardar
- bjorgarna
- bokakaffid
- brim
- credo
- doggpals
- drifakristjans
- dullari
- ea
- esv
- fjola
- fullvalda
- gattin
- gudnim
- hafstein
- hector
- heg
- heimssyn
- hildurhelgas
- hjolagarpur
- hross
- ingibjorgstefans
- jensgud
- jonaa
- jonvalurjensson
- juliusvalsson
- kht
- kjarninn
- kokkurinn
- konukind
- krist
- larahanna
- leitandinn
- logos
- lucas
- malacai
- manzana
- oddgeire
- omarragnarsson
- overmaster
- palmig
- photo
- prakkarinn
- rafng
- ringarinn
- saedis
- siggagudna
- slartibartfast
- steinalind
- steingerdur
- thjodarheidur
- thorha
- torfusamtokin
- toshiki
- valgerdurhalldorsdottir
- vest1
- vglilja
- vilhelmina
- zeriaph
- thorhallurheimisson
Eldri færslur
- Apríl 2014
- September 2012
- Nóvember 2011
- Október 2011
- Febrúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Apríl 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar