Færsluflokkur: Bloggar
18.1.2008 | 11:20
Græðgin er að drepa landann!!!
Tugir verslana gætu horfið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
18.1.2008 | 10:20
Ekki að undra ef svona er farið að ............
60 tonn af lyfjum á haugana | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.1.2008 | 23:50
Til hamingju Stígamótakonur - lengi lifi grasrótin!
Stígamót fá alþjóðlega viðurkenningu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
16.1.2008 | 23:30
Á flandri um landið og villtist!
Í vikunni sem leið var ég stödd á Egilsstöðum, þar sem ég átti að kenna á námskeiði að Kirkjumiðstöðinni inni að Eiðum. Ekki hef ég áður verið þar á ferð um hávetur. Þennan fimmtudagsmorgunn átti ég að vera mætt til kennslu kl. 9:00. Ég hugðist aka sem leið lá í gegnum bæinn áleiðis að afleggjaranum til Seyðisfjarðar og þaðan inn að Eiðum. Úti var dimmt, ísþoka um allt og snjómugga. Ég var á bílaleigubíl sem ég þekkti ekki og ók því mjög varlega í fljúgandi hálkunni. Nú var ég komin ofan byggðar en lenti í lokaðri götu og fann ekki rétta leið. Náði ég að stöðva þar einn ágætis bílstjóra á vöruflutningabíl og bað hann að segja mér til vegar inn að Eiðum. Jú, jú, ekki málið. Farðu að næstu gatnamótum til hægri og svo áfram, þá kemurðu að stórum "T" gatnamótum og þá ferðu til vinstri. Ég gegni því og ek af stað. Jú, þarna voru gatnamótin hin fyrstu, svo komu stóru "T" gatnamótin og ég beygði til vinstri. Ég ók sem leið lá í ísþokunni og myrkrinu. Áfram ók ég og enn jókst snjókoma og færðin þyngdist. Leiðin lá aðeins upp í móti. Ekki leist mér orðið á blikuna. Ég var búin að aka (reyndar mjög varlega) í um það bil 20 mínútur þegar ég sé glitta í vegamót og á skilti stóð "Mjóifjörður". Neeeii, þetta gat nú ekki verið. Ég hélt aðeins áfram, kom að björgunarskýli. Nei nú er ég á kolrangri leið. Ég ók áfram til að finna hentugan stað til að snúa við. Það tók dálítinn tíma, þar sem snjór var á vegi, hálka, ísþoka og snjómugga. Betra að vera á öruggum stað. Ég sneri við og ók til baka. Þegar ég kom að fyrrnefndum "T" gatnamótum var skilti sem benti í áttina sem ég var að koma úr, þar stóð "Reyðafjörður!!!! Ég hafði verið komin langleiðina til Reyðarfjarðar. -Til hægri var skilti og á því stóð "Seyðisfjörður",þaðan hafði ég komið og blessaði bílstjórinn eitthvað misskilið þetta. Ég branaði því í hasti áfram veginn og komst loksins klakklaust að Kirkjumiðstöðinni að Eiðum, en var næstum 1/2 klst. of sein. Þetta var samt eitt skemmtilegasta námskeið sem ég hef kennt á, frábær hópur og Héraðsbúar höfðingjar heim að sækja. Kristjana í eldhúsinu fór á kostum í matargerð fyrir mannskapinn og Sr. Jóhanna tók vel á móti okkur. Kærar kveðjur austur!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
8.1.2008 | 17:44
Stóru hryllingsbúðirnar
Ég verð seint talin vera búðarápari því það er eitt af því leiðinlegasta sem ég geri er að fara í búðir, einkum stórar búðir, sem ég kalla "hryllingsbúðir". Hvað á ég við með því? Jú, þessi gímöld sem þú neyðist til að rápa fleiri tugi eða hundruð metra til að ná í einn hlut og þær keyra þreytt starsfólk, alltof fátt til að kreista krónurnar úr landanum, alla daga vikunnar. Fá hann til að kaupa meira. Ein af þessum verslunum er IKEA. Ég hef bara enga löngun til að fara í þá verslun eftir að hún flutti og stækkaði. Nýja Hagkaupsverslunin í Holtagörðum er ein þessara verslana. Kýs frekar að fara í Skeifuna eða í versta falli Kringluna. Svo er það Toys"R"Us. Landinn tapaði sér þegar hún opnaði. Heilagt leikfangastríð hófst milli verslana fyrir jólin. Ég hafði ekki lyst á að fara þangað, þar sem þessi verslanakeðja hefur haft það orð á sér að stunda það að brjóta á launþegum víða um lönd þar sem hún starfar. Setur leiðinlegan stimpil á hana og svo stendur Leikbær alltaf fyrir sínu. Maður fer að sakna sárlega kaupmannsins á horninu. Lifið heil.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
6.1.2008 | 18:34
Jólin sprengd upp......
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
31.12.2007 | 16:12
Áramótahugleiðing
Áramótin í mínum huga eru alltaf sérstök stund. Fyrir mér er miðnættið eins og að stíga yfir strik og ég yfirgef gamla árið og stend við endann á löngum, auðum vegi, nýja árinu. Nýja árið er eins og óskrifað hvítt blað fyrir framan mig og allt svo tært og nýtt og ómengað. Mér finnst þetta spennandi tímamót og hvað næsta ár ber í skauti sér veit enginn. Þetta er andartak tækifæranna, andartak væntinga, andartak nýs tíma, andartak hins ókomna. Árið er sporöskjulaga hringur, sem er mjóstur þar sem ágúst og september mætast. Flatur stuttur breiðari endinn er vikan frá Þorláksmessu að miðnætti 31. desember, þá verða skil og nýr hringur hefst, ljós og fagur, nýtt ár hefst. Þannig hefur þetta verið frá því ég var barn. Þessi hringur sem reis og hneig eftir árstíðum, sporöskjulaga hringrás tímans. Ekki veit ég hvernig aðrir skynja árið eða áramótin. Kannski eitthvað þessu líkt eða með allt öðru móti. Nú í kvöld lýkur enn einum hringnum og nýr tekur við kl. 24:00. Ég vil óska vinum og vandamönnum, öllum bloggvinum mínum, öllum sem hafa kíkt á bloggið mitt, öllum landsmönnum gleðilegs árs og friðar. Megi nýja árið færa öllum góða heilsu, gleði, gæfu, ný tækifæri, kjark og þor til að takast á við ný tækifæri í lífinu. Lifið heil.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
23.12.2007 | 23:45
Jólakveðja til ykkar allra
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
15.12.2007 | 18:34
Nú drynur í berginu.......
Í dag var bjart í Þorlákshöfn, jafnvel sólin braust fram og var það kærkomin sjón eftir átök í veðrinu undanfarna daga. Á svona dögum er gott að fara með Tinnu mína í gryfjuna til að hlaupa og sleppa af sér beislinu. Við fórum, ég og hundurinn minn hún Tinna í gryfjuna góðu, sem staðsett er "út á bergi" eins og sagt er hér í bænum. Til nánari skýringa þá er það rétt niður við sjóinn þar sem hesthúsin eru og gömul fiskeldisstöð. Þar við ströndina er hamrabelti mikið og brimið þar verður ógurlegt. Þarna hafa farist menn og einnig lítill drengur, er mér sagt. Sjórinn sogar að sér með ógnarkrafti. Í þeim veðraham sem hefur verið og þar sem hásjávað er hefur brimið þessa daga verið mikið og stórbrotið og brimið sést skella upp eftir berginu tugi metra upp í loftið héðan frá götunni, þar sem ég bý. Í gryfjunni í dag voru miklar drunur. Það var eins og heljar tröllkarl berði bergið með einhverju ógnarstórum hamri svo glumdi í. Það er titringur í loftinu á slíkum dögum. Mikilfenglegar drunur berast hingað heim að húsi. Fyrst í stað þegar við fluttum hingað, héldum við að margar stórvirkar vinnuvélar væru einhversstaðar að störfum í grenndinni. Svo reyndist ekki vera. Þetta var brimið. Í dag var það stórbrotið og þar sem við Tinna nutum útivistarinnar í gryfjunni við hlaup og göngu, þá drundi í berginu með djúpum bassadrunum. Það var mikilfenglegt. Já, nú drynur í berginu.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
12.12.2007 | 14:20
Fara í mál við þá - nota þeirra eigin meðöl!
Ráðuneyti skoðar mál konu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Bloggvinir
- arh
- asthildurcesil
- austurlandaegill
- axelthor
- baenamaer
- baldurkr
- baldvinj
- barattan
- bene
- birnamjoll
- bitill
- bjarnihardar
- bjorgarna
- bokakaffid
- brim
- credo
- doggpals
- drifakristjans
- dullari
- ea
- esv
- fjola
- fullvalda
- gattin
- gudnim
- hafstein
- hector
- heg
- heimssyn
- hildurhelgas
- hjolagarpur
- hross
- ingibjorgstefans
- jensgud
- jonaa
- jonvalurjensson
- juliusvalsson
- kht
- kjarninn
- kokkurinn
- konukind
- krist
- larahanna
- leitandinn
- logos
- lucas
- malacai
- manzana
- oddgeire
- omarragnarsson
- overmaster
- palmig
- photo
- prakkarinn
- rafng
- ringarinn
- saedis
- siggagudna
- slartibartfast
- steinalind
- steingerdur
- thjodarheidur
- thorha
- torfusamtokin
- toshiki
- valgerdurhalldorsdottir
- vest1
- vglilja
- vilhelmina
- zeriaph
- thorhallurheimisson
Eldri færslur
- Apríl 2014
- September 2012
- Nóvember 2011
- Október 2011
- Febrúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Apríl 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar