Færsluflokkur: Bloggar

Hrikalegt myrkur - lýsing í umhverfismati!

Undanfarnar vikur og mánuði hefur veðráttan verið nánast alfarið rigningarsuddi. Í slíkum aðstæðum verður myrkrið og þokan algjör á veginum í Þrengslunum. Vilji menn kynnast því að aka í þokusudda og rigningu og í algjöru myrki, þá ættu þeir hinir sömu að aka Þrengslin. Að auki er þessi vegur mjög slitinn, engar vegaxlir eða öryggissvæði. GSM samband er mjög tregt og ekkert á köflum.  Orkuveitan í samvinnu við Ölfus  ætlaði að lýsa Þrengslin og átti þeirri framkvæmd að vera lokið í desember á síðasta ári en ekkert bólar að lýsingu. Einhver Garðbæingur krafðist þess að lýsingin færi í umhverfismat! Ég spyr - er ekki hér um hreint öryggisatriði að ræða? Þarna fer mikil umferð bíla alla daga við varhugaverðar aðstæður.  Útafkeyrslur eru ekki óalgengar í hálku og snjó vegna þrengsla á veginum og myrkurs.  Því þarf lýsing sem þessi, sem ég tel vera hreint öryggisatriði að fara í umhverfismat?  Ég minnist þess ekki að lýsingin á Reykjanesbrautinni hafi þurft að fara í umhverfimat í sínum tíma. Hennar var krafist vegna öryggisins. Hver er munurinn? Vill einhver vera svo vænn að svara því?

Afastrákur stendur í stórræðum!

Ég mátti til að setja inn mynd af afastráknum okkar honum Styrmi Karvel, sem tekin var seint í haust þegar hann gisti hjá afa og ömmu.  Minn karl var á fullu að smíða og grafa stóra holu til að hjálpa afa með rafmagnsrörið út í skúrinn. Er ég ekki duglegur?

Styrmir að vanda sig

 

 

 

 

 

 

 

 

Styrmir að smíða.

Svo kemur hérna ein þar sem hann er að grafa stóru holuna. Að sjálfsögðu tók amma mynd af prinsinum.

Styrmir að moka stóra holu

 

 

 

 

 

 

 

 

Þarna er Styrmir minn að grafa af fullum krafti og hola stækkar óðum.


Vitið þið hvað þetta kostar?

Það er ótrúlegt hvað peningarnir geta "lekið" í eitthvað óskilgreint.  Margir eru oft blankir en vita kannski ekki alveg hvert peningarnir fóru.  Fólk hefur oft fastar venjur í að kaupa sér eitthvað hvern dag í kaffinu í vinnunni eða á leið heim úr vinnu. Fyrir mjög mörgum árum síðan  áskotnaðist mér listi úr einhverju blaði, þar sem talið var upp hvað regluleg kaup á smávægilegum neysluvörum kostaði á ársgrundvelli. Mínir krakkar voru að á unglingsárunum þá og kom þeim þetta verulega á óvart. Þessi listi er auðvitað löngu glataður en ég tók að gamni mínu saman fáeina liði sem algengt er að keyptir séu og reiknaði út árseyðsluna.  Ef við gerum ráð fyrir því að manneskja reyki 1 pk. af sígarettum á dag og pakkinn kostar kr. 610,- þá kostar það viðkomandi nákvæmlega kr. 219.600,- á ári. Til að eiga eftir þessa upphæð fyrir skatt þarfu að vinna fyrir töluvert hærri upphæð en þetta.  Sá sem kaupir eina 1/2 lítra flösku af kók  á kr. 120,- og 1 súkkulaði stykki á kr. 85,-  5 daga vikunnar út árið, kostar það kr. 53.259,-.  Ef svo einhver kaupir sér alltaf í hádeginu eina pylsu með öllu og  1/2 lítar af kók alla 5 virka daga ársins (t.d. í matarhléi) þá er hann að borga fyrir það kr. 93.600,- ! Sá sem kaupir 1 sígarettupakka og 1/2 kókflösku á dag alla daga ársins, greiðir fyrir það krónur 262.800,-! Þannig að ef einhver er í vafa hvert peningarnir fóru, skoði svona "smáútgjöld" hjá sér. Kannski verður hægt að koma í veg fyrir "lekann".  Lifið heil!

Gott hjá þér Védís!

Mér finnst frábært að Védís Jónsdóttir hönnuður skuli neita að stæla hönnun annarra. Mjög líklega er þessi peysa hönnuð af færeyingi en þeir eru þekktir fyrir sínar lopa - og ullarpeysur eins og við íslendingar.  Eins er víst að hún sé prjónuð úr færeyskri ull. Við værum orðin ansi slöpp ef við færum nú að stela hönnun frá frændum okkar og nágrannaþjóðum. Notum okkar eigið hugmyndaflug, við eigum nóg af því! Lifið heil.
mbl.is Íslenskur hönnuður beðinn að stela danskri glæpapeysu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvar er frelsi í viðskiptum núna - nauðungarverslun?

Það er alveg með ólíkindum hvað reynt er sí og æ að halda fólki hér í einhverskonar fjötrum. Verðlag hér á landi á fatnaði er langt umfram það sem gerist í nærliggjandi löndum og miðað við tekjur hins almenna launamanns hlýtur hver meðalgreindur maður að sjá það að það reikningsdæmi gengur ekki upp að fata heila fjölskyldu hér með þessum hætti.  Ef þú ætlar að kaupa þér góða skó þ.e. vandaða skó t.d. Ecco þá ertu að kaupa sömu skóna allt að 4-6 þús. krónum lægri í Kaupmannahöfn en hér.  Kvenfatnaður á Íslandi er mjög dýr. Að kaupa sæmilega góðar buxur getur kostað hér um 15-17 þúsund krónur þegar sambærilegar buxur kosta 100% minna í nágrannalöndunum. Fatnaður á unglinga er mun lægri. Þegar munar að lágmarki um 30-40% upp í 100% á sömu vöru er ekkert skrítið að fólk reyni að fara í verslunarferðir til að kaupa fyrst og fremst fatnað fyrir sig og sína. Það er dýrt að fata 4-5 manna fjölskyldu! Viðmiðunarmörk eru í engu samræmi við verðlag. Annað sem er alveg með ólíkindum að í allri umræðunni um offitu og heilsuátak að þá fær fólk sem er í mikilli yfirþyng fær ekki útivistarfatnað á sig. Ég er meðal annars ein af þeim. Ég er í átaki eins og svo margir aðrir og hef farið verslun úr verslun og ég fæ ekki á mig útvistarúlpu né buxur, ekki regngalla eða vatnsheldan galla. Ég get látið sérsauma líklega á mig slíkan fatnað en kostnaðurinn er það mikill 60-100 þús. að ég hef engan veginn efni á slíku. Í Danmörku er m.a hægt að fá slíkan fatnað og  í USA.  Við erum sá hópur sem sérstaklega þarf að stunda reglulega útivist með gönguferðum og fleiru en skortur á útivistafatnaði hefur hamlandi áhrif. Þessi viðmiðunarmörk gerir okkur ekki einu sinni kleift að kaupa þennan fatnað erlendis. Vill ekki  einhver fara að taka það að sér að flytja inn útvitstarfatnað í stórum stærðum á mannsæmandi verði? Lifið heil.
mbl.is Jólafötin tekin í tollinum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tinna á hlaupum úti í tjörn

Ég varð að setja þessa skemmtilegu mynd af tíkinni okkar henni Tinnu sem tekin var í sumar, þar sem hún er að hlaupa og svamla í tjörn að sækja gamla gosflösku. Þetta er hennar uppáhaldsleikur. Er hún ekki glæsileg?   Hún er harður spretthlaupari  í þessum leikjum eins og sjá má. Tinna á hlaupum

Vetur konungur minnir á sig.

Fyrsti vetrardagur var á laugardaginn. Veturkonungur minnti á sig á föstudagsmorguninn með tilheyrandi frosti og hélu austan heiða. Margir settu vetrardekk undir á laugardaginn vegna hálku og snjóa. Það er óneitanlega bjartara og fallegra veður en hefur verið í rigningasuddanum undanfarið.  Birtan og snjórinn eykur á gleði fólks og er meira í takt við þær jólaútstillingar sem komnar eru í sumar verslanir, þó að mínu mati séu þær alltof snemma á ferðinni. Mér finnst passlegt að koma með þetta um miðjan nóvember, annað er alltof mikil sölumennska. Vona ég nú að snjórinn haldist og að við fáum fallega daga með froststillum og vetrarsól.  Lifið heil.

Við erum ekki eins opin......

Nei, við erum ekki eins opin og við teljum okkur vera. Innflytjendur sem búa hér með fjölskyldum sínum eru oft einagraðir félagslega utan vinnunnar. Það er oft á tíðum ágætis samband og kunningsskapur innan veggja vinnunnar en þegar fyrir utan er komið er ekki um sömu sögu að segja.  Við erum ekki að mynda tengsl við fólkið utan vinnunnar og einangrunin er oft á tíðum mjög erfið, sérstaklega fyrir konurnar.  Reyndar er þjóðfélagið í dag á svo miklum þönum að við megum ekki einu sinni vera að því að heimsækja okkar eigin skyldmenni. Ég held að við verðum að taka okkur tak og slökkva oftar á sjónvarpinu, tölvunni og skella sér í heimsókn eða bjóða í kaffi og tala við fólk. Við erum alltof dugleg að senda sms, tölvupóst og blogga! en stöndum okkur svo ekki í að tala við fólk augliti til auglitis. Þetta er slæm þróun. Tæknin er af hinu góða en við megum ekki gleyma okkur algerlega í heimi margmiðlunar.  Ef það er einhver sem við viljum ekki hafa samband við í bloggheimum eða á msn þá ýtir maður bara á "delete" einfalt, en hvað með fólkið sjálft sem að manni stendur? Kannski er einhver þarna úti sem vill gjarnan geta ýtt bara á "delete" takkann, það væri  einfaldast þegar um einhvern óþægilegan er að ræða innan fjölskyldunnar, en hann/hún  felur sig á bak við lyklaborðið og skjáinn. Við erum flott í samskiptum og segjum okkar skoðanir út og suður, BAK VIÐ LYKLABORÐIÐ, en hvað svo? Legg til að fólk taki sig til, slökkvi á tölvunni í kvöld, sjónvarpinu, baki pönnsur eða opni kexpakka og bjóði tengdó í kaffi eða systur eða bróður eða jafnvel skelli sér í betri bomsurnar og heimsækir gamla kunningja sem þeir hafa vanrækt lengi! Upp með samskiptin.  HEFUR ÞÚ BOÐIÐ NÁGRANNA ÞÍNUM Í KAFFI NÝLEGA? VEISTU HVERNIG HANN HEFUR ÞAÐ? Lifið heil.
mbl.is Innflytjendur einangraðri úti á landi samkvæmt nýrri könnun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Allt sama tóbakið!

Á leið minni frá vinnu í gær var ég að hlusta á Rás 2 eins og svo oft. Þar sem ég var nýbúin að kveikja á útvarpinu náði ég því miður ekki hver nafn viðmælanda var en verið var að ræða um bann við notkun á "snusi" eða þessu fínkornaða tóbaki sem Svíar "lifa á". Umræðan kom vegna fréttar á fréttavefnum  www.sudurland.is sem sagði frá stöðvun á sölu á snusi í söluturni á Selfossi. Í þessu viðtali var farið yfir ástæðu bannsins sem kemur frá Evrópusambandinu til að sporna við notkun ungs fólks áþessum óþverra. Kom fram spurning hjá þáttarstjórnanda hver væri munurinn á snusinu og gamla íslenska neftóbakinu og því væri annað bannað en ekki hitt? Skýringin var að markmiðið með banninu væri að koma í veg fyrir nýja tegund vöru til notkunar á markaði sem ekki hafði áður haft slíkt til sölu. Íslenska neftóbakið væri gömul hefð og því væri ekki um nýjung að ræða!!!! Ég gat ekki annað en sett upp spurningarmerki. Bíðum við.  Hér má selja og kaupa sígarettur, píputóbak, neftóbak (sem hefur verið notað til að setja í vörina meðal annar), vindla en ekki fínskorið tóbak eða snus því það væri svo hættulegt fyrir ungt fólk! Hver er munurinn! Tóbak er tóbak alveg í sama hvaða formi það er. Það er eins og að fara að banna sérstakar tegundir af víni eða bjór eða öðru áfengi frekar en aðrar af hættu við að ungt fólk ánetjaðist því frekar en öðru. Ef fólk ætlar yfir höfuð að nota tóbak þá gerir það það, burt séð frá því hvernig tóbak það er. Að mínu mati á annaðhvort að vera bannað að flytja inn eða nota hvers kyns tóbak, hvaða nafni sem það heitir eða að leyfa innflutning á öllu tóbaki. Furðuleg fyrirhyggja!  Lifið heil.

Aldrei of varlega farið í verndun náttúrunnar !

Við eigum afskaplega mikið af góðu og hreinu vatni. Því miður hefur það verið of oft verið gert lítið úr varnarorðum umhverfissinna varðandi umgengni við náttúruna og þar með vatnsverndarsvæði á landinu. Lítið hefur verið gert úr mengun eftir fyrirtæki og stofnanir sem hafa hætt störfum. Oft hefur verið rætt um þá mengun sem Varnarliðið hefur skilið eftir sig hér og þar. Á sínum tíma voru varnarorð umhverfissinna höfð að engu. Umhverfi Heiðmerkur, Hólmsheiðarinna, Bláfjallanna og hraunið þar umhvefis er svæði sem þarf að gæta vel að ásamt svo miklu, miklu fleiri svæðum víða um land. Vonandi eigum við aldrei eftir að lenda svona stöðu sem íbúar Óslóar eru í nú.  Slæm umgengni getur verið dauðans alvara. Lifið heil.


mbl.is Drykkjarvatnið í Ósló óhæft til neyslu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Sigurlaug B. Gröndal
Sigurlaug B. Gröndal

Hef einlægan áhuga á öllu sem snertir manneskjuna,lífið og tilveruna. Ég er verkefnastjóri hjá Mími-símenntun ehf. Er hamingjusamlega gift Rafni Gíslasyni, húsasmiði. Við eigum 4 börn og 7 barnabörn og einn hund. 

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ...palli
  • ...jol2008_030
  • ...jol2008_016
  • ...jol2008_012
  • Sumar2008 068

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband